Erlent

Segir líf sitt í Mosul hafa verið erfitt

Samúel Karl Ólason skrifar
Marlin Stivani Nivarlain í Kúrdistan.
Marlin Stivani Nivarlain í Kúrdistan. Mynd/KRSC
Sænsk táningsstúlka sem var í haldi Íslamska ríkisins þar til nýlega segir líf sitt í Mosul hafa verið erfitt. Hin sextán ára gamla Marlin Stivani Nivarlain flúði með kærasta sínum frá Svíþjóð og fóru þau til Sýrlands. Henni var bjargað af sérsveitum Kúrda en hún var nýverið í sjónvarpsviðtali í Kúrdistan.

Stúlkan á að hafa ferðast frá Svíþjóð til Sýrlands í maí á síðasta ári og þaðan haldið yfir landamærin til Íraks. Henni var bjargað nærri borginni Mosul, næststærstu borg Íraks, þar sem liðsmenn ISIS ráða nú ríkjum.

Í viðtalinu lýsir hún ferðalagi sínu til Sýrlands og Írak. Hún segist hafa samþykkt að fara með kærasta sínum, sem vildi ganga til liðs við ISIS. Hún segist ekkert hafa vitað um íslam né Íslamska ríkið. Hún var fimmtán ára gömul og kærasti hennar var nítján.

Viðtalið má sjá hér á vef Kurdistan24.net.

Hún talar ekki um son sinn, sem talið er að hún hafi eignast í nóvember og viðtalið virðist að mestu vera lesið upp eftir handriti.

Eftir langt ferðalag með lestum og á puttanum fóru þau inn í Sýrland nærri bænum Gaziantep í Tyrklandi. Þau hafi verið flutt af vígamönnum til borgarinnar Mosul, þar sem þau hafi fengið hús. Þau hafi hvorki haft aðgang að rafmangi né vatni.

„Í Svíþjóð höfðum við allt og þegar ég var þarna höfðum við ekkert.“

Stúlkan segist hafa komist í síma og náð sambandi við móður sína. Hún hafi talað við yfirvöld í Svíþjóð. Hún byrjar að nefna einhverja sem yfirvöld í Svíþjóð höfðu samband við en virðist vera stöðvuð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×