Lífið

Forsætisráðherra gaf gæsum brauð en ekki hamborgara

Birgir Olgeirsson skrifar
Eftir því sem Vísir kemst næst kunnu gæsirnar vel að meta matargjöfina frá forsætisráðherranum.
Eftir því sem Vísir kemst næst kunnu gæsirnar vel að meta matargjöfina frá forsætisráðherranum. Vísir/Hannes Sverrisson
Það er í ýmsu að snúast hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra á hverjum degi en í dag tók hann sér stutt hlé frá sínum mikilvægu störfum til að gefa nokkrum gæsum brauð sem voru við stjórnarráðshúsið við Lækjartorg.

Einhverjir vegfarendur töldu forsætisráðherra hafa verið gefa gæsunum hráa hamborgara en sá misskilningur stafaði af því að Sigmundur Davíð geymdi brauðið í munnþurrkum sem voru skreyttar með rauðum hringjum.

Vísir/Hannes Sverrisson
Að sögn Jóhannesar Þórs Skúlasonar, aðstoðarmanns forsætisráðherra, eru þessar sérstæðu servíettur að finna í stjórnarráðshúsinu og skreytingin á þeim því væntanlega valdið þeim misskilningi að forsætisráðherrann héldi á hamborgurum.

Eftir því sem Vísir kemst næst kunnu gæsirnar vel að meta matargjöfina frá forsætisráðherranum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.