Ég styð Vigfús Bjarna Albertsson til forseta Tolli skrifar 23. febrúar 2016 11:58 Þegar komið var til mín fyrir nokkru og ég spurður hvort ég væri til í að skora á Vigfús að bjóða sig fram til forseta Íslands svaraði ég játandi án þess að þurfa að hugsa mig lengi um. Það sem mér finnst Vigfús hafa umfram aðra sem stigið hafa fram til þessa hlutverks er að hann getur staðið undir því að vera maður sáttar og sameiningar og það er einmitt það sem að við höfum verið að bíða eftir í all langan tíma, að finna einhvern farveg fyrir þjóðina sem gæti heilað hana eftir áföll liðinna ára, því það er öllum ljóst að það ríkir mikið ójafnvægi í þjóðarsálinni og stöðugt er alið á gremju og ótta og margir búa til í haginn fyrir sig og sína með því að ala á þessum sorta. Að við fengjum forseta sem er jafnmikill umhverfissinni gagnvart náttúru landsins og landslagi hugans og er læs á hvort tveggja er mikið happ fyrir okkur fólkið í landinu. Ég get ekki sagt að ég sé gjörkunnugur Vigfúsi en hann heimsótti mig á sjúkrabeðið þegar ég var að koma úr krabbameinsaðgerðinni í fyrra sumar, ég hef setið námskeið sem hann hefur verið leiðbeinandi á og svo höfum við rætt málin yfir góðum málsverð og mín reynsla er sú að þarna finn ég mann sem er uppfullur af velvild og kærleik gagnvart sínu samferðafólki, greindur og víðsýnn er hann og fínn húmoristi. Hann er sem hann talar, maður orða sinna og traustur og treysti ég honum til að takast á við hvaða verkefni sem er, félagsleg sem pólitísk á hvaða vettvangi sem er og þegar ég segi pólitísk þá er ég ekki að vísa til þess að við Vigfús séum reglubræður í einhverju pólitísku ritúali, satt að segja hef ég ekki hugmynd um hvar Vigfús er í pólitík. Það sem ristir dýpra en öll póltík í fari hans er að hann er maður kærleikans og sá sem hefur kærleika og velvild sem nálina í sínum pólitíska áttavita villist ekki, svo ég er tilbúin að styðja hann alla leið. Ekki er Vigfús maður einsamall en hann er umvafinn fallegri fjölskyldu þar sem hann er giftur henni Valdísi Ösp Ívarsdóttur og eiga þau saman þrjú yndisleg börn. Ef eitthvað er þá finnst mér ég geta sagt að ég þekki Valdísi betur en Vigfús og finnst mér hún hafa slíka mannkosti að ef hún hefði gefið kost á sér til embættis forsetans þá væri erfitt fyrir mig að velja á milli hennar og Vigfúsar en sem betur fer þarf þess ekki því ef allt gengur upp á verður þessi fjölskylda fyrir okkur á Bessastöðum næstu fjögur árin. Megi svo verða. Ást og friður. Tolli Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Skoðun Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar komið var til mín fyrir nokkru og ég spurður hvort ég væri til í að skora á Vigfús að bjóða sig fram til forseta Íslands svaraði ég játandi án þess að þurfa að hugsa mig lengi um. Það sem mér finnst Vigfús hafa umfram aðra sem stigið hafa fram til þessa hlutverks er að hann getur staðið undir því að vera maður sáttar og sameiningar og það er einmitt það sem að við höfum verið að bíða eftir í all langan tíma, að finna einhvern farveg fyrir þjóðina sem gæti heilað hana eftir áföll liðinna ára, því það er öllum ljóst að það ríkir mikið ójafnvægi í þjóðarsálinni og stöðugt er alið á gremju og ótta og margir búa til í haginn fyrir sig og sína með því að ala á þessum sorta. Að við fengjum forseta sem er jafnmikill umhverfissinni gagnvart náttúru landsins og landslagi hugans og er læs á hvort tveggja er mikið happ fyrir okkur fólkið í landinu. Ég get ekki sagt að ég sé gjörkunnugur Vigfúsi en hann heimsótti mig á sjúkrabeðið þegar ég var að koma úr krabbameinsaðgerðinni í fyrra sumar, ég hef setið námskeið sem hann hefur verið leiðbeinandi á og svo höfum við rætt málin yfir góðum málsverð og mín reynsla er sú að þarna finn ég mann sem er uppfullur af velvild og kærleik gagnvart sínu samferðafólki, greindur og víðsýnn er hann og fínn húmoristi. Hann er sem hann talar, maður orða sinna og traustur og treysti ég honum til að takast á við hvaða verkefni sem er, félagsleg sem pólitísk á hvaða vettvangi sem er og þegar ég segi pólitísk þá er ég ekki að vísa til þess að við Vigfús séum reglubræður í einhverju pólitísku ritúali, satt að segja hef ég ekki hugmynd um hvar Vigfús er í pólitík. Það sem ristir dýpra en öll póltík í fari hans er að hann er maður kærleikans og sá sem hefur kærleika og velvild sem nálina í sínum pólitíska áttavita villist ekki, svo ég er tilbúin að styðja hann alla leið. Ekki er Vigfús maður einsamall en hann er umvafinn fallegri fjölskyldu þar sem hann er giftur henni Valdísi Ösp Ívarsdóttur og eiga þau saman þrjú yndisleg börn. Ef eitthvað er þá finnst mér ég geta sagt að ég þekki Valdísi betur en Vigfús og finnst mér hún hafa slíka mannkosti að ef hún hefði gefið kost á sér til embættis forsetans þá væri erfitt fyrir mig að velja á milli hennar og Vigfúsar en sem betur fer þarf þess ekki því ef allt gengur upp á verður þessi fjölskylda fyrir okkur á Bessastöðum næstu fjögur árin. Megi svo verða. Ást og friður. Tolli
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar