Vildi ekki gefa mömmu klístraða fimmu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. febrúar 2016 06:30 Sólveig Lára þurfti að beita kúnstum til að fá fimmu frá yngri dóttur sinni. Vísir/Andri Marinó Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunnar, segir að það hafi ríkt mikil gleði með bikartitil helgarinnar en Stjarnan varð meistari eftir sigur á Gróttu í úrslitaleiknum á laugardag.Sjá einnig: Sjöundi bikartitill Stjörnunnar Stjarnan hefur á síðustu árum tapað þremur einvígum um Íslandsmeistaratitil auk bikarúrslitaleiks og segir hún að biðin hafi verið erfið eftir. „Það hafði liðið langur tími frá síðasta titli. Við höfum alltaf verið með í baráttunni en aldrei tekist að taka skrefið til fulls,“ sagði hún í samtali við Vísi í gær. Blaðamaður fékk að trufla hana á meðan fjölskyldan hélt afmæli fyrir sex ára dóttur hennar, daginn eftir bikarsigurinn. Sólveig Lára hefur upplifað ýmislegt á þeim fjórtán árum sem hún hefur verið í Stjörnunni. Hún tók þátt í miklu gullaldarskeiði liðsins á fyrsta áratug aldarinnar og mikilli niðursveiflu sem náði hámarki í ágúst 2011 þegar draga átti liðið úr keppni í efstu deild kvenna. Það var þá hætt við þær aðgerðir en aðeins eftir að stjórn handknattleiksdeildar félagsins sagði af sér og aðalstjórn greip í taumana.Sjá einnig: Stjarnan verður með þrátt fyrir alltSjá einnig: Sigurður: Gerðu lítið úr starfi StjörnunnarVísir/Andri MarinóAllt bæjarfélagið reis upp Sólveig Lára segir að það hafi verið erfitt á þessum árum. „Við vorum varla með mannskap og þetta stóð ansi tæpt. En sem betur fer hætti liðið ekki,“ rifjar hún upp. „Þau sem voru að starfa við þetta þá gáfust upp. Þá reis allt bæjarfélagið upp og þau vildu ekki að svona sigursælt lið myndi detta út. Allur bærinn var samtaka í því að rífa starfið upp á ný.“ Hún segir að framtíðin sé björt í Stjörnunni, þó svo að meistaraflokkur kvenna í dag sé ekki endilega skipað eingöngu ungum leikmönnum. „Við eigum góða unglingaflokka og sterka þjálfara. Það hefur verið gott starf unnið og það er að skila sér í því að við erum að fá góða leikmenn upp í meistaraflokk.“Vísir/Andri MarinóGetum gert góða hluti í vor Stjarnan er sem stendur í sjötta sæti Olísdeildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði Gróttu. Það er þó þéttur pakki á toppi deildarinnar og sigur Stjörnunnar um helgina sýnir að úrslitakeppnin verður galopin. „Sigurinn í bikarnum mun gefa okkur mikið og ég hef trú á því að við getum gert ansi góða hluti í vor. Þetta verður erfitt en við erum alls ekki saddar. Það var ofsalega sárt að tapa [í úrslitunum] gegn Gróttu í fyrra fyrir okkur sem tóku þátt í þeim leikjum og það var því sérstaklega gott að vinna Gróttu í úrslitunum núna.“ Sólveig Lára veit ekki hvað hún hefur unnið marga titla á ferlinum en getur þó staðfest að þetta var hennar þriðji bikarmeistaratitill. Og hún segir að þessi hafi verið sérstaklega sætur. „Það er heilmikill pakki að vera í þessu á fullu þegar maður er líka með fjölskyldu. Það eru svo margir sem standa á bak við mann og það er gaman að geta glatt þá með því að vinna titil,“ segir hún en yngri dóttir hennar, þriggja ára, var eitthvað treg til að gefa mömmu sinni „sigurfimmu“ eins og sést á myndinni efst í fréttinni. „Hún var eitthvað pjöttuð og vildi ekki gefa skítugri hendi fimmu,“ segir Sólveig Lára og hlær. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Florentina: Var þarna þegar mest á reyndi Florentina Stanciu spilaði sinn síðasta bikarúrslitaleik á ferlinum þegar Stjarnan bar sigurorð af Gróttu, 20-16, í dag. 27. febrúar 2016 16:50 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Grótta 20-16 | Sjöundi bikartitill Stjörnunnar Stjarnan er bikarmeistari í sjöunda sinn eftir sigur á Gróttu í úrslitaleik í dag, 20-16. 27. febrúar 2016 17:00 Rakel Dögg: Var komin með ógeð á silfrinu Rakel Dögg Bragadóttir fagnaði bikarmeistaratitli í sínum fjórða leik eftir að hafa tekið skóna úr hillunni. 27. febrúar 2016 15:40 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Sjá meira
Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunnar, segir að það hafi ríkt mikil gleði með bikartitil helgarinnar en Stjarnan varð meistari eftir sigur á Gróttu í úrslitaleiknum á laugardag.Sjá einnig: Sjöundi bikartitill Stjörnunnar Stjarnan hefur á síðustu árum tapað þremur einvígum um Íslandsmeistaratitil auk bikarúrslitaleiks og segir hún að biðin hafi verið erfið eftir. „Það hafði liðið langur tími frá síðasta titli. Við höfum alltaf verið með í baráttunni en aldrei tekist að taka skrefið til fulls,“ sagði hún í samtali við Vísi í gær. Blaðamaður fékk að trufla hana á meðan fjölskyldan hélt afmæli fyrir sex ára dóttur hennar, daginn eftir bikarsigurinn. Sólveig Lára hefur upplifað ýmislegt á þeim fjórtán árum sem hún hefur verið í Stjörnunni. Hún tók þátt í miklu gullaldarskeiði liðsins á fyrsta áratug aldarinnar og mikilli niðursveiflu sem náði hámarki í ágúst 2011 þegar draga átti liðið úr keppni í efstu deild kvenna. Það var þá hætt við þær aðgerðir en aðeins eftir að stjórn handknattleiksdeildar félagsins sagði af sér og aðalstjórn greip í taumana.Sjá einnig: Stjarnan verður með þrátt fyrir alltSjá einnig: Sigurður: Gerðu lítið úr starfi StjörnunnarVísir/Andri MarinóAllt bæjarfélagið reis upp Sólveig Lára segir að það hafi verið erfitt á þessum árum. „Við vorum varla með mannskap og þetta stóð ansi tæpt. En sem betur fer hætti liðið ekki,“ rifjar hún upp. „Þau sem voru að starfa við þetta þá gáfust upp. Þá reis allt bæjarfélagið upp og þau vildu ekki að svona sigursælt lið myndi detta út. Allur bærinn var samtaka í því að rífa starfið upp á ný.“ Hún segir að framtíðin sé björt í Stjörnunni, þó svo að meistaraflokkur kvenna í dag sé ekki endilega skipað eingöngu ungum leikmönnum. „Við eigum góða unglingaflokka og sterka þjálfara. Það hefur verið gott starf unnið og það er að skila sér í því að við erum að fá góða leikmenn upp í meistaraflokk.“Vísir/Andri MarinóGetum gert góða hluti í vor Stjarnan er sem stendur í sjötta sæti Olísdeildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði Gróttu. Það er þó þéttur pakki á toppi deildarinnar og sigur Stjörnunnar um helgina sýnir að úrslitakeppnin verður galopin. „Sigurinn í bikarnum mun gefa okkur mikið og ég hef trú á því að við getum gert ansi góða hluti í vor. Þetta verður erfitt en við erum alls ekki saddar. Það var ofsalega sárt að tapa [í úrslitunum] gegn Gróttu í fyrra fyrir okkur sem tóku þátt í þeim leikjum og það var því sérstaklega gott að vinna Gróttu í úrslitunum núna.“ Sólveig Lára veit ekki hvað hún hefur unnið marga titla á ferlinum en getur þó staðfest að þetta var hennar þriðji bikarmeistaratitill. Og hún segir að þessi hafi verið sérstaklega sætur. „Það er heilmikill pakki að vera í þessu á fullu þegar maður er líka með fjölskyldu. Það eru svo margir sem standa á bak við mann og það er gaman að geta glatt þá með því að vinna titil,“ segir hún en yngri dóttir hennar, þriggja ára, var eitthvað treg til að gefa mömmu sinni „sigurfimmu“ eins og sést á myndinni efst í fréttinni. „Hún var eitthvað pjöttuð og vildi ekki gefa skítugri hendi fimmu,“ segir Sólveig Lára og hlær.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Florentina: Var þarna þegar mest á reyndi Florentina Stanciu spilaði sinn síðasta bikarúrslitaleik á ferlinum þegar Stjarnan bar sigurorð af Gróttu, 20-16, í dag. 27. febrúar 2016 16:50 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Grótta 20-16 | Sjöundi bikartitill Stjörnunnar Stjarnan er bikarmeistari í sjöunda sinn eftir sigur á Gróttu í úrslitaleik í dag, 20-16. 27. febrúar 2016 17:00 Rakel Dögg: Var komin með ógeð á silfrinu Rakel Dögg Bragadóttir fagnaði bikarmeistaratitli í sínum fjórða leik eftir að hafa tekið skóna úr hillunni. 27. febrúar 2016 15:40 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Sjá meira
Florentina: Var þarna þegar mest á reyndi Florentina Stanciu spilaði sinn síðasta bikarúrslitaleik á ferlinum þegar Stjarnan bar sigurorð af Gróttu, 20-16, í dag. 27. febrúar 2016 16:50
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Grótta 20-16 | Sjöundi bikartitill Stjörnunnar Stjarnan er bikarmeistari í sjöunda sinn eftir sigur á Gróttu í úrslitaleik í dag, 20-16. 27. febrúar 2016 17:00
Rakel Dögg: Var komin með ógeð á silfrinu Rakel Dögg Bragadóttir fagnaði bikarmeistaratitli í sínum fjórða leik eftir að hafa tekið skóna úr hillunni. 27. febrúar 2016 15:40