Telur ekki að dómur Hæstaréttar hafi áhrif á Guðmundar-og Geirfinnsmálið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2016 19:45 Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður, telur ekki að dómur Hæstaréttar um að endurupptökunefnd sé andstæð stjórnarskrá muni hafa áhrif á það hvort Guðmundar-og Geirfinnsmálið verður tekið upp að nýju en beiðnir nokkurra sakborninga í málinu þess efnis er nú til meðferðar hjá nefndinni. Þar á meðal eru þau Erla Bolladóttir og Guðjón Skarphéðinsson en Ragnar er lögmaður þeirra. Hann ræddi dóminn í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar sagði Ragnar að samkvæmt lögum hefði endurupptökunefnd um tvennt að velja ef hún telur að taka eigi upp mál að nýju. „Annars vegar að fella þann dóm úr gildi eða að ákveða að málið skuli endurupptekið en að eldri dómur falli ekki úr gildi fyrr en nýr dómur er genginn. Nú er fyrri kosturinn úr sögunni samkvæmt þessum dómi Hæstaréttar og þá stendur eftir síðari kosturinn þannig að þetta skiptir ekki miklu máli að mínu viti,“ sagði Ragnar. Hann sagði að þegar kæmi að Guðmundar-og Geirfinnsmálinu þá myndi endurupptökunefnd gæta þess að kveða ekki á um að fyrri dómar séu fellir úr gildi heldur segja að þeir standi þar til nýr dómur er genginn í Hæstarétti. Í dómi Hæstaréttar frá því í dag segir að ákvæði í sakamálalögum séu andstæð stjórnarskrá en að mati réttarins brýtur það gegn annarri málsgrein stjórnarskrárinnar að endurupptökunefnd, sem er hluti framkvæmdavaldsins, geti fellt dóma úr gildi. Það sé andstætt þrískiptingu ríkisvaldsins þar sem einungis dómstólar geti ógilt fyrri dóm, eða eins og segir í annarri grein stjórnarskrárinnar: „Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið.“ Tengdar fréttir Endurupptökunefnd andstæð stjórnarskrá Ákvæði í sakamálalögum um endurupptökunefnd eru andstæð stjórnarskrá. Þetta kemur fram í niðurstöðu Hæstaréttar í máli karlmanns sem hafði óskað eftir endurupptöku vegna formgalla í meðferð sakamáls. 25. febrúar 2016 17:54 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður, telur ekki að dómur Hæstaréttar um að endurupptökunefnd sé andstæð stjórnarskrá muni hafa áhrif á það hvort Guðmundar-og Geirfinnsmálið verður tekið upp að nýju en beiðnir nokkurra sakborninga í málinu þess efnis er nú til meðferðar hjá nefndinni. Þar á meðal eru þau Erla Bolladóttir og Guðjón Skarphéðinsson en Ragnar er lögmaður þeirra. Hann ræddi dóminn í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar sagði Ragnar að samkvæmt lögum hefði endurupptökunefnd um tvennt að velja ef hún telur að taka eigi upp mál að nýju. „Annars vegar að fella þann dóm úr gildi eða að ákveða að málið skuli endurupptekið en að eldri dómur falli ekki úr gildi fyrr en nýr dómur er genginn. Nú er fyrri kosturinn úr sögunni samkvæmt þessum dómi Hæstaréttar og þá stendur eftir síðari kosturinn þannig að þetta skiptir ekki miklu máli að mínu viti,“ sagði Ragnar. Hann sagði að þegar kæmi að Guðmundar-og Geirfinnsmálinu þá myndi endurupptökunefnd gæta þess að kveða ekki á um að fyrri dómar séu fellir úr gildi heldur segja að þeir standi þar til nýr dómur er genginn í Hæstarétti. Í dómi Hæstaréttar frá því í dag segir að ákvæði í sakamálalögum séu andstæð stjórnarskrá en að mati réttarins brýtur það gegn annarri málsgrein stjórnarskrárinnar að endurupptökunefnd, sem er hluti framkvæmdavaldsins, geti fellt dóma úr gildi. Það sé andstætt þrískiptingu ríkisvaldsins þar sem einungis dómstólar geti ógilt fyrri dóm, eða eins og segir í annarri grein stjórnarskrárinnar: „Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið.“
Tengdar fréttir Endurupptökunefnd andstæð stjórnarskrá Ákvæði í sakamálalögum um endurupptökunefnd eru andstæð stjórnarskrá. Þetta kemur fram í niðurstöðu Hæstaréttar í máli karlmanns sem hafði óskað eftir endurupptöku vegna formgalla í meðferð sakamáls. 25. febrúar 2016 17:54 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Endurupptökunefnd andstæð stjórnarskrá Ákvæði í sakamálalögum um endurupptökunefnd eru andstæð stjórnarskrá. Þetta kemur fram í niðurstöðu Hæstaréttar í máli karlmanns sem hafði óskað eftir endurupptöku vegna formgalla í meðferð sakamáls. 25. febrúar 2016 17:54