Baráttan um formannsembættið í Samfylkingunni hefst formlega í apríl Heimir Már Pétursson skrifar 11. febrúar 2016 13:19 Framboð til embættis formanns Samfylkingarinnar verða að koma fram fyrir miðjan apríl. Reiknað er með að kosningabarátta frambjóðenda standi undir lok maímánaðar þegar sjálf atkvæðagreiðslan myndi hefjast. Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar ákvað á fundi sínum seinni partinn í gær að boða til aukalandsfundar hinn 4. júní og flýta einnig formannskjöri í flokknum. Árni Páll Árnason hefur ekki gefið út hvort hann gefi áfram kost á sér en sagði í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi að það muni koma í ljós á næstu dögum hvað hann geri. „Mér finnst gott að það sé skorið skýrt úr um umboð formanns Samfylkingarinnar Formaður Samfylkingarinnar þarf að hafa skýrt umboð. Það er mikilvægt að hann hafi umboð úr allsherjar atkvæðagreiðslu og það hafi verið færi á henni. Það er mjög mikilvægt styrkleikamerki,“ segir Árni Páll. Stuðningfólki Árna Páls finnst að sótt hafi verið að honum með ósanngjörnum hætti sem fram hafi komið með óvæntu framboði gegn honum á síðasta landsfundi og þá standi þingflokkurinn ekki heill að baki honum. „Ég held að maður verði að búa við þær aðstæður sem eru í íslenskum stjórnmálum. Það gustar. Það er þannig að fólk í flokknum hefur ekki verið sátt við fylgi flokksins og það kemur svosem engum á óvart. En aðalatriðið er að stíga upp úr því og reyna leita alvöru svara,“ segir Árni Páll. Kristján Guy Burges framkvæmdastjóri flokksins segir að nlæsta skref sé að kalla saman kjörstjórn til að undirbúa allsherjaratkvæðagreiðslu um formannsembættið. Hún getur farið fram hvort sem einn eða fleiri verða í framboði. „Sú atkvæðagreiðsla fer fram ef óskað er eftir henni í samræmi við lög flokksins. Það er að segja að eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund komi fram ósk um það að allsherjaratkvæðagreiðsla fari fram. Það er þá um miðjan apríl,“ segir Kristján. Kristján segir gert ráð fyrir að frambjóðendum gefist kostur á að kynna sig á flokksstjórnarfundi, næst æðstu stofnun flokksins, hinn 22. apríl. „Síðan hefjist kosningabarátta sem standi frá þeim tíma og út maí,“ segir Kristján Guy Burgess. Alþingi Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Fleiri fréttir Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Sjá meira
Framboð til embættis formanns Samfylkingarinnar verða að koma fram fyrir miðjan apríl. Reiknað er með að kosningabarátta frambjóðenda standi undir lok maímánaðar þegar sjálf atkvæðagreiðslan myndi hefjast. Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar ákvað á fundi sínum seinni partinn í gær að boða til aukalandsfundar hinn 4. júní og flýta einnig formannskjöri í flokknum. Árni Páll Árnason hefur ekki gefið út hvort hann gefi áfram kost á sér en sagði í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi að það muni koma í ljós á næstu dögum hvað hann geri. „Mér finnst gott að það sé skorið skýrt úr um umboð formanns Samfylkingarinnar Formaður Samfylkingarinnar þarf að hafa skýrt umboð. Það er mikilvægt að hann hafi umboð úr allsherjar atkvæðagreiðslu og það hafi verið færi á henni. Það er mjög mikilvægt styrkleikamerki,“ segir Árni Páll. Stuðningfólki Árna Páls finnst að sótt hafi verið að honum með ósanngjörnum hætti sem fram hafi komið með óvæntu framboði gegn honum á síðasta landsfundi og þá standi þingflokkurinn ekki heill að baki honum. „Ég held að maður verði að búa við þær aðstæður sem eru í íslenskum stjórnmálum. Það gustar. Það er þannig að fólk í flokknum hefur ekki verið sátt við fylgi flokksins og það kemur svosem engum á óvart. En aðalatriðið er að stíga upp úr því og reyna leita alvöru svara,“ segir Árni Páll. Kristján Guy Burges framkvæmdastjóri flokksins segir að nlæsta skref sé að kalla saman kjörstjórn til að undirbúa allsherjaratkvæðagreiðslu um formannsembættið. Hún getur farið fram hvort sem einn eða fleiri verða í framboði. „Sú atkvæðagreiðsla fer fram ef óskað er eftir henni í samræmi við lög flokksins. Það er að segja að eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund komi fram ósk um það að allsherjaratkvæðagreiðsla fari fram. Það er þá um miðjan apríl,“ segir Kristján. Kristján segir gert ráð fyrir að frambjóðendum gefist kostur á að kynna sig á flokksstjórnarfundi, næst æðstu stofnun flokksins, hinn 22. apríl. „Síðan hefjist kosningabarátta sem standi frá þeim tíma og út maí,“ segir Kristján Guy Burgess.
Alþingi Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Fleiri fréttir Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Sjá meira