Handknattleiksambandið bauð upp á sömu umgjörð hjá krökkunum og hjá þeim fullorðnu daginn áður. Félögin sem eignuðust bikarmeistara á sunnudeginum voru Víkingur, Selfoss, Fjölnir, HK, ÍR, Fram og Valur.
Þetta þýðir að alls eignuðust átta félög bikarmeistara um helgina en Valsstrákarnir í 2. flokki, sem einhverjir urðu einnig bikarmeistarar með meistaraflokknum daginn áður sá til þess að Valur vann eitt félaga tvo bikara um helgina.
Ein allra athyglisverðasta frammistaða helgarinnar var hjá Selfyssingnum Hauki Þrastarsyni sem skoraði 21 mark úr 23 skotum í fimm marka sigri selfoss á FH í úrslitaleik 4. flokks karla yngri, 35-30.
Handknattleiksambandið sagði frá bikarmeisturunum á Instagram-síðu sinni og má sjá myndir af nýkrýndum meisturum hér fyrir neðan.