Brynjar Eldon Geirsson sá hæfasti af fimmtíu manns sem vildu starfið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2016 10:21 Brynjar Eldon Geirsson. Mynd/GSÍ Stjórn Golfsambands Íslands hefur ráðið Brynjar Eldon Geirsson í starf framkvæmdastjóra sambandsins. Starfið var auglýst laust fyrir áramót en tæplega 50 umsækjendur sóttust eftir starfinu. Brynjar er 38 ára gamall og hefur starfað innan golfhreyfingarinnar frá árinu 2000, bæði á Íslandi og í Þýskalandi. Brynjar tók við starfi íþróttastjóra hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar eftir að hafa lokið PGA golfkennaranámi í Þýskalandi. Árið 2007 var hann ráðinn íþróttastjóri hjá Golfklúbbi Reykjavíkur og hann var um tíma aðstoðarlandsliðsþjálfari hjá GSÍ. Undanfarin tvö ár hefur hann starfað sem íþróttastjóri Märkischer Golfclub Potsdam í Berlín. „Ég hlakka mikið til að takast á við þau fjölmörgu krefjandi verkefni sem fylgja starfinu og er þakklátur fyrir að fá þetta tækifæri. Ég mun vinna að markmiðum Golfsambands Íslands með hag og framfarir hreyfingarinnar að leiðarljósi í nánu samstarfi við golfklúbba landsins," sagði Brynjar Eldon Geirsson í samtalið við heimasíðu Golfsambandsins en hann mun hefja störf í byrjun mars. „Það er virkilega ánægjulegt að hafa fengið Brynjar til liðs við golfsambandið. Hann býr yfir mikilli þekkingu á golfíþróttinni og verður öflugur liðsmaður. Golfíþróttin hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og það verður spennandi að vinna með Brynjari að áframhaldandi sókn íþróttarinnar,“ sagði Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ um ráðninguna í fréttatilkynningu frá GSÍ. Golf Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Stjórn Golfsambands Íslands hefur ráðið Brynjar Eldon Geirsson í starf framkvæmdastjóra sambandsins. Starfið var auglýst laust fyrir áramót en tæplega 50 umsækjendur sóttust eftir starfinu. Brynjar er 38 ára gamall og hefur starfað innan golfhreyfingarinnar frá árinu 2000, bæði á Íslandi og í Þýskalandi. Brynjar tók við starfi íþróttastjóra hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar eftir að hafa lokið PGA golfkennaranámi í Þýskalandi. Árið 2007 var hann ráðinn íþróttastjóri hjá Golfklúbbi Reykjavíkur og hann var um tíma aðstoðarlandsliðsþjálfari hjá GSÍ. Undanfarin tvö ár hefur hann starfað sem íþróttastjóri Märkischer Golfclub Potsdam í Berlín. „Ég hlakka mikið til að takast á við þau fjölmörgu krefjandi verkefni sem fylgja starfinu og er þakklátur fyrir að fá þetta tækifæri. Ég mun vinna að markmiðum Golfsambands Íslands með hag og framfarir hreyfingarinnar að leiðarljósi í nánu samstarfi við golfklúbba landsins," sagði Brynjar Eldon Geirsson í samtalið við heimasíðu Golfsambandsins en hann mun hefja störf í byrjun mars. „Það er virkilega ánægjulegt að hafa fengið Brynjar til liðs við golfsambandið. Hann býr yfir mikilli þekkingu á golfíþróttinni og verður öflugur liðsmaður. Golfíþróttin hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og það verður spennandi að vinna með Brynjari að áframhaldandi sókn íþróttarinnar,“ sagði Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ um ráðninguna í fréttatilkynningu frá GSÍ.
Golf Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira