Tiger Woods svarar fréttum um slæmt ástand með myndbandi á Twitter Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2016 15:15 Tiger Woods. Vísir/Getty Fréttir um slæmt líkamlegt ástand kylfingsins Tiger Woods hafa verið bornar til baka og Tiger sjálfur gekk síðan einu skrefi lengra og birti myndband af sér inn á Twitter. Það hafði lítið heyrst af Tiger síðustu mánuði en í upphafi vikunnar kom fram orðrómur um að bakmeiðsli hans væri mun alvarlegri en áður hafði komið fram. Golfblaðamaðurinn Robert Lusetich og Secret Tour Pro á twitter sögðu frá því að Tiger gæti varla hreyft sig vegna bakverkja sem og að hann gæti ekki setið í bíl. Það kom síðan í ljós að ekki væri mikið af marka þessar fréttir en Tiger ákvað samt að sýna stuðningsmönnum sínum og öðru golfáhugafólki að það væri allt í lagi með sig.Ekki unnið risamót frá 2008 Tiger setti inn myndband af sér í golfhermi þar sem sést að sveiflan hans er í fínu lagi. Tiger tók síðast þátt í golfmóti í ágúst síðastliðnum en hann hefur farið í tvær bakaðgerðir síðan. Woods sýndi sig líka í kvöldverði í gær með öðrum kylfingum í Nike-liðinu og hefur því jarðað allan orðróm um slæma stöðu á bakinu sínu. Tiger Woods hefur unnið fjórtán risamót á ferlinum en hann hefur ekki unnið slíkt mót síðan árið 2008. Jack Nicklaus á metið en hann hefur enn fjögurra risatitla forskot á Woods. Það er hægt að sjá Tiger Woods svara þessum orðrómi um bakið sitt hér fyrir neðan.Progressing nicely. pic.twitter.com/HKnnluR1OW— Tiger Woods (@TigerWoods) 24 February 2016 Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Fréttir um slæmt líkamlegt ástand kylfingsins Tiger Woods hafa verið bornar til baka og Tiger sjálfur gekk síðan einu skrefi lengra og birti myndband af sér inn á Twitter. Það hafði lítið heyrst af Tiger síðustu mánuði en í upphafi vikunnar kom fram orðrómur um að bakmeiðsli hans væri mun alvarlegri en áður hafði komið fram. Golfblaðamaðurinn Robert Lusetich og Secret Tour Pro á twitter sögðu frá því að Tiger gæti varla hreyft sig vegna bakverkja sem og að hann gæti ekki setið í bíl. Það kom síðan í ljós að ekki væri mikið af marka þessar fréttir en Tiger ákvað samt að sýna stuðningsmönnum sínum og öðru golfáhugafólki að það væri allt í lagi með sig.Ekki unnið risamót frá 2008 Tiger setti inn myndband af sér í golfhermi þar sem sést að sveiflan hans er í fínu lagi. Tiger tók síðast þátt í golfmóti í ágúst síðastliðnum en hann hefur farið í tvær bakaðgerðir síðan. Woods sýndi sig líka í kvöldverði í gær með öðrum kylfingum í Nike-liðinu og hefur því jarðað allan orðróm um slæma stöðu á bakinu sínu. Tiger Woods hefur unnið fjórtán risamót á ferlinum en hann hefur ekki unnið slíkt mót síðan árið 2008. Jack Nicklaus á metið en hann hefur enn fjögurra risatitla forskot á Woods. Það er hægt að sjá Tiger Woods svara þessum orðrómi um bakið sitt hér fyrir neðan.Progressing nicely. pic.twitter.com/HKnnluR1OW— Tiger Woods (@TigerWoods) 24 February 2016
Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira