Innlent

Mörg heimilisofbeldismál á borði lögreglunnar eftir nóttina

Stefán Ó. Jónsson skrifar
vísir/getty
Lögreglan þurfti að hafa afskipti af fjöldamörgum tilkynningum um heimilisofbeldi á höfuðborgarsvæðinu í nótt.

Það var skömmu eftir miðnætti í nótt þegar greint var frá heimilisofbeldi í húsi í Breiðholti. Málið var að sögn lögreglunnar afgreitt á vettvangi og yfirgáfu kona og börn heimilið en heimilisfaðirinn varð eftir heima.

Þá var tilkynnt um heimilisofbeldi í Hafnarfirði skömmu fyrir klukkan fjögur. Þar var stúlka handtekin sem hafði ógnað heimilisfólki með eggvopni. Hún var flutt á lögreglustöðina Hverfisgötu þar sem hún var vistuð í fangageymslu. Við frekari rannsókn kom í ljós að hún mun vera grunuð um rán sem tilkynnt var til lögreglu fyrr um nóttina. Málið er nú til rannsóknar.

Um sex mínútum síðar, á slaginu 04:00, fékk lögreglan tilkynningu um heimilisofbeldi og líkamsárás í heimahúsi í Grafarvogi. Þarna handtekinn karlmaður og vistaður í fangageymslu vegna frekari rannsóknar. Það mál er að sama skapi til rannsóknar.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti alls 55 útköllum vegna mála sem flest tengdust ölvun, mest var um hávaðamál í heimahúsum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×