Reisa nýtt álver í Noregi sem sparar 15% raforku Kristján Már Unnarsson skrifar 23. febrúar 2016 11:15 Grafísk mynd af álveri Norsk Hydro á Karmöy, eða Körmt, eins og eyjan heitir í íslenskum fornritum. Grafík/Norsk Hydro. Norsk Hydro hefur tilkynnt um 65 milljarða króna fjárfestingu í nýrri tegund álvers, sem á að vera það umhverfisvænasta í heimi. Ef íslensku álverin fengju samskonar tækni gæti sparast orka sem er ígildi þriggja Búðarhálsvirkjana. Greint var frá verkefninu í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þetta verður tilraunaverksmiðja sem reist verður við álver Norsk Hydro á Karmöy skammt frá Haugasundi og á framleiðslan að hefjast á síðari hluta næsta árs. Framleiðslugetan verður um 75 þúsund tonn á ári. Norskir fjölmiðlar segja að ef olíuiðnaður sé undanskilinn sé þetta stærsta einstaka fjárfesting í Noregi frá því álver Hydro á Sunndalseyri var stækkað fyrir tólf árum. Svo mikilvæg þykja skilaboðin fyrir loftlagsumræðuna og norskan efnahag um þessar mundir að forsætisráðherrann Erna Solberg ákvað sjálf að vera viðstödd þegar ráðamenn Norsk Hydro kynntu ákvörðun sína í síðustu viku. Þeir segja að með nýrri tækni sparist fimmtán prósent í raforkunotkun á hvert tonn áls og jafnframt verði losun úrgangsefna sú minnsta sem þekkist í áliðnaði. Þannig verði þetta umhverfisvænasta álver heims og ganga sumir svo langt að segja að þetta verði kannski stærsta framlag Norðmanna til umhverfismála heimsins til þessa. Tæknin gengur út á það ná betri stjórn á rafsegulbylgjum við rafgreiningu í álkerjunum en þannig þarf minni rafstraum við framleiðsluna. Norskt ríkisfyrirtæki á sviði orkuskipta, Enova, greiðir 37 prósent kostnaðar og var ríkisstyrkurinn samþykktur af ESA, Eftirlitsstofnun EFTA. Í ljósi þess að um tveir þriðju hlutar á raforkuframleiðslu á Íslandi fara til álvera verður athyglisvert fyrir Íslendinga að fylgjast með hvernig Norsk Hydro gengur að innleiða þessa nýju tækni í sín álver. Álverin þrjú á Íslandi nota um þrettán þúsund gígavattsstundir á ári og ef fimmtán prósenta orkusparnaður næðist hjá þeim jafngilti það framleiðslugetu á við þrjár Búðarhálsvirkjanir. Bókfærður heildarkostnaður Landsvirkjunar vegna Búðarhálsvirkjunar er um 230 milljónir bandaríkjadala, eða nærri 30 milljarðar króna.Búðarhálsvirkjun er nýjasta stórvirkjun Íslendinga. Smíði hennar kostaði um 30 milljarða króna.Mynd/Stöð 2. Tengdar fréttir Vilja álver vegna jákvæðra áhrifa á Grundartanga og Reyðarfirði Hafinn er undirbúningur álvers á Norðurlandi vestra, milli Blönduóss og Skagastrandar. 12. júní 2015 19:30 Vill ekki sjá álver á Skagaströnd: „Þeim er ekki sjálfrátt, vesalings aumingjunum“ 120 þúsund tonna álver á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð er umdeilt framkvæmd. 7. júlí 2015 11:25 Álver í Húnavatnssýslu myndi lyfta grettistaki Sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra segjast einbeittir í því að kanna til hlítar möguleika á álveri við Skagaströnd. 5. ágúst 2015 20:56 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Norsk Hydro hefur tilkynnt um 65 milljarða króna fjárfestingu í nýrri tegund álvers, sem á að vera það umhverfisvænasta í heimi. Ef íslensku álverin fengju samskonar tækni gæti sparast orka sem er ígildi þriggja Búðarhálsvirkjana. Greint var frá verkefninu í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þetta verður tilraunaverksmiðja sem reist verður við álver Norsk Hydro á Karmöy skammt frá Haugasundi og á framleiðslan að hefjast á síðari hluta næsta árs. Framleiðslugetan verður um 75 þúsund tonn á ári. Norskir fjölmiðlar segja að ef olíuiðnaður sé undanskilinn sé þetta stærsta einstaka fjárfesting í Noregi frá því álver Hydro á Sunndalseyri var stækkað fyrir tólf árum. Svo mikilvæg þykja skilaboðin fyrir loftlagsumræðuna og norskan efnahag um þessar mundir að forsætisráðherrann Erna Solberg ákvað sjálf að vera viðstödd þegar ráðamenn Norsk Hydro kynntu ákvörðun sína í síðustu viku. Þeir segja að með nýrri tækni sparist fimmtán prósent í raforkunotkun á hvert tonn áls og jafnframt verði losun úrgangsefna sú minnsta sem þekkist í áliðnaði. Þannig verði þetta umhverfisvænasta álver heims og ganga sumir svo langt að segja að þetta verði kannski stærsta framlag Norðmanna til umhverfismála heimsins til þessa. Tæknin gengur út á það ná betri stjórn á rafsegulbylgjum við rafgreiningu í álkerjunum en þannig þarf minni rafstraum við framleiðsluna. Norskt ríkisfyrirtæki á sviði orkuskipta, Enova, greiðir 37 prósent kostnaðar og var ríkisstyrkurinn samþykktur af ESA, Eftirlitsstofnun EFTA. Í ljósi þess að um tveir þriðju hlutar á raforkuframleiðslu á Íslandi fara til álvera verður athyglisvert fyrir Íslendinga að fylgjast með hvernig Norsk Hydro gengur að innleiða þessa nýju tækni í sín álver. Álverin þrjú á Íslandi nota um þrettán þúsund gígavattsstundir á ári og ef fimmtán prósenta orkusparnaður næðist hjá þeim jafngilti það framleiðslugetu á við þrjár Búðarhálsvirkjanir. Bókfærður heildarkostnaður Landsvirkjunar vegna Búðarhálsvirkjunar er um 230 milljónir bandaríkjadala, eða nærri 30 milljarðar króna.Búðarhálsvirkjun er nýjasta stórvirkjun Íslendinga. Smíði hennar kostaði um 30 milljarða króna.Mynd/Stöð 2.
Tengdar fréttir Vilja álver vegna jákvæðra áhrifa á Grundartanga og Reyðarfirði Hafinn er undirbúningur álvers á Norðurlandi vestra, milli Blönduóss og Skagastrandar. 12. júní 2015 19:30 Vill ekki sjá álver á Skagaströnd: „Þeim er ekki sjálfrátt, vesalings aumingjunum“ 120 þúsund tonna álver á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð er umdeilt framkvæmd. 7. júlí 2015 11:25 Álver í Húnavatnssýslu myndi lyfta grettistaki Sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra segjast einbeittir í því að kanna til hlítar möguleika á álveri við Skagaströnd. 5. ágúst 2015 20:56 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Vilja álver vegna jákvæðra áhrifa á Grundartanga og Reyðarfirði Hafinn er undirbúningur álvers á Norðurlandi vestra, milli Blönduóss og Skagastrandar. 12. júní 2015 19:30
Vill ekki sjá álver á Skagaströnd: „Þeim er ekki sjálfrátt, vesalings aumingjunum“ 120 þúsund tonna álver á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð er umdeilt framkvæmd. 7. júlí 2015 11:25
Álver í Húnavatnssýslu myndi lyfta grettistaki Sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra segjast einbeittir í því að kanna til hlítar möguleika á álveri við Skagaströnd. 5. ágúst 2015 20:56