Bein útsending: Tekist á um búvörusamninginn á Alþingi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2016 15:45 Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra og Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, kynntu nýja búvörusamninga fyrir fjölmiðlamönnum á föstudag. vísir/anton brink Sérstakar umræður um búvörusamninginn eru nú yfirstandandi á Alþingi. Þær eru heitar og má fylgjast með þeim á vef Alþingis. Málshefjandi er Helgi Hjörvar Samfylkingu og til andsvara er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson en hann skrifaði undir samninginn fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Samningurinn, sem er til tíu ára, hefur verið gagnrýndur harðlega á undanförnum dögum, eins og Vísir hefur greint frá. Samkvæmt þeim munu útgjöld ríkisins til landbúnaðarmála hækka um rúmar 900 milljónir á næsta ári og verða samtals tæpir 14 milljarðar, en fara smám saman lækkandi á samningstímanum. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að ef „við horfum á þetta í heild sinni erum við að tala um beinan og óbeinan stuðning við landbúnaðinn upp á 22 til 24 milljarða á ári og á tíu ára tímabili erum við að tala um 220 til 240 milljarða pakka sem skattgreiðendur borga með einum eða öðrum hætti.“Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar.Vísir/ValliHelgi Hjörvar Samfylkingu var ómyrkur í máli í ræðustól Alþingis nú áðan: „Niðurgreiðslupólitík. Hvorki bændum né neytendum árangri heldur fer kostnaðurinn fyrst og fremst í milliliði og óhagræði. Ráðin tekin af alþingi í lengri tíma en fyrr. Ekki fyrr en eftir þrennar alþingiskosningar að hægt er að gera breytingar í þessum efnum. Endurskoðunarákvæði að ekki sé hægt að gera breytingar. Við þurfum miklu framfarasinnaðari landbúnaðarpólitík og hér birtist.“ Helgi sagði að forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hafi sagt þetta búið, afgreitt mál. „Við hljótum að mótmæla því. Og verðum að treysta því að fram fari umræða um málið,“ sagði Helgi og leggur áherslu á að þessi samningur verði að fara í gegnum þingið til samþykkis. Alþingi verður að samþykkja fjárheimildir til samningsins. Sigurður Ingi segir tilgang samningsins þann að hægt sé að niðurgreiða landbúnaðarvörur til neytenda. Mikilverð stefnubreyting að hverfa frá kvótakerfi. Greiðslumark gengur kaupum og sölum. Eins og áður sagði má fylgjast með umræðum þingsins beint að neðan.Fréttir Vísis af nýjum búvörusamningi má sjá hér. Búvörusamningar Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Sérstakar umræður um búvörusamninginn eru nú yfirstandandi á Alþingi. Þær eru heitar og má fylgjast með þeim á vef Alþingis. Málshefjandi er Helgi Hjörvar Samfylkingu og til andsvara er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson en hann skrifaði undir samninginn fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Samningurinn, sem er til tíu ára, hefur verið gagnrýndur harðlega á undanförnum dögum, eins og Vísir hefur greint frá. Samkvæmt þeim munu útgjöld ríkisins til landbúnaðarmála hækka um rúmar 900 milljónir á næsta ári og verða samtals tæpir 14 milljarðar, en fara smám saman lækkandi á samningstímanum. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að ef „við horfum á þetta í heild sinni erum við að tala um beinan og óbeinan stuðning við landbúnaðinn upp á 22 til 24 milljarða á ári og á tíu ára tímabili erum við að tala um 220 til 240 milljarða pakka sem skattgreiðendur borga með einum eða öðrum hætti.“Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar.Vísir/ValliHelgi Hjörvar Samfylkingu var ómyrkur í máli í ræðustól Alþingis nú áðan: „Niðurgreiðslupólitík. Hvorki bændum né neytendum árangri heldur fer kostnaðurinn fyrst og fremst í milliliði og óhagræði. Ráðin tekin af alþingi í lengri tíma en fyrr. Ekki fyrr en eftir þrennar alþingiskosningar að hægt er að gera breytingar í þessum efnum. Endurskoðunarákvæði að ekki sé hægt að gera breytingar. Við þurfum miklu framfarasinnaðari landbúnaðarpólitík og hér birtist.“ Helgi sagði að forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hafi sagt þetta búið, afgreitt mál. „Við hljótum að mótmæla því. Og verðum að treysta því að fram fari umræða um málið,“ sagði Helgi og leggur áherslu á að þessi samningur verði að fara í gegnum þingið til samþykkis. Alþingi verður að samþykkja fjárheimildir til samningsins. Sigurður Ingi segir tilgang samningsins þann að hægt sé að niðurgreiða landbúnaðarvörur til neytenda. Mikilverð stefnubreyting að hverfa frá kvótakerfi. Greiðslumark gengur kaupum og sölum. Eins og áður sagði má fylgjast með umræðum þingsins beint að neðan.Fréttir Vísis af nýjum búvörusamningi má sjá hér.
Búvörusamningar Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira