Illugi telur Sigmund misskilinn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. febrúar 2016 07:00 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. vísir/gva „Ég held að menn misskilji forsætisráðherra. Mér finnst hann vera að segja hið augljósa. Það þarf að tryggja nægt fjármagn fyrir háskólastarfsemi, hvort sem er úti á landi eða í Reykjavík,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Vísar Illugi þar til ummæla Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að ákvörðun Háskóla Íslands um að hætta með íþróttakennaranám á Laugarvatni muni „væntanlega kalla á að fjárveitingum verði í auknum mæli beint til skóla á landsbyggðinni á þeirra eigin forsendum“. Ummæli forsætisráðherra vöktu nokkra reiði. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, sagði þau hótanir og minna á stjórnarfar í alræðisríkjum. Þá sagði Magnús Karl Magnússon, prófessor í læknadeild, forsætisráðherrann hóta að svelta háskóla á höfuðborgarsvæðinu. Illugi segir fráleitt að halda því fram að forsætisráðherra sýni alræðistilburði eða standi í hótunum. „Það sem forsætisráðherra bendir á er að háskólakerfið er undirfjármagnað. Ef við viljum halda úti starfsemi úti á landi, og það viljum við, þá þarf að tryggja fjármagn til að það sé hægt,“ segir Illugi og bendir á að fyrir liggi stefnumótun á vegum Vísinda- og tækniráðs um að auka fjármagn til háskólanna. Háskóli Íslands hafi sjálfstæði samkvæmt lögum og taki sínar ákvarðanir. „Háskólinn hefur sjálfur bent á að það voru ekki nógu margir nemendur til að halda úti þessu námi,“ segir menntamálaráðherra. Tengdar fréttir Sigmundur segir ákvörðun háskólans kalla á að fjárveitingum verði beint til skóla á landsbyggðinni „Menntastofnanir eru á meðal mikilvægustu innviða samfélagsins og þeir innviðir þurfa að vera traustir um allt land,“ skrifar ráðherrann. 20. febrúar 2016 13:37 Akademían er æf vegna orða Sigmundar Davíðs Forsætisráðherra er sakaður um hótanir og lýðskrum í ummælum um skólastarf við Laugarvatn. 22. febrúar 2016 11:13 Sigmundur bregst illa við gagnrýni háskólafólks Forsætisráðherra telur gagnrýni háskólafólks snúast um að háskólamenn vilji fá fé til höfuðborgarsvæðisins. 22. febrúar 2016 14:31 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
„Ég held að menn misskilji forsætisráðherra. Mér finnst hann vera að segja hið augljósa. Það þarf að tryggja nægt fjármagn fyrir háskólastarfsemi, hvort sem er úti á landi eða í Reykjavík,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Vísar Illugi þar til ummæla Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að ákvörðun Háskóla Íslands um að hætta með íþróttakennaranám á Laugarvatni muni „væntanlega kalla á að fjárveitingum verði í auknum mæli beint til skóla á landsbyggðinni á þeirra eigin forsendum“. Ummæli forsætisráðherra vöktu nokkra reiði. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, sagði þau hótanir og minna á stjórnarfar í alræðisríkjum. Þá sagði Magnús Karl Magnússon, prófessor í læknadeild, forsætisráðherrann hóta að svelta háskóla á höfuðborgarsvæðinu. Illugi segir fráleitt að halda því fram að forsætisráðherra sýni alræðistilburði eða standi í hótunum. „Það sem forsætisráðherra bendir á er að háskólakerfið er undirfjármagnað. Ef við viljum halda úti starfsemi úti á landi, og það viljum við, þá þarf að tryggja fjármagn til að það sé hægt,“ segir Illugi og bendir á að fyrir liggi stefnumótun á vegum Vísinda- og tækniráðs um að auka fjármagn til háskólanna. Háskóli Íslands hafi sjálfstæði samkvæmt lögum og taki sínar ákvarðanir. „Háskólinn hefur sjálfur bent á að það voru ekki nógu margir nemendur til að halda úti þessu námi,“ segir menntamálaráðherra.
Tengdar fréttir Sigmundur segir ákvörðun háskólans kalla á að fjárveitingum verði beint til skóla á landsbyggðinni „Menntastofnanir eru á meðal mikilvægustu innviða samfélagsins og þeir innviðir þurfa að vera traustir um allt land,“ skrifar ráðherrann. 20. febrúar 2016 13:37 Akademían er æf vegna orða Sigmundar Davíðs Forsætisráðherra er sakaður um hótanir og lýðskrum í ummælum um skólastarf við Laugarvatn. 22. febrúar 2016 11:13 Sigmundur bregst illa við gagnrýni háskólafólks Forsætisráðherra telur gagnrýni háskólafólks snúast um að háskólamenn vilji fá fé til höfuðborgarsvæðisins. 22. febrúar 2016 14:31 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Sigmundur segir ákvörðun háskólans kalla á að fjárveitingum verði beint til skóla á landsbyggðinni „Menntastofnanir eru á meðal mikilvægustu innviða samfélagsins og þeir innviðir þurfa að vera traustir um allt land,“ skrifar ráðherrann. 20. febrúar 2016 13:37
Akademían er æf vegna orða Sigmundar Davíðs Forsætisráðherra er sakaður um hótanir og lýðskrum í ummælum um skólastarf við Laugarvatn. 22. febrúar 2016 11:13
Sigmundur bregst illa við gagnrýni háskólafólks Forsætisráðherra telur gagnrýni háskólafólks snúast um að háskólamenn vilji fá fé til höfuðborgarsvæðisins. 22. febrúar 2016 14:31