Mannréttindaskrifstofa skoðar kynjahlutföll í útvarpi Jakob Bjarnar skrifar 26. febrúar 2016 14:35 Adda og Anna hjá Mannréttindaskrifstofu rukka Frosta um svör: Hvernig stendur á því að það eru bara karlar í radíóinu? Vísir hefur undir höndum erindi sem Adda Ingólfsdóttir starfsmaður Mannréttindaskrifstofu sendi Frosta Logasyni dagskrárstjóra á X-inu á Facebook, þar sem hún grennslast fyrir um hversu margir starfsmenn útvarpsstöðvarinnar eru karlmenn og hvers margir starfsmenn eru konur? Þetta mun tengjast gerð bæklings sem Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar vinnur nú að, Kynlegar tölur og er fyrirhuguð útgáfa 8. mars. Í samskiptum Öddu og Frosta spyr Adda hvort engin kona stjórni þætti á X977? Frosti segir að svo sé ekki, sem stendur og Adda segir: „flott, takk fyrir það. Eða, ekki flott.“Konur endast illa í útvarpinuFrosti segir þetta „auðvitað alveg glatað“ en bendir Öddu á að senda fyrirspurn á Glamour, „það er enginn kall að vinna þar.“ Adda segist bara vera að skoða útvarpið núna. Eftir nokkurt spjall þeirra á milli, um þætti á X-inu sem konur hafa stjórnað veltir Adda því fyrir sér hvernig á því standi að konur endist ekki í útvarpinu? „Kannski væri sniðugt að ráða kvenþáttastjórnendur í þætti sem eru ekki sérstaklega kven-miðaðir heldur bara almennir?“ Frosti segir að allir þessir þættir hafi verið tilraun þeirra til að rétta af kynjahallann. En lögðust allir af vegna skorts á kostendum. Adda telur þetta áhugavert en spyr Frosta af hverju hann haldi að það hafi verið skortur á kostendum? Frosti segir henni að Kynlegir kvistir hafi reyndar bara verið keyptur yfir á RÚV erfitt fyrir einkaframtakið að keppa við fjármagn skattgreiðenda.Starfsmaður borgarinnar hlerar FrostaÞegar þarna var komið sögu tjáði Adda Frosta að hún vildi ekki villa á sér heimildir lengur heldur kynnti sig sem starfsmann Mannréttindaskrifstofu sem væri að vinna að gerð bæklings sem áður segir. Vísir sendi Önnu Kristinsdóttur, mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar/ Director of Human Rights Office, fyrirspurn vegna málsins, sem sjá má hér neðar ásamt svörum. Þar kemur meðal annars fram að bæklingurinn kostar 300 til 350 þúsund, um er að ræða könnun á völdum útvarpsstöðvum auk hlaðvarps og að það sé skilgreint hlutverk Mannréttindastofu að huga að stöðu kynjanna í Reykjavík.Q&A fyrir Mannréttindastofu Vísir: Eru allar útvarpsstöðvar landsins undir í þessari talningu? Anna: „Nei. Teknar voru helstu útvarpsstöðvar og hlaðvörp í Reykjavík.“ Vísir: Hvaða fleiri svið þjóðlífsins er verið að skoða?Anna segir það skilgreint hlutverk Mannréttindaskrifstofu að velta fyrir sér hvernig kynjahlutföllum er háttað í borginni.Anna: „Ýmis svið þjóðlífsins hafa verið skoðuð gegnum tíðina, t.d. hafa verið settar fram upplýsingar um stjórnmála- og kosningaþátttöku, velferð og heilsu, verkalýðsfélög, netnotkun, menntun, menningu, vinnumarkað og fæðingarorlof greint eftir kynjum.“ Vísir: Hversu marga bæklinga af þessu tagi hefur borgin staðið að, hversu marga bæklinga? Anna: „Þetta er í 6. skiptið sem bæklingurinn Kynlegar tölur kemur út.“ Vísir: Hvað kostar þetta tiltekna verkefni? Hvernig lítur fjárhagsáætlun út? Anna: „Áætlaður kostnaður við útgáfu kynlegra talna er 300.000 - 350.000“. Vísir: Hvernig er það rökstutt eða skýrt að það teljist heyra undir verksvið Mannréttindastofu borgarinnar að telja hausa í fjölmiðlum og kyngreina? Anna: „Greining og framsetning tölfræðilegra gagna um stöðu kynjanna í Reykjavík er hluti af skyldum mannréttindaskrifstofu, með vísan í þau lög, samninga og stefnur sem skrifstofan vinnur út frá. Auk þess samþykkti Mannréttindaráð árið 2010 að gefa út bækling með tölfræðiupplýsingum sem varpaði ljósi á stöðu kynjanna þann 8. mars á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.“ Vísir: Hversu margar konur starfa á Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar og hversu margir karlar? Anna: „Á mannréttindaskrifstofu starfa 10 starfsmenn í samtals 7,6 stöðugildum auk eins starfsnema. Níu konur og tveir karlar.“ Vísir sendi Önnu ítarspurningar, þar sem spurt er hvort vinna starfsmanna Mannréttindaskrifstofu sé ekki örugglega utan fjárhagsáætlunar og þá hversu margar vinnustundir eru ætlaðar í bæklingsgerðina? Auk þess hvað réði valinu á þeim útvarpsstöðvum sem kannaðar eru? Fréttin verður uppfærð um leið og svör berast frá Önnu. Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Vísir hefur undir höndum erindi sem Adda Ingólfsdóttir starfsmaður Mannréttindaskrifstofu sendi Frosta Logasyni dagskrárstjóra á X-inu á Facebook, þar sem hún grennslast fyrir um hversu margir starfsmenn útvarpsstöðvarinnar eru karlmenn og hvers margir starfsmenn eru konur? Þetta mun tengjast gerð bæklings sem Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar vinnur nú að, Kynlegar tölur og er fyrirhuguð útgáfa 8. mars. Í samskiptum Öddu og Frosta spyr Adda hvort engin kona stjórni þætti á X977? Frosti segir að svo sé ekki, sem stendur og Adda segir: „flott, takk fyrir það. Eða, ekki flott.“Konur endast illa í útvarpinuFrosti segir þetta „auðvitað alveg glatað“ en bendir Öddu á að senda fyrirspurn á Glamour, „það er enginn kall að vinna þar.“ Adda segist bara vera að skoða útvarpið núna. Eftir nokkurt spjall þeirra á milli, um þætti á X-inu sem konur hafa stjórnað veltir Adda því fyrir sér hvernig á því standi að konur endist ekki í útvarpinu? „Kannski væri sniðugt að ráða kvenþáttastjórnendur í þætti sem eru ekki sérstaklega kven-miðaðir heldur bara almennir?“ Frosti segir að allir þessir þættir hafi verið tilraun þeirra til að rétta af kynjahallann. En lögðust allir af vegna skorts á kostendum. Adda telur þetta áhugavert en spyr Frosta af hverju hann haldi að það hafi verið skortur á kostendum? Frosti segir henni að Kynlegir kvistir hafi reyndar bara verið keyptur yfir á RÚV erfitt fyrir einkaframtakið að keppa við fjármagn skattgreiðenda.Starfsmaður borgarinnar hlerar FrostaÞegar þarna var komið sögu tjáði Adda Frosta að hún vildi ekki villa á sér heimildir lengur heldur kynnti sig sem starfsmann Mannréttindaskrifstofu sem væri að vinna að gerð bæklings sem áður segir. Vísir sendi Önnu Kristinsdóttur, mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar/ Director of Human Rights Office, fyrirspurn vegna málsins, sem sjá má hér neðar ásamt svörum. Þar kemur meðal annars fram að bæklingurinn kostar 300 til 350 þúsund, um er að ræða könnun á völdum útvarpsstöðvum auk hlaðvarps og að það sé skilgreint hlutverk Mannréttindastofu að huga að stöðu kynjanna í Reykjavík.Q&A fyrir Mannréttindastofu Vísir: Eru allar útvarpsstöðvar landsins undir í þessari talningu? Anna: „Nei. Teknar voru helstu útvarpsstöðvar og hlaðvörp í Reykjavík.“ Vísir: Hvaða fleiri svið þjóðlífsins er verið að skoða?Anna segir það skilgreint hlutverk Mannréttindaskrifstofu að velta fyrir sér hvernig kynjahlutföllum er háttað í borginni.Anna: „Ýmis svið þjóðlífsins hafa verið skoðuð gegnum tíðina, t.d. hafa verið settar fram upplýsingar um stjórnmála- og kosningaþátttöku, velferð og heilsu, verkalýðsfélög, netnotkun, menntun, menningu, vinnumarkað og fæðingarorlof greint eftir kynjum.“ Vísir: Hversu marga bæklinga af þessu tagi hefur borgin staðið að, hversu marga bæklinga? Anna: „Þetta er í 6. skiptið sem bæklingurinn Kynlegar tölur kemur út.“ Vísir: Hvað kostar þetta tiltekna verkefni? Hvernig lítur fjárhagsáætlun út? Anna: „Áætlaður kostnaður við útgáfu kynlegra talna er 300.000 - 350.000“. Vísir: Hvernig er það rökstutt eða skýrt að það teljist heyra undir verksvið Mannréttindastofu borgarinnar að telja hausa í fjölmiðlum og kyngreina? Anna: „Greining og framsetning tölfræðilegra gagna um stöðu kynjanna í Reykjavík er hluti af skyldum mannréttindaskrifstofu, með vísan í þau lög, samninga og stefnur sem skrifstofan vinnur út frá. Auk þess samþykkti Mannréttindaráð árið 2010 að gefa út bækling með tölfræðiupplýsingum sem varpaði ljósi á stöðu kynjanna þann 8. mars á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.“ Vísir: Hversu margar konur starfa á Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar og hversu margir karlar? Anna: „Á mannréttindaskrifstofu starfa 10 starfsmenn í samtals 7,6 stöðugildum auk eins starfsnema. Níu konur og tveir karlar.“ Vísir sendi Önnu ítarspurningar, þar sem spurt er hvort vinna starfsmanna Mannréttindaskrifstofu sé ekki örugglega utan fjárhagsáætlunar og þá hversu margar vinnustundir eru ætlaðar í bæklingsgerðina? Auk þess hvað réði valinu á þeim útvarpsstöðvum sem kannaðar eru? Fréttin verður uppfærð um leið og svör berast frá Önnu.
Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira