Erlent

Sigur Hillary aldrei í hættu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
vísir/getty
Hillary Clinton var ótvíræður sigurvegari í forkosningunum í Suður-Karólínu í nótt. Þegar búið var að telja um 99 prósent atkvæða höfðu 73,5 prósent fallið í hennar skaut en 26 prósent farið til mótframbjóðanda hennar, Bernie Sanders.

Sigurinn er rakinn til hylli hennar meðal svartra kjósenda í fylkinu en 6 af hverjum 10 þeirra sem mættu á kjörstað í Suður-Karólínu voru blökkumenn.

Útgönguspár í gærkvöldi gerðu ráð fyrir að þeir hefðu í yfirgnæfandi mæli lagst á sveif með utanríkisráðherranum fyrrverandi og höfðu flestar stærstu fréttaveiturnar vestanhafs því spáð henni sigrinum um leið og kjörstöðum lokaði.

Sjá einnig: Allt stefnir í stórsigur Clinton

Sigur hennar var raunar aldrei í hættu og höfðu allar kannanir bent til að sigur hennar yrði stór í Suður-Karólínu.

Er sigurinn í ríkinu talinn sérstaklega sætur fyrir Clinton sem beið afhroð gegn Barack Obama, núverandi Bandaríkjaforseta, í forkosningum demókrata árið 2008.

Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum

Næst verður kosið í 11 fylkjum næstkomandi þriðjudag. Þeirra stærst er Texas en margir stjórnmálaskýrendur telja að Bernie Sanders muni leggja mesta áherslu á það í baráttunni sem er framundan.


Tengdar fréttir

Ungar konur styðja Sanders

Það eru fleiri hlutir en kyn sem valda því að ungar konur styðja frekar Bernie Sanders en Hillary Clinton í baráttu demókrata. Þær virðast trúa að Sanders muni knýja fram breytingar sem Clinton sé ófær um.

Vill að Clinton opinberi bankaræðurnar

Bernie Sanders skaut föstum skotum á mótframbjóðanda sinn Hillary Clinton í kvöld þegar hann talaði á kosningafundi í Grand Praire í Texas.

Sá ríkasti eyðir minnstu í baráttuna

Donald Trump vann stórsigur í forkosningum repúblikana í Suður-Karólínu. Jeb Bush dregur framboð sitt til baka eftir að hafa eytt milljörðum. Hillary Clinton bar sigur úr býtum í forkosningum demókrata í Nevada og hefur því unnið tvö

Allt stefnir í stórsigur Clinton

Ef fer sem horfir mun Hillary Clinton kjöldraga andstæðing sinn, Bernie Sanders, í forkosningum demókrata í Suður-Karólínu í kvöld þar sem hún hefur harma að hefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×