Tónlist

Adele brotnaði niður á BRIT: Sjáðu hvernig hún lokaði hátíðinni óaðfinnanlega

Stefán Árni Pálsson skrifar
Adele var mögnuð í gær.
Adele var mögnuð í gær. vísir
Breska söngkonan Adele var óumdeildur sigurvegari bresku tónlistarverðlaunanna sem afhent voru í gærkvöldi. Alls fór hún heim með fjögur verðlaun en hún var tilnefnd í fimm flokkum.

Adele hlaut verðlaun sem besti kvenkyns sólólistamaðurinn, bestu bresku plötuna, bestu smáskífuna fyrir lagið Hello og „Global Success“ verðlaun. Hún þurfti að vísu að lúta í lægra haldi fyrir drengjasveitinni One Direction þegar veitt voru verðlaun fyrir besta tónlistarmyndbandið.

Hátíðin í ár var tileinkuð David Bowie sem lést fyrr á þessu ári eftir baráttu við krabbamein. Söngkonan Annie Lennox og leikarinn Gary Oldman héldu ræður til að minnast tónlistarmannsins en sá síðarnefndi tók einnig við heiðursverðlaunum fyrir hönd Bowie.

Þegar Adele tók við verðlaunum fyrir mesta „Global Success“ þá brotnaði hún niður og brast í grát en hér að neðan má sjá myndbrot frá því.

Adele lokaði kvöldinu á því að taka hennar vinsælasta lag í dag, When We Were Young og gerði það óaðfinnanlega en flutningur hennar er hér að neðan. 


Tengdar fréttir

Þeir áttu rauða dregilinn

Strákarnir stóðu sig mun betur en stelpurnar á rauða dreglinum á Brit Awards í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×