Bændur vilja meiri skilning Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 29. febrúar 2016 06:00 Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, með Sigurð Inga Jóhannsson landbúnaðarráðherra sér á hægri hönd og Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands á þá vinstri í Hörpu í gær. Visir/Vilhelm Mikilvægt er að halda því til haga að bændur hefðu lagt sitt af mörkum til að koma þjóðinni í gegn um það erfiða ástand sem efnahagshrunið leiddi af sér. Þetta sagði Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, sagði í setningarræðu sinni á Búnaðarþingi í gær. Miklar breytingar hefðu orðið á stuðningi ríkisins síðustu áratugi. „Beinn stuðningur er nú tæpir 13 milljarðar á ári. Metið verðgildi markaðsverndar eru rúmir 8 milljarðar til viðbótar. Værum við enn í 5% af landsframleiðslu eins og fyrir 25 árum væri samtalan tæpir 100 milljarðar. Það skal því enginn segja að ekkert hafi breyst því svo sannarlega hafa orðið mjög miklar breytingar.“ Fjölmenni var á setningarathöfninni, en alls voru um 400 manns viðstaddir. Nýgerður búvörusamningur er umdeildur og var ræddur í þaula á þinginu. Sindri sagði sjálfsagt að í samfélaginu væri rætt um stuðninginn og hvernig honum ætti að vera háttað. Sú umræða þyrfti þó að fara fram með sanngjörnum hætti. „Skoðanir voru og eru skiptar. Við bændur eigum að taka öllum þeim fagnandi sem vilja ræða þessi mál af sanngirni og hafa eitthvað efnislegt fram að færa. Landbúnaðurinn fær ekki þrifist nema í sátt við samfélagið og við skulum leggja okkar af mörkum til að hún geti orðið sem best.“ Sindri ræddi um gagnrýni bænda á samningana sem var mest á meðal mjólkurframleiðenda. Við henni hefði verið brugðist með skoðanakönnun. „Niðurstöður hennar urðu til þess að gerðar voru breytingar á lokametrunum til að ná betri sátt. Það virðist hafa tekist ágætlega en hins vegar er eðlilegt að samningar sem leggja upp með miklar breytingar séu umdeildir.“ Þeir sem stunda svínarækt hafa ekki átt kost á beinum styrkjum og á næstu dögum á að ræða um það hvort þeir segi skilið við heildarsamtök bænda. Sindri sagðist hafa skilning á óánægju þeirra og fleiri greina með að ná ekki áherslum sínum fram. „En þeim var öllum til haga haldið við samningaborðið. Við sitjum bara ekki ein við það borð,“ sagði Sindri og sagði það mikil vonbrigði að lítill skilningur ríkti á þeim kostnaði sem leggst á greinar landbúnaðarins vegna hertra aðbúnaðarreglugerða. Samkvæmt úttekt Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins er kostnaður við nauðsynlegar breytingar á bilinu 5-7 milljarðar króna í svínarækt, alifuglarækt, eggjaframleiðslu, loðdýrarækt og hrossarækt. „Að sjálfsögðu kvarta bændur ekki undan hertum reglum um velferð dýra. Við eigum að vera þar í fremstu röð. Hins vegar viljum við líka fá skilning á því að þessar breytingar eru mjög dýrar og til þess að hægt sé að hraða þeim eins og kostur er þá þarf ríkið að koma að borðinu með stuðning. Sama gildir um tollasamninginn frá september. Hann kom eins og þruma úr heiðskíru lofti inn í viðræðurnar. Bændur gagnrýndu hann harðlega enda hefur hann mikil áhrif á starfsskilyrði margra búgreina.“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi Sigurð Inga Jóhannsson landbúnaðarráðherra fyrir ógegnsæja ákvarðanatöku í aðdraganda undirritunar búvörusamninganna í þættinum Sprengisandi og sagði frá því að nefnd ráðherra sem skipuð var til að vinna að gerð samninganna hefði aldrei komið saman. Búvörusamningar Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Sjá meira
Mikilvægt er að halda því til haga að bændur hefðu lagt sitt af mörkum til að koma þjóðinni í gegn um það erfiða ástand sem efnahagshrunið leiddi af sér. Þetta sagði Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, sagði í setningarræðu sinni á Búnaðarþingi í gær. Miklar breytingar hefðu orðið á stuðningi ríkisins síðustu áratugi. „Beinn stuðningur er nú tæpir 13 milljarðar á ári. Metið verðgildi markaðsverndar eru rúmir 8 milljarðar til viðbótar. Værum við enn í 5% af landsframleiðslu eins og fyrir 25 árum væri samtalan tæpir 100 milljarðar. Það skal því enginn segja að ekkert hafi breyst því svo sannarlega hafa orðið mjög miklar breytingar.“ Fjölmenni var á setningarathöfninni, en alls voru um 400 manns viðstaddir. Nýgerður búvörusamningur er umdeildur og var ræddur í þaula á þinginu. Sindri sagði sjálfsagt að í samfélaginu væri rætt um stuðninginn og hvernig honum ætti að vera háttað. Sú umræða þyrfti þó að fara fram með sanngjörnum hætti. „Skoðanir voru og eru skiptar. Við bændur eigum að taka öllum þeim fagnandi sem vilja ræða þessi mál af sanngirni og hafa eitthvað efnislegt fram að færa. Landbúnaðurinn fær ekki þrifist nema í sátt við samfélagið og við skulum leggja okkar af mörkum til að hún geti orðið sem best.“ Sindri ræddi um gagnrýni bænda á samningana sem var mest á meðal mjólkurframleiðenda. Við henni hefði verið brugðist með skoðanakönnun. „Niðurstöður hennar urðu til þess að gerðar voru breytingar á lokametrunum til að ná betri sátt. Það virðist hafa tekist ágætlega en hins vegar er eðlilegt að samningar sem leggja upp með miklar breytingar séu umdeildir.“ Þeir sem stunda svínarækt hafa ekki átt kost á beinum styrkjum og á næstu dögum á að ræða um það hvort þeir segi skilið við heildarsamtök bænda. Sindri sagðist hafa skilning á óánægju þeirra og fleiri greina með að ná ekki áherslum sínum fram. „En þeim var öllum til haga haldið við samningaborðið. Við sitjum bara ekki ein við það borð,“ sagði Sindri og sagði það mikil vonbrigði að lítill skilningur ríkti á þeim kostnaði sem leggst á greinar landbúnaðarins vegna hertra aðbúnaðarreglugerða. Samkvæmt úttekt Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins er kostnaður við nauðsynlegar breytingar á bilinu 5-7 milljarðar króna í svínarækt, alifuglarækt, eggjaframleiðslu, loðdýrarækt og hrossarækt. „Að sjálfsögðu kvarta bændur ekki undan hertum reglum um velferð dýra. Við eigum að vera þar í fremstu röð. Hins vegar viljum við líka fá skilning á því að þessar breytingar eru mjög dýrar og til þess að hægt sé að hraða þeim eins og kostur er þá þarf ríkið að koma að borðinu með stuðning. Sama gildir um tollasamninginn frá september. Hann kom eins og þruma úr heiðskíru lofti inn í viðræðurnar. Bændur gagnrýndu hann harðlega enda hefur hann mikil áhrif á starfsskilyrði margra búgreina.“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi Sigurð Inga Jóhannsson landbúnaðarráðherra fyrir ógegnsæja ákvarðanatöku í aðdraganda undirritunar búvörusamninganna í þættinum Sprengisandi og sagði frá því að nefnd ráðherra sem skipuð var til að vinna að gerð samninganna hefði aldrei komið saman.
Búvörusamningar Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Sjá meira