Arðgreiðslur Landsvirkjunar stefna í 10-20 milljarða á ári Kristján Már Unnarsson skrifar 22. febrúar 2016 20:45 Landsvirkjun sér fram á að arðgreiðslur fyrirtækisins til eiganda síns gætu hækkað í tíu til tuttugu milljarða króna á ári á næstu tveimur til þremur árum. Afkoman er það góð að fyrirtækið reisir bæði Þeistareykjavirkjun og stækkar Búrfellsvirkjun án þess að auka skuldir. Landsvirkjun hefur aldrei selt jafnmikið af raforku og í fyrra, sem vó upp lágt álverð. Niðurstaðan sem forstjórinn Hörður Arnarson kynnti fréttamönnum og fulltrúum greiningarfyrirtækja í dag er sú að ellefu milljarða króna hagnaður sé góð afkoma í krefjandi umhverfi. „Við höfum á síðustu rúmum fimm árum verið að lækka skuldir um yfir hundrað milljarða á sama tíma og við höfum verið að fjárfesta líka í nýjum virkjunum og viðhaldið okkar virkjunum mjög vel,“ segir Hörður.Í hálfrar aldar sögu Landsvirkjunar hefur staða fyrirtækisins aldrei verið jafn sterk. Hreinar eignir umfram skuldir nema um 245 milljörðum króna. Sterkt eiginfjárhlutfall endurspeglast í vaxandi trausti sem fyrirtækið nýtur á erlendum lánamörkuðum, segir forstjórinn. Þá stefnir í að Landsvirkjun verði með tvær virkjanir í smíðum á sama tíma, sem ekki hefur áður gerst, Þeistareykjavirkjun og Búrfellsvirkjun 2. Hörður segir Landsvirkjun gera ráð fyrir að byggja þær báðar án þess að skuldir aukist, með framlögum úr rekstri, og jafnvel þannig að skuldir lækki. Jafnframt sér fyrirtækið fram á að geta stóraukið arðgreiðslur. „Miðað við varfærnar forsendur þá teljum við að eftir 2-3 ár gætum við aukið arðgreiðslurnar. Við höfum verið að borga undanfarin ár um einn og hálfan milljarð, sem er ekki mikið fyrir fyrirtæki eins og Landsvirkjun. En okkar mat er að þetta gæti farið upp í 10-20 milljarða á ári,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Tengdar fréttir Segir hart tekist á um nýjan raforkusamning Norðuráls Forstjóri Landsvirkjunar sakaði forsvarsmenn Norðuráls um að hafa truflað erfiðar kjaraviðræður í Straumsvík til að bæta samningsstöðu sína. 17. desember 2015 20:00 Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52 Landsvirkjun skilaði 11 milljarða hagnaði á síðasta ári Rekstrartekjur drógust hins vegar saman á árinu. 20. febrúar 2016 10:19 Um 150 manns fá vinnu við stækkun Búrfellsvirkjunar Framkvæmdir hefjast í vor. 10. febrúar 2016 10:34 Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Landsvirkjun sér fram á að arðgreiðslur fyrirtækisins til eiganda síns gætu hækkað í tíu til tuttugu milljarða króna á ári á næstu tveimur til þremur árum. Afkoman er það góð að fyrirtækið reisir bæði Þeistareykjavirkjun og stækkar Búrfellsvirkjun án þess að auka skuldir. Landsvirkjun hefur aldrei selt jafnmikið af raforku og í fyrra, sem vó upp lágt álverð. Niðurstaðan sem forstjórinn Hörður Arnarson kynnti fréttamönnum og fulltrúum greiningarfyrirtækja í dag er sú að ellefu milljarða króna hagnaður sé góð afkoma í krefjandi umhverfi. „Við höfum á síðustu rúmum fimm árum verið að lækka skuldir um yfir hundrað milljarða á sama tíma og við höfum verið að fjárfesta líka í nýjum virkjunum og viðhaldið okkar virkjunum mjög vel,“ segir Hörður.Í hálfrar aldar sögu Landsvirkjunar hefur staða fyrirtækisins aldrei verið jafn sterk. Hreinar eignir umfram skuldir nema um 245 milljörðum króna. Sterkt eiginfjárhlutfall endurspeglast í vaxandi trausti sem fyrirtækið nýtur á erlendum lánamörkuðum, segir forstjórinn. Þá stefnir í að Landsvirkjun verði með tvær virkjanir í smíðum á sama tíma, sem ekki hefur áður gerst, Þeistareykjavirkjun og Búrfellsvirkjun 2. Hörður segir Landsvirkjun gera ráð fyrir að byggja þær báðar án þess að skuldir aukist, með framlögum úr rekstri, og jafnvel þannig að skuldir lækki. Jafnframt sér fyrirtækið fram á að geta stóraukið arðgreiðslur. „Miðað við varfærnar forsendur þá teljum við að eftir 2-3 ár gætum við aukið arðgreiðslurnar. Við höfum verið að borga undanfarin ár um einn og hálfan milljarð, sem er ekki mikið fyrir fyrirtæki eins og Landsvirkjun. En okkar mat er að þetta gæti farið upp í 10-20 milljarða á ári,“ segir forstjóri Landsvirkjunar.
Tengdar fréttir Segir hart tekist á um nýjan raforkusamning Norðuráls Forstjóri Landsvirkjunar sakaði forsvarsmenn Norðuráls um að hafa truflað erfiðar kjaraviðræður í Straumsvík til að bæta samningsstöðu sína. 17. desember 2015 20:00 Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52 Landsvirkjun skilaði 11 milljarða hagnaði á síðasta ári Rekstrartekjur drógust hins vegar saman á árinu. 20. febrúar 2016 10:19 Um 150 manns fá vinnu við stækkun Búrfellsvirkjunar Framkvæmdir hefjast í vor. 10. febrúar 2016 10:34 Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Segir hart tekist á um nýjan raforkusamning Norðuráls Forstjóri Landsvirkjunar sakaði forsvarsmenn Norðuráls um að hafa truflað erfiðar kjaraviðræður í Straumsvík til að bæta samningsstöðu sína. 17. desember 2015 20:00
Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52
Landsvirkjun skilaði 11 milljarða hagnaði á síðasta ári Rekstrartekjur drógust hins vegar saman á árinu. 20. febrúar 2016 10:19
Um 150 manns fá vinnu við stækkun Búrfellsvirkjunar Framkvæmdir hefjast í vor. 10. febrúar 2016 10:34