Innlent

Undirskriftirnar orðnar áttatíu þúsund

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Söfnunin nú staðið yfir í fimm vikur.
Söfnunin nú staðið yfir í fimm vikur.
Áttatíu þúsund manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, þar sem þess er krafist að ellefu prósentum af vergri landsframleiðslu verði varið í íslenska heilbrigðiskerfið. Söfnunin er komin vel á veg en markmiðið er að safna hundrað þúsund undirskriftum fyrir 1. apríl næstkomandi. Hún hefur nú staðið yfir í tæpar fimm vikur.  

Söfnunin er nú nálægt því að verða sú fjölmennasta í sögu íslenska lýðveldisins en enn sem komið er skipar hún annað sætið. Sú stærsta var árið 2009 þegar um 83 þúsund manns mótmæltu hryðjuverkalöggjöf Breta, en þar voru einnig að finna nöfn frá öðrum ríkjum. Þá skrifuðu sjötíu þúsund manns undir stuðning við flugvöllinn í Vatnsmýri.

Kári Stefánsson hefur lengi gagnrýnt íslenska heilbrigðiskerfið og segir það ekki hafa fylgt framþróun í læknisfræði, hvort sem um sé að ræða notkun á tækjabúnaði eða bestu lyfin. Þá eyði Íslendingar því sem nemi 8,7 prósentum af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál sem sé langt undir meðaltali á Norðurlöndum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×