Viðskipti innlent

Útboð hins opinbera á flugmiðum kynnt í mánuðinum

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá innritun farþega á Keflavíkurflugvelli.
Frá innritun farþega á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Valli
Útboð á farmiðakaupum Stjórnarráðsins verður kynnt í þessum mánuði. Þetta verður í fyrsta sinn frá árinu 2011 sem hið opinbera býður út kaup sín á flugferðum.

Frá þessu er greint á vefnum turisti.is í dag. Að því er þar segir, verður nýtt verklag innleitt í kjölfar útboðsins sem felur meðal annars í sér að starfsmaður Stjórnarráðsins verður þjálfaður í bókun farseðla.

Gagnrýnt hefur verið undanfarin misseri að farmiðakaup ríkisins séu ekki boðin út og kærunefnd útboðsmála komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að ríkinu bæri að leita tilboða í þau. Í síðasta útboði urðu flugfélögin Icelandair og Iceland Express hlutskörpust en turisti.is telur líklegt að erlend flugfélög sem fljúga hingað til lands gætu tekið þátt í útboðinu að þessu sinni.


Tengdar fréttir

Ríkið býður út farmiðakaup í febrúar

Fjármálaráðuneytið hefur tekið þá ákvörðun að bjóða út farmiðakaup stjórnarráðsins í febrúar og í framhaldi af því verði kaupum annarra ríkisstofnana á flugfarmiðum boðin út.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×