Reynisfjara verður ekki lokuð ferðamönnum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. febrúar 2016 19:30 Skiltið við Reynisfjöru. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir ekki koma til greina að loka Reynisfjöru fyrir ferðamönnum en vill að fjaran verði vöktuð allan sólarhringinn. Kínverskur ferðamaður á fertugsaldri lést í fjörunni í dag eftir að alda tók hann með sér í sjóinn. Viðbragðsaðilar fengu útkall á ellefta tímanum vegna erlenda ferðamannsins í Reynisfjöru sem var þar á ferð ásamt eiginkonu sinni. „Já, aldan hrifsar einfaldlega manninn með sér eitthvað út á haf. Hann er hér einhverja tvö hundruð metra frá landi þegar björgunarsveitir koma og ná honum upp,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonSveinn segir að það sé stöðug umferð erlendra ferðamanna í Reynisfjöru hvort sem það er dagur eða nótt. „Hér eins og víða annars staðar þurfum við að bregðast einhvern veginn betur við, við þurfum að hafa betri gæslu á hlutunum þannig að við séum ekki að fá þessi slys“.En hvað vill hann að verði gert?„Ég vil allavega að við förum að bæta í gæslu, löggæslu, landvörslu og annað þannig að þeir viðbragðsaðilar sem hafa þessum skyldum að gegna að gæta öryggis fólks, að þeir geti það. Að þeir séu ekki endalaust bara neyðarþjónusta“.Reynisfjara.Vísir/Magnús HlynurEn vill Sveinn láta loka fjörunni fyrir ferðamönnum?„Nei, alls ekki, alls ekki, ég er ekki hlynntur boðum og bönnum heldur vil ég frekar að við höfum meira eftirlit og getum fylgst með því að allt fari rétt og vel fram“, segir Sveinn. Lögreglan á Suðurlandi hefur áhyggjur af ástandinu í Reynisfjöru og ekki síst vegna þess hversu ferðamann fara óvarlega. „Mikið af þessu fólki hefur aldrei séð svartar strendur og það hefur aldrei upplifað þessa sterku hafstrauma sem við erum að fá hér við suðurströndina, þannig að ég held að það átti sig ekki bara á því hversu öflugir straumarnir eru,“ segir yfirlögregluþjóninn. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05 „Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48 Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11 "Spurning hvort skiltin þurfi ekki að vera ákveðið sjokkerandi til að fólk skynji hættuna“ Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir skiltin við Reynisfjöru lítil áhrif hafa. 10. febrúar 2016 17:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Sjá meira
Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir ekki koma til greina að loka Reynisfjöru fyrir ferðamönnum en vill að fjaran verði vöktuð allan sólarhringinn. Kínverskur ferðamaður á fertugsaldri lést í fjörunni í dag eftir að alda tók hann með sér í sjóinn. Viðbragðsaðilar fengu útkall á ellefta tímanum vegna erlenda ferðamannsins í Reynisfjöru sem var þar á ferð ásamt eiginkonu sinni. „Já, aldan hrifsar einfaldlega manninn með sér eitthvað út á haf. Hann er hér einhverja tvö hundruð metra frá landi þegar björgunarsveitir koma og ná honum upp,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonSveinn segir að það sé stöðug umferð erlendra ferðamanna í Reynisfjöru hvort sem það er dagur eða nótt. „Hér eins og víða annars staðar þurfum við að bregðast einhvern veginn betur við, við þurfum að hafa betri gæslu á hlutunum þannig að við séum ekki að fá þessi slys“.En hvað vill hann að verði gert?„Ég vil allavega að við förum að bæta í gæslu, löggæslu, landvörslu og annað þannig að þeir viðbragðsaðilar sem hafa þessum skyldum að gegna að gæta öryggis fólks, að þeir geti það. Að þeir séu ekki endalaust bara neyðarþjónusta“.Reynisfjara.Vísir/Magnús HlynurEn vill Sveinn láta loka fjörunni fyrir ferðamönnum?„Nei, alls ekki, alls ekki, ég er ekki hlynntur boðum og bönnum heldur vil ég frekar að við höfum meira eftirlit og getum fylgst með því að allt fari rétt og vel fram“, segir Sveinn. Lögreglan á Suðurlandi hefur áhyggjur af ástandinu í Reynisfjöru og ekki síst vegna þess hversu ferðamann fara óvarlega. „Mikið af þessu fólki hefur aldrei séð svartar strendur og það hefur aldrei upplifað þessa sterku hafstrauma sem við erum að fá hér við suðurströndina, þannig að ég held að það átti sig ekki bara á því hversu öflugir straumarnir eru,“ segir yfirlögregluþjóninn.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05 „Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48 Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11 "Spurning hvort skiltin þurfi ekki að vera ákveðið sjokkerandi til að fólk skynji hættuna“ Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir skiltin við Reynisfjöru lítil áhrif hafa. 10. febrúar 2016 17:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Sjá meira
Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05
„Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48
Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11
"Spurning hvort skiltin þurfi ekki að vera ákveðið sjokkerandi til að fólk skynji hættuna“ Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir skiltin við Reynisfjöru lítil áhrif hafa. 10. febrúar 2016 17:45