Fá milljarð í tekjur fyrir að hanna álver Norsk Hydro Kristján Már Unnarsson skrifar 26. febrúar 2016 20:00 Verkfræðileg hönnun nýs álvers Norsk Hydro, sem Norðmenn segja að verði það umhverfisvænasta í heimi, er í höndum þriggja íslenskra verkfræðistofa og skilar einum milljarði króna í gjaldeyristekjur til Íslands. Álver Norsk Hydro er á Karmöy skammt frá Haugasundi. Fyrr í vikunni sagði Stöð 2 frá þeirri ákvörðun fyrirtækisins að byggja við hlið þess nýtt tilraunaálver, sem þarf bæði minni raforku og mengar minna en önnur álver. Erna Solberg forsætisráðherra var viðstödd þegar þessi 65 milljarða króna fjárfesting var kynnt enda segja menn í Noregi að þetta verði kannski stærsta framlag Norðmanna til umhverfismála heimsins til þessa. En það er íslensk hlið á þessu máli. Í turni við Urðarhvarf í Kópavogi eru tugir íslenskra verk- og tæknifræðinga að hanna norska álverið. Þeir koma frá þremur verkfræðistofum; Mannviti, Verkís og HRV. Verkefninu fylgja slík viðskiptaleyndarmál að á sumum vinnusvæðum var okkur ekki leyfð myndataka.Um þrjátíu manns vinna við hönnun álversins þessa dagana á vegum þriggja íslenskra verkfræðistofa.Stöð 2/Björn Sigurðsson.„Við sjáum um verkfræðihönnun og við sjáum um alla stjórnun og innkaup og byggingarstjórnun á svæðinu, öll öryggismál. Þannig að þetta er mun umfangsmeira en bara verkfræðihönnun,” segir Skapti Valsson, forstjóri HRV. Svo viðamikið er verkefnið að hópurinn, sem kemur að því, fyllir heila vinnuálmu, alls um þrjátíu manns, en að jafnaði um tuttugu manns yfir tveggja til þriggja ára tímabil, að sögn Skapta. En hvað skapar verkefnið miklar tekjur á Íslandi? „Þetta gæti verið af stærðargráðunni milljarður,” svarar forstjóri HRV. Og menn eru stoltir af því að Norsk Hydro skyldi fela Íslendingum verkefnið. „Við erum stoltir af okkar framlagi, það er ekki spurning. Við erum hérna með gríðarlega reyndan og góðan hóp af fólki og margir búnir að vera í tuttugu ár eingöngu í álversverkefnum.” Og ekki bara hérlendis, margir starfsmannanna hönnuðu einnig álver í Svíþjóð. Það er hins vegar vinna fyrir álverin á Íslandi sem skapað hefur verkþekkinguna og reynsluna. „Þarna sannast þetta að ef það er heimamarkaður til þess að þróa einhverja vöru á, - þá er hægt að selja hana erlendis líka. Það á við um þetta,” segir Skapti Valsson.Grafísk mynd af álveri Norsk Hydro á Karmöy, eða Körmt, eins og eyjan heitir í íslenskum fornritum.Grafík/Norsk Hydro. Tengdar fréttir Reisa nýtt álver í Noregi sem sparar 15% raforku Norsk Hydro hefur tilkynnt um 65 milljarða króna fjárfestingu í nýrri tegund álvers, sem á að vera það umhverfisvænasta í heimi. 23. febrúar 2016 11:15 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Verkfræðileg hönnun nýs álvers Norsk Hydro, sem Norðmenn segja að verði það umhverfisvænasta í heimi, er í höndum þriggja íslenskra verkfræðistofa og skilar einum milljarði króna í gjaldeyristekjur til Íslands. Álver Norsk Hydro er á Karmöy skammt frá Haugasundi. Fyrr í vikunni sagði Stöð 2 frá þeirri ákvörðun fyrirtækisins að byggja við hlið þess nýtt tilraunaálver, sem þarf bæði minni raforku og mengar minna en önnur álver. Erna Solberg forsætisráðherra var viðstödd þegar þessi 65 milljarða króna fjárfesting var kynnt enda segja menn í Noregi að þetta verði kannski stærsta framlag Norðmanna til umhverfismála heimsins til þessa. En það er íslensk hlið á þessu máli. Í turni við Urðarhvarf í Kópavogi eru tugir íslenskra verk- og tæknifræðinga að hanna norska álverið. Þeir koma frá þremur verkfræðistofum; Mannviti, Verkís og HRV. Verkefninu fylgja slík viðskiptaleyndarmál að á sumum vinnusvæðum var okkur ekki leyfð myndataka.Um þrjátíu manns vinna við hönnun álversins þessa dagana á vegum þriggja íslenskra verkfræðistofa.Stöð 2/Björn Sigurðsson.„Við sjáum um verkfræðihönnun og við sjáum um alla stjórnun og innkaup og byggingarstjórnun á svæðinu, öll öryggismál. Þannig að þetta er mun umfangsmeira en bara verkfræðihönnun,” segir Skapti Valsson, forstjóri HRV. Svo viðamikið er verkefnið að hópurinn, sem kemur að því, fyllir heila vinnuálmu, alls um þrjátíu manns, en að jafnaði um tuttugu manns yfir tveggja til þriggja ára tímabil, að sögn Skapta. En hvað skapar verkefnið miklar tekjur á Íslandi? „Þetta gæti verið af stærðargráðunni milljarður,” svarar forstjóri HRV. Og menn eru stoltir af því að Norsk Hydro skyldi fela Íslendingum verkefnið. „Við erum stoltir af okkar framlagi, það er ekki spurning. Við erum hérna með gríðarlega reyndan og góðan hóp af fólki og margir búnir að vera í tuttugu ár eingöngu í álversverkefnum.” Og ekki bara hérlendis, margir starfsmannanna hönnuðu einnig álver í Svíþjóð. Það er hins vegar vinna fyrir álverin á Íslandi sem skapað hefur verkþekkinguna og reynsluna. „Þarna sannast þetta að ef það er heimamarkaður til þess að þróa einhverja vöru á, - þá er hægt að selja hana erlendis líka. Það á við um þetta,” segir Skapti Valsson.Grafísk mynd af álveri Norsk Hydro á Karmöy, eða Körmt, eins og eyjan heitir í íslenskum fornritum.Grafík/Norsk Hydro.
Tengdar fréttir Reisa nýtt álver í Noregi sem sparar 15% raforku Norsk Hydro hefur tilkynnt um 65 milljarða króna fjárfestingu í nýrri tegund álvers, sem á að vera það umhverfisvænasta í heimi. 23. febrúar 2016 11:15 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Reisa nýtt álver í Noregi sem sparar 15% raforku Norsk Hydro hefur tilkynnt um 65 milljarða króna fjárfestingu í nýrri tegund álvers, sem á að vera það umhverfisvænasta í heimi. 23. febrúar 2016 11:15