Breytt líferni og dráttur á málinu ástæða skilorðsins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. febrúar 2016 19:24 Einar Örn Adolfsson vísir Ungur aldur þegar brot voru framin, breytt líferni sakborninga og óeðlilegur dráttur á málsmeðferð voru ástæður þess að refsing Einars Arnar Adolfssonar og Finns Snæs Guðjónssonar, vegna innflutnings á rúmlega 30.000 e-töflum, var ákveðin fjögurra ára fangelsi skilorðsbundið til þriggja ára í Héraðsdómi Reykjaness í dag.Sjá einnig:„Ég er eins sáttur og það gerist miðað við aðstæður“ Innflutningurinn átti sér stað sumarið 2011, en þá voru mennirnir sautján og nítján ára, og lauk rannsókn lögreglu að mestu á því ári. Ákæra var fyrst gefin út í maí árið 2013. Þá var þriðji maður, búsettur erlendis, einnig ákærður en er talinn hafa afhent Einari fíkniefnin. Það mál var fellt niður í janúar 2014 sökum þess að sá maður sætti á þeim tíma farbanni í Ástralíu. Mál hans var slitið frá máli Einars og Finns og sérstök ákæra gefin út í tengslum við það. Dómur gekk í máli tvímenninganna í maí 2014 og voru þeir þá dæmdir í sex ára óskilorðsbundið fangelsi. Hæstiréttur ómerkti þann dóm og vísaði málinu aftur í hérað eftir að það uppgötvaðist að dómarinn, sem dæmdi málið í héraði, hafði áður komið að málinu þegar hann úrskurðaði annan manninn í gæsluvarðhald.Skilorðsbinding alfarið í höndum dómstóla Niðurstaða héraðsdóms í hinum ómerkta dómi var að magn fíkniefnanna, hættueiginleikar, styrkleiki MDMA-taflanna og sú staðreynd að mennirnir neituðu að gefa upp samverkamenn yrðu metin þeim til refsiþyngingar. Ungur aldur og dráttur málsins voru hins vegar metin þeim til lækkunar refsingar. Í niðurstöðu héraðsdóms frá í dag segir að þessi málsmeðferð, sem ekki sé á nokkurn hátt hægt að kenna ákærðu um, sé í „hróplegu ósamræmi“ við ákvæði í lögum um meðferð sakamála sem mæla fyrir um að meðferð mála skuli hraða eftir því sem kostur er. Þá brjóti málsmeðferðin einnig í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu.Sjá einnig:Dæmdur í sex ára fangelsi þremur árum eftir að brotið var framið Líkt og fyrir tveimur árum taldi dómurinn, sem að þessu sinni var fjölskipaður, að komin væri fram lögfull sönnun þess að mennirnir hefðu gerst sekir um brotin. Ákvörðun refsingarinnar að þessu sinni er hins vegar athyglisverð í ljósi þess að ákveðið var að skilorðsbinda hana. „Enda þótt dómstólar hafi beitt heimild til skilorðsbindingar af varúð þegar um mjög langa refsivist er að ræða er ákvörðun um þetta alfarið lögð í hendur þeirra og engar skorður settar við skilorðsbindingu að því er tekur til tegundar brots eða lengdar refsivistar,“ segir í niðurstöðu dómsins. Þar segir einnig „ákærði Einar Örn var aðeins 17 ára gamall þegar hann framdi það brot sem hér er dæmt um. Hann er nú á 23. aldursári, er kvæntur og á barn með eiginkonu sinni, en það fæddist í nóvember 2014, fjórum mánuðum fyrir tímann, og glímir við mjög alvarleg veikindi.“ Þá hafi hann verið edrú frá janúar árið 2013. Í ljósi þessa, auk þess dráttar á málinu, var það niðurstaðan að skilorðsbinda refsinguna.Niðurstaðan í ósamræmi við dóm frá 2013 Þann 24. janúar 2013 var kveðinn upp í Hæstarétti dómur í máli ákæruvaldsins gegn Loga Má Hermannssyni en hann hafði, ásamt fjórum öðrum, gert tilraun til að flytja tæp fjögur kíló af amfetamíni hingað til lands í ágúst árið 2009. Ákæra var gefin út í máli Loga í nóvember 2009 og féll dómur í héraði í febrúar 2010 þar sem hann var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi. Sá dómur var ómerktur af Hæstarétti og málinu vísað í hérað sökum þess að dómur var kveðinn upp í því þar sem fjögurra vikna frestur frá dómtöku til dómsuppkvaðningar hafði liðið. Héraðsdómur dæmdi í málinu á ný í október sama ár en sá var einnig ómerktur þar sem málið hafði ekki verið endurflutt í héraði. Héraðsdómi frá febrúar 2012 var síðan áfrýjað og Hæstiréttur kvað upp endanlegan dóm í janúar 2013. Í dómi Hæstaréttar kom fram að sérhver sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi eigi rétt á að leyst sé úr máli hans innan hæfilegt tíma. Þótti ljóst að málið hefði dregist óhæfilega fyrir dómi. Þrátt fyrir það þótti ekki ástæða til þess að skilorðsbinda refsingu hans en orðrétt segir í dómnum að „[v]egna alvarleika brotsins kemur ekki til álita að skilorðsbinda refsinguna af þeirri ástæðu, en sá dráttur sem orðið hefur á málinu hefur áhrif við ákvörðun hennar.“ Logi hlaut þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun af saksóknara um hvort dómnum í dag verði áfrýjað til Hæstaréttar. Tengdar fréttir Dómstjóri við héraðsdóm: „Það kveikir enginn á perunni“ Mistök og sofandaháttur urðu til þess að tveir Íslendingar, sem handteknir voru fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning í ágúst 2011, þurfa að mæta aftur fyrir hérað þar sem aðalmeðferð málsins fer fram að nýju. 14. október 2015 09:15 Ísland í dag: Ráðlagt að fara í fóstureyðingu en barnið fæddist heilbrigt Undanfarið ár hefur reynt mikið á ungu hjónin Guðbjörgu Hrefnu og Einar Örn. 5. maí 2015 21:45 Stórfellt fíkniefnasmygl þarf að taka aftur fyrir vegna vanhæfi dómara Finnur Snær Guðjónsson og Einar Örn Adolfsson voru dæmdir í sex ára fangelsi fyrir smygl á 30 þúsund e-töflum. 17. september 2015 16:58 „Ég er eins sáttur og það gerist miðað við aðstæður“ Einar Örn Adolfsson fékk skilorðsbundinn dóm fyrir fíkniefnasmygl í dag. Var áður dæmdur í sex ára fangelsi. Er á leið vestur um haf með ársgamla dóttur sem glímir við lungnasjúkdóm. 24. febrúar 2016 14:50 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Ungur aldur þegar brot voru framin, breytt líferni sakborninga og óeðlilegur dráttur á málsmeðferð voru ástæður þess að refsing Einars Arnar Adolfssonar og Finns Snæs Guðjónssonar, vegna innflutnings á rúmlega 30.000 e-töflum, var ákveðin fjögurra ára fangelsi skilorðsbundið til þriggja ára í Héraðsdómi Reykjaness í dag.Sjá einnig:„Ég er eins sáttur og það gerist miðað við aðstæður“ Innflutningurinn átti sér stað sumarið 2011, en þá voru mennirnir sautján og nítján ára, og lauk rannsókn lögreglu að mestu á því ári. Ákæra var fyrst gefin út í maí árið 2013. Þá var þriðji maður, búsettur erlendis, einnig ákærður en er talinn hafa afhent Einari fíkniefnin. Það mál var fellt niður í janúar 2014 sökum þess að sá maður sætti á þeim tíma farbanni í Ástralíu. Mál hans var slitið frá máli Einars og Finns og sérstök ákæra gefin út í tengslum við það. Dómur gekk í máli tvímenninganna í maí 2014 og voru þeir þá dæmdir í sex ára óskilorðsbundið fangelsi. Hæstiréttur ómerkti þann dóm og vísaði málinu aftur í hérað eftir að það uppgötvaðist að dómarinn, sem dæmdi málið í héraði, hafði áður komið að málinu þegar hann úrskurðaði annan manninn í gæsluvarðhald.Skilorðsbinding alfarið í höndum dómstóla Niðurstaða héraðsdóms í hinum ómerkta dómi var að magn fíkniefnanna, hættueiginleikar, styrkleiki MDMA-taflanna og sú staðreynd að mennirnir neituðu að gefa upp samverkamenn yrðu metin þeim til refsiþyngingar. Ungur aldur og dráttur málsins voru hins vegar metin þeim til lækkunar refsingar. Í niðurstöðu héraðsdóms frá í dag segir að þessi málsmeðferð, sem ekki sé á nokkurn hátt hægt að kenna ákærðu um, sé í „hróplegu ósamræmi“ við ákvæði í lögum um meðferð sakamála sem mæla fyrir um að meðferð mála skuli hraða eftir því sem kostur er. Þá brjóti málsmeðferðin einnig í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu.Sjá einnig:Dæmdur í sex ára fangelsi þremur árum eftir að brotið var framið Líkt og fyrir tveimur árum taldi dómurinn, sem að þessu sinni var fjölskipaður, að komin væri fram lögfull sönnun þess að mennirnir hefðu gerst sekir um brotin. Ákvörðun refsingarinnar að þessu sinni er hins vegar athyglisverð í ljósi þess að ákveðið var að skilorðsbinda hana. „Enda þótt dómstólar hafi beitt heimild til skilorðsbindingar af varúð þegar um mjög langa refsivist er að ræða er ákvörðun um þetta alfarið lögð í hendur þeirra og engar skorður settar við skilorðsbindingu að því er tekur til tegundar brots eða lengdar refsivistar,“ segir í niðurstöðu dómsins. Þar segir einnig „ákærði Einar Örn var aðeins 17 ára gamall þegar hann framdi það brot sem hér er dæmt um. Hann er nú á 23. aldursári, er kvæntur og á barn með eiginkonu sinni, en það fæddist í nóvember 2014, fjórum mánuðum fyrir tímann, og glímir við mjög alvarleg veikindi.“ Þá hafi hann verið edrú frá janúar árið 2013. Í ljósi þessa, auk þess dráttar á málinu, var það niðurstaðan að skilorðsbinda refsinguna.Niðurstaðan í ósamræmi við dóm frá 2013 Þann 24. janúar 2013 var kveðinn upp í Hæstarétti dómur í máli ákæruvaldsins gegn Loga Má Hermannssyni en hann hafði, ásamt fjórum öðrum, gert tilraun til að flytja tæp fjögur kíló af amfetamíni hingað til lands í ágúst árið 2009. Ákæra var gefin út í máli Loga í nóvember 2009 og féll dómur í héraði í febrúar 2010 þar sem hann var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi. Sá dómur var ómerktur af Hæstarétti og málinu vísað í hérað sökum þess að dómur var kveðinn upp í því þar sem fjögurra vikna frestur frá dómtöku til dómsuppkvaðningar hafði liðið. Héraðsdómur dæmdi í málinu á ný í október sama ár en sá var einnig ómerktur þar sem málið hafði ekki verið endurflutt í héraði. Héraðsdómi frá febrúar 2012 var síðan áfrýjað og Hæstiréttur kvað upp endanlegan dóm í janúar 2013. Í dómi Hæstaréttar kom fram að sérhver sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi eigi rétt á að leyst sé úr máli hans innan hæfilegt tíma. Þótti ljóst að málið hefði dregist óhæfilega fyrir dómi. Þrátt fyrir það þótti ekki ástæða til þess að skilorðsbinda refsingu hans en orðrétt segir í dómnum að „[v]egna alvarleika brotsins kemur ekki til álita að skilorðsbinda refsinguna af þeirri ástæðu, en sá dráttur sem orðið hefur á málinu hefur áhrif við ákvörðun hennar.“ Logi hlaut þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun af saksóknara um hvort dómnum í dag verði áfrýjað til Hæstaréttar.
Tengdar fréttir Dómstjóri við héraðsdóm: „Það kveikir enginn á perunni“ Mistök og sofandaháttur urðu til þess að tveir Íslendingar, sem handteknir voru fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning í ágúst 2011, þurfa að mæta aftur fyrir hérað þar sem aðalmeðferð málsins fer fram að nýju. 14. október 2015 09:15 Ísland í dag: Ráðlagt að fara í fóstureyðingu en barnið fæddist heilbrigt Undanfarið ár hefur reynt mikið á ungu hjónin Guðbjörgu Hrefnu og Einar Örn. 5. maí 2015 21:45 Stórfellt fíkniefnasmygl þarf að taka aftur fyrir vegna vanhæfi dómara Finnur Snær Guðjónsson og Einar Örn Adolfsson voru dæmdir í sex ára fangelsi fyrir smygl á 30 þúsund e-töflum. 17. september 2015 16:58 „Ég er eins sáttur og það gerist miðað við aðstæður“ Einar Örn Adolfsson fékk skilorðsbundinn dóm fyrir fíkniefnasmygl í dag. Var áður dæmdur í sex ára fangelsi. Er á leið vestur um haf með ársgamla dóttur sem glímir við lungnasjúkdóm. 24. febrúar 2016 14:50 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Dómstjóri við héraðsdóm: „Það kveikir enginn á perunni“ Mistök og sofandaháttur urðu til þess að tveir Íslendingar, sem handteknir voru fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning í ágúst 2011, þurfa að mæta aftur fyrir hérað þar sem aðalmeðferð málsins fer fram að nýju. 14. október 2015 09:15
Ísland í dag: Ráðlagt að fara í fóstureyðingu en barnið fæddist heilbrigt Undanfarið ár hefur reynt mikið á ungu hjónin Guðbjörgu Hrefnu og Einar Örn. 5. maí 2015 21:45
Stórfellt fíkniefnasmygl þarf að taka aftur fyrir vegna vanhæfi dómara Finnur Snær Guðjónsson og Einar Örn Adolfsson voru dæmdir í sex ára fangelsi fyrir smygl á 30 þúsund e-töflum. 17. september 2015 16:58
„Ég er eins sáttur og það gerist miðað við aðstæður“ Einar Örn Adolfsson fékk skilorðsbundinn dóm fyrir fíkniefnasmygl í dag. Var áður dæmdur í sex ára fangelsi. Er á leið vestur um haf með ársgamla dóttur sem glímir við lungnasjúkdóm. 24. febrúar 2016 14:50