Garcia og Scott deila forskotinu | Sjáðu fjórfalda skollann hjá Scott Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. febrúar 2016 12:00 Adam Scott lék manna best í gær. Vísir/Getty Sergio Garcia og Adam Scott deila forskotinu fyrir lokadag Honda Classic mótsins en Rickie Fowler sem leiddi eftir tvo hringi er fimm höggum á eftir forystumönnunum. Fowler sem lék óaðfinnanlegt golf á fyrstu tveimur hringjunum án þess að fá skolla náði sér aldrei á strik á þriðja hringnum. Fékk hann þrjá skolla á fyrri níu holum dagsins og einn á seinni níu og lauk leik á fjórum höggum yfir pari. Garcia og Scott nýttu sér það og náðu fjögurra högga forskoti á toppnum en sá spænski byrjaði gærdaginn af krafti. Fékk hann fjóra fugla á fyrri níu holunum en honum tókst að bjarga seinni níu holunum með fugli á 18. holu eftir að hafa fengið tvo skolla á seinni níu og lauk hann leik á þremur höggum undir pari í gær. Adam Scott átti einn besta hring gærdagsins þegar hann kom inn á fjórum höggum undir pari þrátt fyrir að hafa nælt í fjórfaldan skolla á 15. holu vallarins. Scott var á sjö höggum undir pari á deginum þegar hann steig inn á 15. teig, par 3 holu en þar gerði hann afdrifarík mistök. Scott setti teighöggið ofan í vatnið við flötina en hann virtist lítið hafa lært af þessu. Næsta skot fór aftur í vatnið og tók Scott því 5. höggið af teignum. Það rataði inn á flötina en Scott neyddist til að tvípútta fyrir fjórföldum skolla. Ótrúlegt hjá einum af bestu kylfingum heims en myndbandið af þessu má sjá hér fyrir neðan. Scott tókst þó aðeins að bæta upp fyrir þetta á 17. holu þegar hann krækti í fugl á par 3 holu til þess að ljúka leik á fjórum höggum undir pari og alls níu höggum undir pari eftir þrjá hringi. Lokadagur Honda Classic mótsins verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending klukkan 18.00. Golf Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Sergio Garcia og Adam Scott deila forskotinu fyrir lokadag Honda Classic mótsins en Rickie Fowler sem leiddi eftir tvo hringi er fimm höggum á eftir forystumönnunum. Fowler sem lék óaðfinnanlegt golf á fyrstu tveimur hringjunum án þess að fá skolla náði sér aldrei á strik á þriðja hringnum. Fékk hann þrjá skolla á fyrri níu holum dagsins og einn á seinni níu og lauk leik á fjórum höggum yfir pari. Garcia og Scott nýttu sér það og náðu fjögurra högga forskoti á toppnum en sá spænski byrjaði gærdaginn af krafti. Fékk hann fjóra fugla á fyrri níu holunum en honum tókst að bjarga seinni níu holunum með fugli á 18. holu eftir að hafa fengið tvo skolla á seinni níu og lauk hann leik á þremur höggum undir pari í gær. Adam Scott átti einn besta hring gærdagsins þegar hann kom inn á fjórum höggum undir pari þrátt fyrir að hafa nælt í fjórfaldan skolla á 15. holu vallarins. Scott var á sjö höggum undir pari á deginum þegar hann steig inn á 15. teig, par 3 holu en þar gerði hann afdrifarík mistök. Scott setti teighöggið ofan í vatnið við flötina en hann virtist lítið hafa lært af þessu. Næsta skot fór aftur í vatnið og tók Scott því 5. höggið af teignum. Það rataði inn á flötina en Scott neyddist til að tvípútta fyrir fjórföldum skolla. Ótrúlegt hjá einum af bestu kylfingum heims en myndbandið af þessu má sjá hér fyrir neðan. Scott tókst þó aðeins að bæta upp fyrir þetta á 17. holu þegar hann krækti í fugl á par 3 holu til þess að ljúka leik á fjórum höggum undir pari og alls níu höggum undir pari eftir þrjá hringi. Lokadagur Honda Classic mótsins verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending klukkan 18.00.
Golf Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira