Náðu að lesta fimm hundruð tonnum af áli Aðalsteinn Kjartansson skrifar 24. febrúar 2016 12:38 Frá Straumsvík í morgun. Vísir/Vilhelm „Það var búið að lesta einhverjum fimm hundruð tonnum af áli,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sem fór í Straumsvík í morgun til að styðja við verkfallsvörslu félagsmanna í Hlíf. Verkfall félagsmanna Hlífar sem starfa við að lesta áli í skip við verksmiðju Rio Tinto Alcan hófst á miðnætti. Telja sig hafa fulla heimild Verkfallsverðir stöðvuð lestunina nú um hádegisbil. Gylfi segir að Hlíf hafi verið í fullum rétti til þess. „Við teljum að þetta sé brot á því sem er heimilt er, að það megi ekki ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. Við töldum okkar hafa fulla heimild til þess að koma í veg fyrir þessa lestun,“ segir hann. Formaður Hlífar, Kolbeinn Gunnarsson, sagði við Vísi í morgun að verkefni dagsins væri að hindra það að gengið verði í störf starfsmanna álversins.vísir/anton brinkGylfi segir að ef menn telja vera einhver lögfræðileg þrætuepli um málið eigi það að fara sína leið í réttarkerfinu en ekki að taka slag við starfsmenn á bryggjunni. „Það er alveg ljóst að deilan er komin á mjög alvarlegt stig,“ segir Gylfi sem segir starfsmenn hafa verið beittir þvingunum í 14 mánuði. „Þær þvinganir felast í því að starfsmennirnir hafa ekki fengið launahækkanir eins og allir aðrir landsmenn. Það eitt og sér er þvingunaraðferð, að vera að þvinga starfsmenn til að samþykkja eitthvað sem þeir vilja ekki samþykkja,“ segir hann. „Þeir bara neita að semja.“Verkfallsverðir stöðvuðu álflutning úr álverinu í Straumsvík.Vísir/VilhelmLöglega boðað verkfall Gylfi segir að félagsdómur hafi úrskurðað um lögmæti verkfallsaðgerðanna í gærkvöldi. Skiljanlega þurfi hún að vera skýr og öllum ljóst hverjir það eru sem leggja niður störf. Hann segir engan vafa vera um það í þessu tilviki. „Þetta er tiltölulega einfalt. Það er þarna deild í fyrirtækinu sem heitir flutningadeild sem að skipar út áli sem er tiltölulega auðkennanlegt,“ segir hann. „Og okkur er þetta heimilt og okkur er þá líka heimilt að fylgja þessu eftir.“ Gylfi segist óttast það að deilur sem þessar verði harðari ákveði fyrirtæki að hverfa aftur til þess tíma þar sem reynt var að fá aðila utan stéttarfélaganna til að ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. „Þá verða starfsmenn að verja sinn rétt með beinum hætti,“ segir hann. „Ég held að það sé ekki mjög klókt hjá atvinnulífinu að gera,“ segir Gylfi. Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir „Rannveig Rist er komin niður á höfn með hóp stjórnenda sem ætlar að ganga í störfin“ Verkfall starfsmanna í álverinu í Straumsvík er hafið. 24. febrúar 2016 09:37 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
„Það var búið að lesta einhverjum fimm hundruð tonnum af áli,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sem fór í Straumsvík í morgun til að styðja við verkfallsvörslu félagsmanna í Hlíf. Verkfall félagsmanna Hlífar sem starfa við að lesta áli í skip við verksmiðju Rio Tinto Alcan hófst á miðnætti. Telja sig hafa fulla heimild Verkfallsverðir stöðvuð lestunina nú um hádegisbil. Gylfi segir að Hlíf hafi verið í fullum rétti til þess. „Við teljum að þetta sé brot á því sem er heimilt er, að það megi ekki ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. Við töldum okkar hafa fulla heimild til þess að koma í veg fyrir þessa lestun,“ segir hann. Formaður Hlífar, Kolbeinn Gunnarsson, sagði við Vísi í morgun að verkefni dagsins væri að hindra það að gengið verði í störf starfsmanna álversins.vísir/anton brinkGylfi segir að ef menn telja vera einhver lögfræðileg þrætuepli um málið eigi það að fara sína leið í réttarkerfinu en ekki að taka slag við starfsmenn á bryggjunni. „Það er alveg ljóst að deilan er komin á mjög alvarlegt stig,“ segir Gylfi sem segir starfsmenn hafa verið beittir þvingunum í 14 mánuði. „Þær þvinganir felast í því að starfsmennirnir hafa ekki fengið launahækkanir eins og allir aðrir landsmenn. Það eitt og sér er þvingunaraðferð, að vera að þvinga starfsmenn til að samþykkja eitthvað sem þeir vilja ekki samþykkja,“ segir hann. „Þeir bara neita að semja.“Verkfallsverðir stöðvuðu álflutning úr álverinu í Straumsvík.Vísir/VilhelmLöglega boðað verkfall Gylfi segir að félagsdómur hafi úrskurðað um lögmæti verkfallsaðgerðanna í gærkvöldi. Skiljanlega þurfi hún að vera skýr og öllum ljóst hverjir það eru sem leggja niður störf. Hann segir engan vafa vera um það í þessu tilviki. „Þetta er tiltölulega einfalt. Það er þarna deild í fyrirtækinu sem heitir flutningadeild sem að skipar út áli sem er tiltölulega auðkennanlegt,“ segir hann. „Og okkur er þetta heimilt og okkur er þá líka heimilt að fylgja þessu eftir.“ Gylfi segist óttast það að deilur sem þessar verði harðari ákveði fyrirtæki að hverfa aftur til þess tíma þar sem reynt var að fá aðila utan stéttarfélaganna til að ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. „Þá verða starfsmenn að verja sinn rétt með beinum hætti,“ segir hann. „Ég held að það sé ekki mjög klókt hjá atvinnulífinu að gera,“ segir Gylfi.
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir „Rannveig Rist er komin niður á höfn með hóp stjórnenda sem ætlar að ganga í störfin“ Verkfall starfsmanna í álverinu í Straumsvík er hafið. 24. febrúar 2016 09:37 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
„Rannveig Rist er komin niður á höfn með hóp stjórnenda sem ætlar að ganga í störfin“ Verkfall starfsmanna í álverinu í Straumsvík er hafið. 24. febrúar 2016 09:37