Menning skapar milljarða Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 26. febrúar 2016 07:00 Þessi listamannaumræða er alveg óþolandi. Ég held að við séum öll nokkurn veginn sátt við samfélagið, en það er bara einhver vitleysa sem verður alltaf,“ segir Grímur. „Eitt af mínum forgangsmálum var að setja krónur og aura á hátíðina. Það er ógeðslega leiðinlegt að tala um útflutningstekjur og eitthvert lingó sem er notað þegar þorskur er sóttur. En núna ræði ég um gjaldeyristekjur tónlistar. Menningin skilar okkur þessari upphæð. Við erum held ég að vinna þá umræðu. Tónlistarfólk, bíómyndir, bækur – fólk er farið að heyra, þetta er gott. Við erum að græða pening á þessari menningu.“ Vaxið mikið Fyrsta Iceland Airwaves hátíðin var haldin 1999 í flugskýli í Reykjavík. Hátíðin hefur vaxið mikið síðan. Grímur hóf störf sem framkvæmdastjóri 2010. „Við erum ekki gróðafyrirtæki, heldur non-profit.“ Iceland Airwaves er einkahlutafélag í eigu ÚTÓN sem er í eigu tónlistarmanna. Grímur segir markmiðin vera að koma íslenskum tónlistarmönnum á framfæri, flytja út íslenska tónlist og fjölga ferðamönnum á tíma sem annars sé dauður. Grímur segir suma halda að það sé mánaðarvinna fólgin í því að setja upp slíka hátíð. Það sé fjarri lagi. „Ef þú ætlar að gera vel, gera einhverja hátíð sem öllum stendur ekki á sama um þarftu að setja mikið í hana. Það dettur engum í hug að segja við þá sem stýra Listahátíð: „Já, hvað gerirðu svo hina 11 mánuðina?“ Umfangið á Airwaves er gríðarlegt. Ég er ekkert að gera lítið úr Listahátíð, en það þykir öllum eðlilegt að þar sé stór skrifstofa með marga starfsmenn í vinnu allt árið um kring. Þangað komi 80-90 milljónir á ári af opinberu fé. En í þessum poppgeira ertu alltaf spurður, hvað gerirðu annað?“ Grímur ferðast mikið í tengslum við hátíðina, bókar hljómsveitir og er eftirsóttur fyrirlesari á ráðstefnum tengdum tónlist. „Fyrir nokkrum árum fór ég að fara á svona málþing og tala og einhverjum fannst ég góður í því. Þannig að ég var beðinn um að koma á næsta og næsta og núna fer ég töluvert. Það er gott því þetta er allt borgað undir mig. Þá get ég farið og horft á hljómsveitir sem ég síðan bóka á Airwaves eða er að hjálpa íslenskum hljómsveitum á þessum hátíðum,“ segir Grímur. „Ég hitti mikið af forsvarsmönnum annarra hátíða, umboðsmenn og hljómsveitirnar sjálfar. Það eru margar borgir sem líta til okkar – að Airwaves geti verið fyrirmynd að sambærilegum hátíðum annars staðar.“Ekki miklir opinberir styrkirStuðningur frá hinu opinbera hefur ekki verið mikill. „Við fáum níu milljónir frá borginni. Ríkið var með samning við okkur í þrjú ár, þar sem við fengum fimm milljónir á ári en sá samningur rann út og var ekki endurnýjaður. Hann var gerður í tíð síðustu ríkisstjórnar. Við fórum í viðræður við ráðuneytin, en fengum ekki eftir að ríkisstjórnarskiptin urðu. Úton fékk tvær og hálfa milljón króna í styrk á þessu ári til að nota í tengslum við það sem er gert á erlendri grundu.“ Hann segir að hlutirnir séu fljótir að breytast. „Það er alveg magnað að ferðamönnum hefur fjölgað um meira en 100% síðan 2011, með þeim kostum og göllum sem því fylgja. Þegar Airwaves byrjaði, í október ’99, var það mikill jaðartími ferðamanna. Þeir komu bara á sumrin. Þarna var ákveðið að það gæti verið sniðugt að selja í eina eða tvær flugvélar, tengja tónlistina ferðamennsku. Þá höfðu Björk og Sigurrós verið að gera góða hluti í útlöndum. Þetta er auðvitað gríðarleg breyting frá því sem þá var. Þannig keyptu 5.500 erlendir ferðamenn miða á síðustu hátíð. Þetta er mikilvægt inn í nóvemberferðamennskuna.“ Iceland Airwaves er vörumerki sem hefur stækkað mikið og er verðmætt. Grímur segir þó mikilvægt að verða ekki værukær, það þurfi að sinna merkinu. „Þetta er verðmætt vörumerki fyrir Íslendinga og íslenska tónlistarmenn. Hættan er sú að þegar fer að ganga vel, þá hugsi menn: Við þurfum ekkert að vera að pæla í þessu. Það eru hvort eð er hérna milljón túristar og við þurfum ekkert að pæla í hvað við eigum að gera til að halda þeim hér, bara græða sem mest.“ Nú eru komnar fleiri hátíðir á Íslandi, breytir það einhverju fyrir ykkur? „Það hefur áhrif, aðallega á innanlandsmarkaðinn. Núna eru margir tónleikar sem þú getur valið um sem neytandi. Það er ekkert óheilbrigt við samkeppni. Við finnum samt að við þurfum að hafa fyrir því að selja Íslendingum miða.“ Svokölluð utandagskrá hátíðarinnar (off-venue) hefur stækkað mikið. Um 60 þúsund manns sækja tónleika á stöðum víða um bæinn þessa einu helgi. „Við erum í samkeppni við sjálfa okkur með þessari utandagskrá. Íslendingar sækja mest í það. En það eru um 3.500 Íslendingar sem kaupa sér miða á hátíðina sjálfa. Utandagskráin er partur af sjarmanum við hátíðina. Ég held að þetta skapi meiri sátt um hana. Við höfum tekið þann pól í hæðina að í stað þess að fara að skera niður utandagskrá, að vera opin eins langt og við getum með það. Við erum auðvitað að kaupa margar þessar hljómsveitir frá útlöndum sem eru að spila fyrir troðfullum börum úti í bæ þar sem við tökum ekkert fyrir. En það kemur svona jákvætt vibe og ég held við eigum að halda í það.“Rekinn úr MH Grímur fór ungur að sinna umboðsmennsku, sem hann gerir enn, m.a. fyrir Retro Stefson, og flytja inn hljómsveitir. Fyrsta túrinn fór hann til Bandaríkjanna með hljómsveitinni Bless þegar hann var enn í MH. Þar var doktor Gunni í fararbroddi. „Í þessari fyrstu löngu ferð var ég sálfræðingur, ökumaður, hljóðmaður og allt sem þurfti. Þetta hentaði mér vel. Ég er án efa ofvirkur og get verið með mikið í gangi. Við héldum að við yrðum heimsfræg því við vorum að fara til Bandaríkjanna í svona langa ferð. Skemmst er frá að segja að hljómsveitin varð ekki heimsfræg og þarna gerði ég öll þau mistök sem hægt er að gera. Þannig læra menn. Maður fattaði hvernig bransinn virkar,“ segir hann. „Þarna var ég búinn að halda stóra og eftirminnilega tónleika í MH. Mér var vísað úr skóla eftir það. Það varð stórt kannabismál í tengslum við tónleikana.“ Grímur hafði þá boðið sig fram ásamt félögum sínum í Listafélag MH. Eitt af kosningaloforðunum var að flytja inn erlenda hljómsveit. Sveitin Happy Mondays varð fyrir valinu. „Þetta var hræðilegt, hræðilegt fólk. Rosalega mikið af eiturlyfjum. Á þessum tíma var ekki til gras á íslandi. Það var til hass en annað var rosa lokað og skrítið. Þessir menn vildu meira hass, þeir komu með mikið með sér, en vildu alltaf meira. Það voru sögusagnir sem fóru á kreik. Þetta endaði illa. Hljómsveitin spilaði en það varð blaðamál, ég var kærður og vísað úr skóla. Sálfræðingurinn í skólanum sagði við mig að samfélagið tæki á móti mönnum eins og mér. Svona verður maður tónleikahaldari,“ segir Grímur og skellir upp úr.Fréttablaðið/ErnirMikilvægur stökkpallurFyrir nokkrum árum kom upp óánægja í kringum hátíðina, íslensku listamennirnir væru ekki að fá greitt fyrir að koma fram. Hvar er það mál núna? „Þetta er umræða sem fer dálítið í hring. Þetta er showcase-hátíð. Það er verið að sýna hljómsveitir fyrir bransafólki, bransanum og blaðamönnum. Þetta er gluggi. Ef við héldum tónleika með sumum þessum hljómsveitum, og þá er ég ekkert að segja að þetta séu lélegar hljómsveitir, er ekkert endilega víst að markaðurinn vilji kaupa sig inn á þetta.“ Grímur segir hátíðina vera stökkpall. „Hljómsveitir sem vilja koma sér á framfæri kaupa sig inn á hátíðir, eins og SXSW í Texas. Það kostar kannski tvær milljónir með öllu á hvert band að koma þar fram. Það er fullt af hljómsveitum sem gera þetta. Ég hef samúð með þeim skipuleggjendum hátíða sem borga ekki, því sá sem heldur tónleikana er að gera mikið, setja pening í að búa þetta til. Svo segja tónlistarmenn, allir aðrir eru að græða svo mikinn pening á Airwaves, bílaleigur og hótel og flugfélög, en þetta er val. Þetta er góður og mikilvægur gluggi sem hefur breytt bransanum á Íslandi. Gerir það að verkum að tækifæri tónlistarmanna eru milljón sinnum fleiri en þau voru, samböndin meiri.“ Grímur segir að þó hafi verið farin sú leið að borga tónlistarfólki lágmarksgreiðslu fyrir að koma fram. 25 þúsund á listamann sem kemur einn fram og 50 þúsund á hljómsveit. „Svo þú sért ekki að tapa á því að spila, þú þarft kannski að setja í stöðumæli og taka einn sendibíl. En svo er þetta líka markaðsmál. Það eru hljómsveitir sem fylla sali og laða fólk að þar sem þú ert kannski með alveg nýjan tónlistarmann sem nýtur góðs af því að vera inni í sama sal og sá sem trekkir að. Þá borgum við þeim meira. Þessi umræða var ósanngjörn og erfitt að svara henni en við borgum. Þetta eru margar milljónir sem við erum að greiða fólki fyrir að koma fram.“Stjórnlaus í drykkjuGrímur fagnar því á morgun að hafa verið án áfengis og annarra vímuefna í 21 ár. Hann fór ungur í meðferð. Gerði reyndar nokkrar tilraunir áður en hann varð edrú 27. febrúar 1995. „Mér þykir vænt um þennan tíma. Ég eignaðist son minn, Emil, þarna um þetta leyti. Hann fæddist sama ár og ég varð edrú. Brennivín hefur eiginlega mengað allt mitt líf, fyrir mína fæðingu og þangað til í dag. Ég var búinn að vera að reyna að hætta drekka í mörg ár, fyrst 17 ára. Þetta var vandamál um leið og ég byrjaði. Áfengið virkaði þannig að mér leið vel þegar ég drakk. Þá fannst mér heimurinn góður. Ég kveið öllu og var hræddur annars. Ég var alinn upp í endalausum alkóhólisma. Það var eitthvert gat. Svo byrjaði ég að drekka og þá leið mér vel. Svo fetaði ég mig fljótt áfram í annað. Einhverjar pillur, smá hass og amfetamín. Svo missi ég þetta fljótlega út í það að þegar ég var að drekka vissi ég aldrei hvað ég var lengi að því. Fyllerí með strákunum var bara farið að vera einhverjar vikur. Ég var alveg vonlaus.“ Grímur segir drykkjuna hafa einkennst af stjórnleysi og hryllingi. Hann ólst upp við alkóhólisma en foreldrar hans skildu þegar hann var fimm ára. Hann ólst að mestu upp hjá ömmu sinni sem var sjómaður. „Æska mín var ekki einhver eyðimerkurganga af ömurð. Ég ólst upp hjá ömmu og langömmu og stórfjölskyldunni. Það var gott og skemmtilegt fólk þó það drykki mikið brennivín. Á þessum tíma ólu krakkar sig sjálfir upp. Ég gerði það og það var hópur af krökkum eins og ég að gera það sama. Við fórum að gera hluti saman og ég var mjög til í að gera allt. Þetta eyðilagði mikið fyrir mér. Ég var lengi að þroskast.“Ákveðið úrræðaleysiÚrræði í vímuefnamálum hafa lengi verið honum hugleikin. Grímur skrifaði pistil um stöðu föður síns þar sem hann lýsti úrræðaleysi í málefnum langt leiddra drykkjumanna og vakti mikla athygli. „Við erum alveg sérstök með þetta. Við förum alltaf einhverjar leiðir sem aðrir eru búnir að prófa og gengu ekki upp.“ Nefnir hann sem dæmi Gunnarsholt sem var upprunalega vinnuhæli þar sem eldri drykkjumenn gátu búið. „Það er fullt af fólki sem á ekki að þurfa að hætta að drekka. Ekki nema við viljum taka upp á því að aflífa fólk. Það væri hreinlegra stundum, hugsa ég. Í stað þess að láta fólk engjast, kveljast og niðurlægja sjálft sig svo árum skiptir. Kostnaður samfélagsins er ekkert minni. Gunnarsholt var svona úrræði sem mátti laga og bæta. En ég held það sé full ástæða til þess að taka upp slík úrræði aftur.“ Hann líkir þessu við skóla án aðgreiningar sem hefur verið við lýði í skólakerfinu. Grímur þekkir þá stefnu vel þar sem hann er menntaður þroskaþjálfi. „Það mátti ekki vera neinn sérskóli, það áttu allir að vera saman í bekk. Skóli án aðgreiningar. Þetta er falleg hugsun þar sem þú setur eitt barn með þroskahömlun í bekk með öðrum krökkum. Fyrstu bekkina er þetta ekkert vandamál en síðan gerist það að það er enginn að leika sér við þetta barn. Hinir læra að umgangast barn með fötlun en hvað græðir fatlaða barnið á því? Þegar Öskjuhlíðarskóli var upp á sitt besta var fullt af krökkum þar sem leið vel. Þau upplifðu sig sterk. Það er bara mín skoðun, en mér finnst þetta sambærilegt.“ Hann segir þó ósanngjarnt gagnvart föður sínum að draga hann inn í þessa umræðu. „Þetta hafði ekki góð áhrif á okkar samskipti. Ég skil það vel. Hann er manneskja, snillingur. Ótrúlega öflugur maður sem hefur gert mörg listaverk, þýðandi og blaðamaður. Svo fer ég að röfla um þetta úrræðaleysi og það er mjög niðurlægjandi fyrir hann. Þegar ég gerði þetta hafði alls konar fólk samband við mig sem var í sömu stöðu. Það talar enginn um þetta. Allir ætluðu að gera eitthvað en það fóru einhvern veginn allir inn í skelina aftur.“ Grímur starfaði í nokkur ár við menntun sína sem þroskaþjálfi. Hann var yfir sambýli um tíma en gafst upp þar sem lítil virðing var borin fyrir þessum störfum og erfitt að halda í starfsfólk. „Ég fékk fólk í vinnu og það var bara farið að vinna í Bónus eða sjoppu eftir viku því þetta var svo illa borgað. Það er dapurt hvernig við horfum á þessar stéttir. Ef þroskaþjálfar fara í verkfall gerist ekki neitt, það er öllum sama nema foreldrum barnanna og fólkinu sem þarf á hjálp þroskaþjálfa að halda. Þetta er ofboðslega vanmetinn hópur, sú stétt sem vinnur við umönnun fatlaðra.“Ekki aftur í stjórnmálinGrímur hefur einnig verið viðloðandi stjórnmálin. Hann var bæjarstjóri í Bolungarvík í tvö ár og sveitarstjóri í Dölunum í tvö ár. Hann hefur einnig gefið kost á sér í prófkjörum innan vinstri grænna. „Ég starfaði með VG. Það var skemmtilegur tími þangað til maður fann hvernig var með framboð – og eftirspurn innan flokksins eftir eftirspurn,“ segir Grímur hlæjandi. „Ég var fyrsti maðurinn sem hljóp úr skotgröfunum. Það var hægt að nota mig í svoleiðis hluti. Ég bauð mig nokkrum sinnum fram. Mér fannst ótækt 2009 að fólk ætlaði að láta Jón Bjarnason sem hefur ekkert með vinstrimennsku eða grænmennsku að gera, verða þingmann flokksins aftur. Ég bjó þá í Norðvesturkjördæmi og leit á það sem samfélagslega skyldu mína að bjóða mig fram gegn honum. Þá fann ég líka hvað þetta var lítið fallegt allt saman. Óþverrinn og viðbjóðurinn sem maður fékk yfir sig var óbærilegur.“ Innan raða flokksins? „Já. Ég var Evrópumaður. Ég var andstæðingur Evrópusambandsins – þangað til ég fór að skoða það betur. Ég vildi hætta að vera með umræðufundi á vegum VG þar sem komu tveir sem voru sammála um eitthvað. Ég hélt fund um ESB og hafði þá byrjað að kynna mér það. Ég hélt fund í VG þar sem Helgi Hjörvar kom að tala um ESB. Þá var ég kominn á þá skoðun að ég væri ekkert á móti þessu. Ég er miklu meira á móti heimóttarvitleysu og þjóðrembu. Fólk sem var á móti hernum og fór að nota Huldukvæði Jóhannesar úr Kötlum. „Honum verður erfiður dauðinn.“ „Fólk sem svíkur sína huldumey.“ Það var notað um fólk eins og mig. Það var eins og maður væri að drepa Ísland. Þetta var sturlað dæmi. Ég er græningi og vinstrimaður en ég get ekki verið í VG því það er bara eitthvað allt annað. Svo gat ég heldur ekki verið í Samfylkingunni því þar er bara Kristján Möller og einhverjir iðnaðarkratar sem ég er ekki sammála,“ segir hann. „Það er ekki beint systrakærleikurinn hvernig fólk hagar sér þarna. VG hefur tvo fulltrúa í borgarstjórn, varamann og aðalmann, og þetta fólk getur ekki talað saman. Þarf að kalla á vinnusálfræðing. Fyrir mér er þetta ótækt. Ég held að minni stjórnmálaþátttöku sé að mestu lokið þó ég muni alltaf hafa skoðanir,“ segir hann. „Það sem mér finnst verst við vinstrimenn, er að það er alltaf verið að reyna hvítþvo sig af því að vera egóisti. Þeir sem eru í stjórnmálum þurfa ákveðið egó til að vilja vera í stjórnmálum. Þú ert ekkert að bjóða fram stefnu, þú ert að bjóða sjálfan þig. Þú ætlar að fá vinnu, ráðherrastól. Það eru margir í því. Í einhverjum kreðsum er það bannað. Svo er alltaf talað um hægrimennina sem eru svo spilltir. Einkavinavæðingin í vinstrimennskunni er alveg jafn mikil og í hægrimennskunni.“ Varðstu fyrir vonbrigðum af upplifun þinni af stjórnmálum? „Vonbrigði og ekki vonbrigði. Kannski vonbrigði með sjálfan mig að hafa verið hégómlegur. En þá er líka bara að viðurkenna það. Þá er maður bestur. Þá veit fólk að ég er ekkert hræðilegur maður, heldur bara eins og ég er. Það er fullt af fínu fólki í stjórnmálum. Það þarf eitthvert fólk að vera í því eins og öðru. Einu vonbrigðin eru kannski að hafa gefið þennan dýrmæta tíma frá fólkinu mínu og öðru því ég taldi mig vera berjast fyrir, betra samfélagi – betri pólitík. Ég var svekktur út í sjálfan mig að hafa fallið fyrir þessu.“ Airwaves Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira
Þessi listamannaumræða er alveg óþolandi. Ég held að við séum öll nokkurn veginn sátt við samfélagið, en það er bara einhver vitleysa sem verður alltaf,“ segir Grímur. „Eitt af mínum forgangsmálum var að setja krónur og aura á hátíðina. Það er ógeðslega leiðinlegt að tala um útflutningstekjur og eitthvert lingó sem er notað þegar þorskur er sóttur. En núna ræði ég um gjaldeyristekjur tónlistar. Menningin skilar okkur þessari upphæð. Við erum held ég að vinna þá umræðu. Tónlistarfólk, bíómyndir, bækur – fólk er farið að heyra, þetta er gott. Við erum að græða pening á þessari menningu.“ Vaxið mikið Fyrsta Iceland Airwaves hátíðin var haldin 1999 í flugskýli í Reykjavík. Hátíðin hefur vaxið mikið síðan. Grímur hóf störf sem framkvæmdastjóri 2010. „Við erum ekki gróðafyrirtæki, heldur non-profit.“ Iceland Airwaves er einkahlutafélag í eigu ÚTÓN sem er í eigu tónlistarmanna. Grímur segir markmiðin vera að koma íslenskum tónlistarmönnum á framfæri, flytja út íslenska tónlist og fjölga ferðamönnum á tíma sem annars sé dauður. Grímur segir suma halda að það sé mánaðarvinna fólgin í því að setja upp slíka hátíð. Það sé fjarri lagi. „Ef þú ætlar að gera vel, gera einhverja hátíð sem öllum stendur ekki á sama um þarftu að setja mikið í hana. Það dettur engum í hug að segja við þá sem stýra Listahátíð: „Já, hvað gerirðu svo hina 11 mánuðina?“ Umfangið á Airwaves er gríðarlegt. Ég er ekkert að gera lítið úr Listahátíð, en það þykir öllum eðlilegt að þar sé stór skrifstofa með marga starfsmenn í vinnu allt árið um kring. Þangað komi 80-90 milljónir á ári af opinberu fé. En í þessum poppgeira ertu alltaf spurður, hvað gerirðu annað?“ Grímur ferðast mikið í tengslum við hátíðina, bókar hljómsveitir og er eftirsóttur fyrirlesari á ráðstefnum tengdum tónlist. „Fyrir nokkrum árum fór ég að fara á svona málþing og tala og einhverjum fannst ég góður í því. Þannig að ég var beðinn um að koma á næsta og næsta og núna fer ég töluvert. Það er gott því þetta er allt borgað undir mig. Þá get ég farið og horft á hljómsveitir sem ég síðan bóka á Airwaves eða er að hjálpa íslenskum hljómsveitum á þessum hátíðum,“ segir Grímur. „Ég hitti mikið af forsvarsmönnum annarra hátíða, umboðsmenn og hljómsveitirnar sjálfar. Það eru margar borgir sem líta til okkar – að Airwaves geti verið fyrirmynd að sambærilegum hátíðum annars staðar.“Ekki miklir opinberir styrkirStuðningur frá hinu opinbera hefur ekki verið mikill. „Við fáum níu milljónir frá borginni. Ríkið var með samning við okkur í þrjú ár, þar sem við fengum fimm milljónir á ári en sá samningur rann út og var ekki endurnýjaður. Hann var gerður í tíð síðustu ríkisstjórnar. Við fórum í viðræður við ráðuneytin, en fengum ekki eftir að ríkisstjórnarskiptin urðu. Úton fékk tvær og hálfa milljón króna í styrk á þessu ári til að nota í tengslum við það sem er gert á erlendri grundu.“ Hann segir að hlutirnir séu fljótir að breytast. „Það er alveg magnað að ferðamönnum hefur fjölgað um meira en 100% síðan 2011, með þeim kostum og göllum sem því fylgja. Þegar Airwaves byrjaði, í október ’99, var það mikill jaðartími ferðamanna. Þeir komu bara á sumrin. Þarna var ákveðið að það gæti verið sniðugt að selja í eina eða tvær flugvélar, tengja tónlistina ferðamennsku. Þá höfðu Björk og Sigurrós verið að gera góða hluti í útlöndum. Þetta er auðvitað gríðarleg breyting frá því sem þá var. Þannig keyptu 5.500 erlendir ferðamenn miða á síðustu hátíð. Þetta er mikilvægt inn í nóvemberferðamennskuna.“ Iceland Airwaves er vörumerki sem hefur stækkað mikið og er verðmætt. Grímur segir þó mikilvægt að verða ekki værukær, það þurfi að sinna merkinu. „Þetta er verðmætt vörumerki fyrir Íslendinga og íslenska tónlistarmenn. Hættan er sú að þegar fer að ganga vel, þá hugsi menn: Við þurfum ekkert að vera að pæla í þessu. Það eru hvort eð er hérna milljón túristar og við þurfum ekkert að pæla í hvað við eigum að gera til að halda þeim hér, bara græða sem mest.“ Nú eru komnar fleiri hátíðir á Íslandi, breytir það einhverju fyrir ykkur? „Það hefur áhrif, aðallega á innanlandsmarkaðinn. Núna eru margir tónleikar sem þú getur valið um sem neytandi. Það er ekkert óheilbrigt við samkeppni. Við finnum samt að við þurfum að hafa fyrir því að selja Íslendingum miða.“ Svokölluð utandagskrá hátíðarinnar (off-venue) hefur stækkað mikið. Um 60 þúsund manns sækja tónleika á stöðum víða um bæinn þessa einu helgi. „Við erum í samkeppni við sjálfa okkur með þessari utandagskrá. Íslendingar sækja mest í það. En það eru um 3.500 Íslendingar sem kaupa sér miða á hátíðina sjálfa. Utandagskráin er partur af sjarmanum við hátíðina. Ég held að þetta skapi meiri sátt um hana. Við höfum tekið þann pól í hæðina að í stað þess að fara að skera niður utandagskrá, að vera opin eins langt og við getum með það. Við erum auðvitað að kaupa margar þessar hljómsveitir frá útlöndum sem eru að spila fyrir troðfullum börum úti í bæ þar sem við tökum ekkert fyrir. En það kemur svona jákvætt vibe og ég held við eigum að halda í það.“Rekinn úr MH Grímur fór ungur að sinna umboðsmennsku, sem hann gerir enn, m.a. fyrir Retro Stefson, og flytja inn hljómsveitir. Fyrsta túrinn fór hann til Bandaríkjanna með hljómsveitinni Bless þegar hann var enn í MH. Þar var doktor Gunni í fararbroddi. „Í þessari fyrstu löngu ferð var ég sálfræðingur, ökumaður, hljóðmaður og allt sem þurfti. Þetta hentaði mér vel. Ég er án efa ofvirkur og get verið með mikið í gangi. Við héldum að við yrðum heimsfræg því við vorum að fara til Bandaríkjanna í svona langa ferð. Skemmst er frá að segja að hljómsveitin varð ekki heimsfræg og þarna gerði ég öll þau mistök sem hægt er að gera. Þannig læra menn. Maður fattaði hvernig bransinn virkar,“ segir hann. „Þarna var ég búinn að halda stóra og eftirminnilega tónleika í MH. Mér var vísað úr skóla eftir það. Það varð stórt kannabismál í tengslum við tónleikana.“ Grímur hafði þá boðið sig fram ásamt félögum sínum í Listafélag MH. Eitt af kosningaloforðunum var að flytja inn erlenda hljómsveit. Sveitin Happy Mondays varð fyrir valinu. „Þetta var hræðilegt, hræðilegt fólk. Rosalega mikið af eiturlyfjum. Á þessum tíma var ekki til gras á íslandi. Það var til hass en annað var rosa lokað og skrítið. Þessir menn vildu meira hass, þeir komu með mikið með sér, en vildu alltaf meira. Það voru sögusagnir sem fóru á kreik. Þetta endaði illa. Hljómsveitin spilaði en það varð blaðamál, ég var kærður og vísað úr skóla. Sálfræðingurinn í skólanum sagði við mig að samfélagið tæki á móti mönnum eins og mér. Svona verður maður tónleikahaldari,“ segir Grímur og skellir upp úr.Fréttablaðið/ErnirMikilvægur stökkpallurFyrir nokkrum árum kom upp óánægja í kringum hátíðina, íslensku listamennirnir væru ekki að fá greitt fyrir að koma fram. Hvar er það mál núna? „Þetta er umræða sem fer dálítið í hring. Þetta er showcase-hátíð. Það er verið að sýna hljómsveitir fyrir bransafólki, bransanum og blaðamönnum. Þetta er gluggi. Ef við héldum tónleika með sumum þessum hljómsveitum, og þá er ég ekkert að segja að þetta séu lélegar hljómsveitir, er ekkert endilega víst að markaðurinn vilji kaupa sig inn á þetta.“ Grímur segir hátíðina vera stökkpall. „Hljómsveitir sem vilja koma sér á framfæri kaupa sig inn á hátíðir, eins og SXSW í Texas. Það kostar kannski tvær milljónir með öllu á hvert band að koma þar fram. Það er fullt af hljómsveitum sem gera þetta. Ég hef samúð með þeim skipuleggjendum hátíða sem borga ekki, því sá sem heldur tónleikana er að gera mikið, setja pening í að búa þetta til. Svo segja tónlistarmenn, allir aðrir eru að græða svo mikinn pening á Airwaves, bílaleigur og hótel og flugfélög, en þetta er val. Þetta er góður og mikilvægur gluggi sem hefur breytt bransanum á Íslandi. Gerir það að verkum að tækifæri tónlistarmanna eru milljón sinnum fleiri en þau voru, samböndin meiri.“ Grímur segir að þó hafi verið farin sú leið að borga tónlistarfólki lágmarksgreiðslu fyrir að koma fram. 25 þúsund á listamann sem kemur einn fram og 50 þúsund á hljómsveit. „Svo þú sért ekki að tapa á því að spila, þú þarft kannski að setja í stöðumæli og taka einn sendibíl. En svo er þetta líka markaðsmál. Það eru hljómsveitir sem fylla sali og laða fólk að þar sem þú ert kannski með alveg nýjan tónlistarmann sem nýtur góðs af því að vera inni í sama sal og sá sem trekkir að. Þá borgum við þeim meira. Þessi umræða var ósanngjörn og erfitt að svara henni en við borgum. Þetta eru margar milljónir sem við erum að greiða fólki fyrir að koma fram.“Stjórnlaus í drykkjuGrímur fagnar því á morgun að hafa verið án áfengis og annarra vímuefna í 21 ár. Hann fór ungur í meðferð. Gerði reyndar nokkrar tilraunir áður en hann varð edrú 27. febrúar 1995. „Mér þykir vænt um þennan tíma. Ég eignaðist son minn, Emil, þarna um þetta leyti. Hann fæddist sama ár og ég varð edrú. Brennivín hefur eiginlega mengað allt mitt líf, fyrir mína fæðingu og þangað til í dag. Ég var búinn að vera að reyna að hætta drekka í mörg ár, fyrst 17 ára. Þetta var vandamál um leið og ég byrjaði. Áfengið virkaði þannig að mér leið vel þegar ég drakk. Þá fannst mér heimurinn góður. Ég kveið öllu og var hræddur annars. Ég var alinn upp í endalausum alkóhólisma. Það var eitthvert gat. Svo byrjaði ég að drekka og þá leið mér vel. Svo fetaði ég mig fljótt áfram í annað. Einhverjar pillur, smá hass og amfetamín. Svo missi ég þetta fljótlega út í það að þegar ég var að drekka vissi ég aldrei hvað ég var lengi að því. Fyllerí með strákunum var bara farið að vera einhverjar vikur. Ég var alveg vonlaus.“ Grímur segir drykkjuna hafa einkennst af stjórnleysi og hryllingi. Hann ólst upp við alkóhólisma en foreldrar hans skildu þegar hann var fimm ára. Hann ólst að mestu upp hjá ömmu sinni sem var sjómaður. „Æska mín var ekki einhver eyðimerkurganga af ömurð. Ég ólst upp hjá ömmu og langömmu og stórfjölskyldunni. Það var gott og skemmtilegt fólk þó það drykki mikið brennivín. Á þessum tíma ólu krakkar sig sjálfir upp. Ég gerði það og það var hópur af krökkum eins og ég að gera það sama. Við fórum að gera hluti saman og ég var mjög til í að gera allt. Þetta eyðilagði mikið fyrir mér. Ég var lengi að þroskast.“Ákveðið úrræðaleysiÚrræði í vímuefnamálum hafa lengi verið honum hugleikin. Grímur skrifaði pistil um stöðu föður síns þar sem hann lýsti úrræðaleysi í málefnum langt leiddra drykkjumanna og vakti mikla athygli. „Við erum alveg sérstök með þetta. Við förum alltaf einhverjar leiðir sem aðrir eru búnir að prófa og gengu ekki upp.“ Nefnir hann sem dæmi Gunnarsholt sem var upprunalega vinnuhæli þar sem eldri drykkjumenn gátu búið. „Það er fullt af fólki sem á ekki að þurfa að hætta að drekka. Ekki nema við viljum taka upp á því að aflífa fólk. Það væri hreinlegra stundum, hugsa ég. Í stað þess að láta fólk engjast, kveljast og niðurlægja sjálft sig svo árum skiptir. Kostnaður samfélagsins er ekkert minni. Gunnarsholt var svona úrræði sem mátti laga og bæta. En ég held það sé full ástæða til þess að taka upp slík úrræði aftur.“ Hann líkir þessu við skóla án aðgreiningar sem hefur verið við lýði í skólakerfinu. Grímur þekkir þá stefnu vel þar sem hann er menntaður þroskaþjálfi. „Það mátti ekki vera neinn sérskóli, það áttu allir að vera saman í bekk. Skóli án aðgreiningar. Þetta er falleg hugsun þar sem þú setur eitt barn með þroskahömlun í bekk með öðrum krökkum. Fyrstu bekkina er þetta ekkert vandamál en síðan gerist það að það er enginn að leika sér við þetta barn. Hinir læra að umgangast barn með fötlun en hvað græðir fatlaða barnið á því? Þegar Öskjuhlíðarskóli var upp á sitt besta var fullt af krökkum þar sem leið vel. Þau upplifðu sig sterk. Það er bara mín skoðun, en mér finnst þetta sambærilegt.“ Hann segir þó ósanngjarnt gagnvart föður sínum að draga hann inn í þessa umræðu. „Þetta hafði ekki góð áhrif á okkar samskipti. Ég skil það vel. Hann er manneskja, snillingur. Ótrúlega öflugur maður sem hefur gert mörg listaverk, þýðandi og blaðamaður. Svo fer ég að röfla um þetta úrræðaleysi og það er mjög niðurlægjandi fyrir hann. Þegar ég gerði þetta hafði alls konar fólk samband við mig sem var í sömu stöðu. Það talar enginn um þetta. Allir ætluðu að gera eitthvað en það fóru einhvern veginn allir inn í skelina aftur.“ Grímur starfaði í nokkur ár við menntun sína sem þroskaþjálfi. Hann var yfir sambýli um tíma en gafst upp þar sem lítil virðing var borin fyrir þessum störfum og erfitt að halda í starfsfólk. „Ég fékk fólk í vinnu og það var bara farið að vinna í Bónus eða sjoppu eftir viku því þetta var svo illa borgað. Það er dapurt hvernig við horfum á þessar stéttir. Ef þroskaþjálfar fara í verkfall gerist ekki neitt, það er öllum sama nema foreldrum barnanna og fólkinu sem þarf á hjálp þroskaþjálfa að halda. Þetta er ofboðslega vanmetinn hópur, sú stétt sem vinnur við umönnun fatlaðra.“Ekki aftur í stjórnmálinGrímur hefur einnig verið viðloðandi stjórnmálin. Hann var bæjarstjóri í Bolungarvík í tvö ár og sveitarstjóri í Dölunum í tvö ár. Hann hefur einnig gefið kost á sér í prófkjörum innan vinstri grænna. „Ég starfaði með VG. Það var skemmtilegur tími þangað til maður fann hvernig var með framboð – og eftirspurn innan flokksins eftir eftirspurn,“ segir Grímur hlæjandi. „Ég var fyrsti maðurinn sem hljóp úr skotgröfunum. Það var hægt að nota mig í svoleiðis hluti. Ég bauð mig nokkrum sinnum fram. Mér fannst ótækt 2009 að fólk ætlaði að láta Jón Bjarnason sem hefur ekkert með vinstrimennsku eða grænmennsku að gera, verða þingmann flokksins aftur. Ég bjó þá í Norðvesturkjördæmi og leit á það sem samfélagslega skyldu mína að bjóða mig fram gegn honum. Þá fann ég líka hvað þetta var lítið fallegt allt saman. Óþverrinn og viðbjóðurinn sem maður fékk yfir sig var óbærilegur.“ Innan raða flokksins? „Já. Ég var Evrópumaður. Ég var andstæðingur Evrópusambandsins – þangað til ég fór að skoða það betur. Ég vildi hætta að vera með umræðufundi á vegum VG þar sem komu tveir sem voru sammála um eitthvað. Ég hélt fund um ESB og hafði þá byrjað að kynna mér það. Ég hélt fund í VG þar sem Helgi Hjörvar kom að tala um ESB. Þá var ég kominn á þá skoðun að ég væri ekkert á móti þessu. Ég er miklu meira á móti heimóttarvitleysu og þjóðrembu. Fólk sem var á móti hernum og fór að nota Huldukvæði Jóhannesar úr Kötlum. „Honum verður erfiður dauðinn.“ „Fólk sem svíkur sína huldumey.“ Það var notað um fólk eins og mig. Það var eins og maður væri að drepa Ísland. Þetta var sturlað dæmi. Ég er græningi og vinstrimaður en ég get ekki verið í VG því það er bara eitthvað allt annað. Svo gat ég heldur ekki verið í Samfylkingunni því þar er bara Kristján Möller og einhverjir iðnaðarkratar sem ég er ekki sammála,“ segir hann. „Það er ekki beint systrakærleikurinn hvernig fólk hagar sér þarna. VG hefur tvo fulltrúa í borgarstjórn, varamann og aðalmann, og þetta fólk getur ekki talað saman. Þarf að kalla á vinnusálfræðing. Fyrir mér er þetta ótækt. Ég held að minni stjórnmálaþátttöku sé að mestu lokið þó ég muni alltaf hafa skoðanir,“ segir hann. „Það sem mér finnst verst við vinstrimenn, er að það er alltaf verið að reyna hvítþvo sig af því að vera egóisti. Þeir sem eru í stjórnmálum þurfa ákveðið egó til að vilja vera í stjórnmálum. Þú ert ekkert að bjóða fram stefnu, þú ert að bjóða sjálfan þig. Þú ætlar að fá vinnu, ráðherrastól. Það eru margir í því. Í einhverjum kreðsum er það bannað. Svo er alltaf talað um hægrimennina sem eru svo spilltir. Einkavinavæðingin í vinstrimennskunni er alveg jafn mikil og í hægrimennskunni.“ Varðstu fyrir vonbrigðum af upplifun þinni af stjórnmálum? „Vonbrigði og ekki vonbrigði. Kannski vonbrigði með sjálfan mig að hafa verið hégómlegur. En þá er líka bara að viðurkenna það. Þá er maður bestur. Þá veit fólk að ég er ekkert hræðilegur maður, heldur bara eins og ég er. Það er fullt af fínu fólki í stjórnmálum. Það þarf eitthvert fólk að vera í því eins og öðru. Einu vonbrigðin eru kannski að hafa gefið þennan dýrmæta tíma frá fólkinu mínu og öðru því ég taldi mig vera berjast fyrir, betra samfélagi – betri pólitík. Ég var svekktur út í sjálfan mig að hafa fallið fyrir þessu.“
Airwaves Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira