Innlent

Farþegavél hvarf í Nepal

Vísir/Getty
Lítil farþegaflugvél með að minnsta kosti 21 innanborðs er týnd í fjallgörðum Nepal. Vélin er af Twin Otter gerð og var á leiðinni frá bænum Pokhara til Jomson þegar öll samskipti við flugturn rofnuðu.

Talið er að tvö börn séu um borð og tveir erlendir ríkisborgarar að auki. Öryggismál í innanlandsflugi í Nepal eru afar slök en þó kemur hvarf vélarinnar mönnum á óvart í ljósi þess að veður og allar aðrar aðstæður voru með besta móti.

Frá árinu 1949, þegar fyrsta flugvélin kom til Nepal, hafa rúmlega sjötíu fluslys orðið í landinu þar sem rúmlega 700 manns hafa farist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×