Aron Sig: Vildi að pabbi hefði séð fyrsta landsleikinn 27. febrúar 2016 16:24 Aron í leik með Fjölni síðasta sumar. Vísir/valli Aron Sigurðarson sem gekk á dögunum til liðs við Tromsö er í áhugaverðu viðtali á heimasíðu norska ríkissjónvarpsins, NRK, í dag. Aron ræddi meðal annars fráfall föður síns, Sigurðs Hallvarðssonar, sem lést eftir baráttu við krabbamein 2014. „Það var mikið áfall fyrir mig. Hann var búinn að vera mjög veikur síðustu mánuðina, lá í rúminu allan daginn því hann gat ekkið staðið upp. Það var erfitt fyrir mig að sjá hann svona. Hann var sterk persóna og sterkur karakter,“ sagði Aron um föður sinn sem hann ræddi mikið við um fótbolta. „Hann kenndi mér mikið um fótbolta og ég vildi að hann væri enn með okkur í dag. Ég vildi að hann hefði séð fyrsta landsleik minn því ég veit að hann hefði verið stoltur. Hann var alltaf duglegur að benda á það sem ég gæti bætt mig í og fylgdist með öllum leikjunum mínum.“ Aron segir að pabbi hans hafi alltaf haft trú á því að hann myndi ná langt í knattspyrnunni. „Við áttum í góðu sambandi og hann hafði alltaf trú á því að ég gæti farið alla leið. Hann minnti mig á að ég hefði hæfileikana til þess að ná langt en að ég þyrfti að vinna fyrir því.“ Aron talaði um framtíðina en hann vonast til þess að spila í stærri deild einn daginn. „Ég er með stór markmið, ég vonast til þess að spila í stærri deild einn daginn en nú einbeiti ég mér aðeins að Tromsö.“ Aron var ekki lengi að stimpla sig inn í fyrsta leik sínum fyrir A-landsliðið. Skoraði hann eitt af mörkum liðsins í 2-3 tapi gegn Bandaríkjunum á dögunum og var besti leikmaður íslenska liðsins þann daginn. „Þetta var draumi líkast. Ég var á reynslu hjá Tromsö og ég fæ skyndilega símtal um að ég fari með landsliðinu til Bandaríkjanna. Svo næ ég að skora eftir stoðsendingu frá goðsögn eins og Eiði Smára sem ég leit upp til sem ungur strákur.“ Aron segist ekki vera búinn að útiloka sæti í hópnum sem fer á EM í Frakklandi en hann veit að það verður erfitt. „Það eru ekki miklir möguleikar en ef ég spila vel fyrir Tromsö eykur það líkurnar. Það er mikil samkeppni og ég mun gera mitt besta og sjá hvað það leiðir af sér.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Bandaríkin - Ísland 3-2 | Svekkjandi tap gegn Bandaríkjunum Íslenska landsliðið þurfti að sætta sig við svekkjandi 3-2 tap gegn Bandaríkjunum en sigurmarkið kom undir lok venjulegs leiktíma í seinni hálfleik. 31. janúar 2016 23:00 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira
Aron Sigurðarson sem gekk á dögunum til liðs við Tromsö er í áhugaverðu viðtali á heimasíðu norska ríkissjónvarpsins, NRK, í dag. Aron ræddi meðal annars fráfall föður síns, Sigurðs Hallvarðssonar, sem lést eftir baráttu við krabbamein 2014. „Það var mikið áfall fyrir mig. Hann var búinn að vera mjög veikur síðustu mánuðina, lá í rúminu allan daginn því hann gat ekkið staðið upp. Það var erfitt fyrir mig að sjá hann svona. Hann var sterk persóna og sterkur karakter,“ sagði Aron um föður sinn sem hann ræddi mikið við um fótbolta. „Hann kenndi mér mikið um fótbolta og ég vildi að hann væri enn með okkur í dag. Ég vildi að hann hefði séð fyrsta landsleik minn því ég veit að hann hefði verið stoltur. Hann var alltaf duglegur að benda á það sem ég gæti bætt mig í og fylgdist með öllum leikjunum mínum.“ Aron segir að pabbi hans hafi alltaf haft trú á því að hann myndi ná langt í knattspyrnunni. „Við áttum í góðu sambandi og hann hafði alltaf trú á því að ég gæti farið alla leið. Hann minnti mig á að ég hefði hæfileikana til þess að ná langt en að ég þyrfti að vinna fyrir því.“ Aron talaði um framtíðina en hann vonast til þess að spila í stærri deild einn daginn. „Ég er með stór markmið, ég vonast til þess að spila í stærri deild einn daginn en nú einbeiti ég mér aðeins að Tromsö.“ Aron var ekki lengi að stimpla sig inn í fyrsta leik sínum fyrir A-landsliðið. Skoraði hann eitt af mörkum liðsins í 2-3 tapi gegn Bandaríkjunum á dögunum og var besti leikmaður íslenska liðsins þann daginn. „Þetta var draumi líkast. Ég var á reynslu hjá Tromsö og ég fæ skyndilega símtal um að ég fari með landsliðinu til Bandaríkjanna. Svo næ ég að skora eftir stoðsendingu frá goðsögn eins og Eiði Smára sem ég leit upp til sem ungur strákur.“ Aron segist ekki vera búinn að útiloka sæti í hópnum sem fer á EM í Frakklandi en hann veit að það verður erfitt. „Það eru ekki miklir möguleikar en ef ég spila vel fyrir Tromsö eykur það líkurnar. Það er mikil samkeppni og ég mun gera mitt besta og sjá hvað það leiðir af sér.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Bandaríkin - Ísland 3-2 | Svekkjandi tap gegn Bandaríkjunum Íslenska landsliðið þurfti að sætta sig við svekkjandi 3-2 tap gegn Bandaríkjunum en sigurmarkið kom undir lok venjulegs leiktíma í seinni hálfleik. 31. janúar 2016 23:00 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira
Umfjöllun: Bandaríkin - Ísland 3-2 | Svekkjandi tap gegn Bandaríkjunum Íslenska landsliðið þurfti að sætta sig við svekkjandi 3-2 tap gegn Bandaríkjunum en sigurmarkið kom undir lok venjulegs leiktíma í seinni hálfleik. 31. janúar 2016 23:00