Nær allir þeir sem greinst hafa með ebólu-veiruna munu ævilangt þurfa að búa við heilbrigðisvandamál, samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn sem nýlega var kynnt var á læknaþingi í þar í landi.
Rannsóknin sýndi fram á það að eftirlifendur hefðu flestir þróað með sér ýmis konar kvilla og sjúkdóma, innan við sex mánuðum eftir að hafa læknast af veirunni, á borð við taugaraskanir, minnisglöp og þunglyndi. Þá er jafnframt aukin hætta á heilahimnubólgu og sýkingum.
Læknir sem kynnti rannsóknina í dag sagði niðurstöðurnar sláandi. Ljóst sé að þessir einstaklingar muni aldrei í raun og veru læknast af sjúkdómnum.
Svíþjóð
Ísland