Englaraddir Vínardrengja óma í Hörpu Heimir Már Pétursson skrifar 27. febrúar 2016 20:00 Elsti og virtasti drengjakór í heimi, Vínardrengjakórinn, hélt tónleika í Hörpu í dag og heldur aðra tónleika á morgun. Mörg frægustu tónskáld heims, eins og Schubert, hafa ýmist verið kórdrengir sjálfir eða unnið með kórnum í gegnum aldirnar og nú hljómar þar rödd þrettán ára Íslendings. Það eru fáir ef nokkrir kórar sem geta státað af annarri eins sögu og Vínardrengjakórinn í Austurríki sem rekur sögu sína allt aftur til ársins 1296 eða skömmu eftir að íslenska þjóðveldið leið undir lok og Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd. Það eru hundrað drengir á aldrinum níu til fjórtán ára í Vínarkórnum hverju sinni sem skipt er upp í fjóra kóra sem koma fram á um 300 tónleikum víðs vegar um heiminn á ári hverju. Í dag er einn þeirra Magnús Hlynsson, þrettán ára, sonur hjónanna Hlyns Guðmundssonar og Elenor Guðmundsson frá Austurríki þar sem Magnús hefur búið allt sitt líf. „Ég byrjaði í kórnum þegar ég var tíu ára gamall vegna þess að ég var alltaf að syngja og fannst það alltaf gaman,“ segir Magnús hógvær og bætir við að hann sé stoltur af því að syngja með þessum einum frægasta kór í heimi. Magnús segist ekki vita hvort hann ætli að leggja sönginn fyrir sig þegar hann verði orðinn stór. „Ég vil eiginlega vera leikari,“ segir hann en þó komi til greina að leggja óperusönginn fyrir sig og leika í óperum. Magnús er hrifinn af klassískri tónlist eins og Mozart og Schubert en hlustar þó aðallega á popptónlist heima hjá sér. Hann segist þó ekki hlusta á Justin Bieber, honum finnist hann ekki góður. Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Elsti og virtasti drengjakór í heimi, Vínardrengjakórinn, hélt tónleika í Hörpu í dag og heldur aðra tónleika á morgun. Mörg frægustu tónskáld heims, eins og Schubert, hafa ýmist verið kórdrengir sjálfir eða unnið með kórnum í gegnum aldirnar og nú hljómar þar rödd þrettán ára Íslendings. Það eru fáir ef nokkrir kórar sem geta státað af annarri eins sögu og Vínardrengjakórinn í Austurríki sem rekur sögu sína allt aftur til ársins 1296 eða skömmu eftir að íslenska þjóðveldið leið undir lok og Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd. Það eru hundrað drengir á aldrinum níu til fjórtán ára í Vínarkórnum hverju sinni sem skipt er upp í fjóra kóra sem koma fram á um 300 tónleikum víðs vegar um heiminn á ári hverju. Í dag er einn þeirra Magnús Hlynsson, þrettán ára, sonur hjónanna Hlyns Guðmundssonar og Elenor Guðmundsson frá Austurríki þar sem Magnús hefur búið allt sitt líf. „Ég byrjaði í kórnum þegar ég var tíu ára gamall vegna þess að ég var alltaf að syngja og fannst það alltaf gaman,“ segir Magnús hógvær og bætir við að hann sé stoltur af því að syngja með þessum einum frægasta kór í heimi. Magnús segist ekki vita hvort hann ætli að leggja sönginn fyrir sig þegar hann verði orðinn stór. „Ég vil eiginlega vera leikari,“ segir hann en þó komi til greina að leggja óperusönginn fyrir sig og leika í óperum. Magnús er hrifinn af klassískri tónlist eins og Mozart og Schubert en hlustar þó aðallega á popptónlist heima hjá sér. Hann segist þó ekki hlusta á Justin Bieber, honum finnist hann ekki góður.
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira