Þjóðminjasafn sameinast Minjastofnun: Friðlýsing húsa og mannvirkja færð undir forsætisráðuneytið Bjarki Ármannsson skrifar 22. febrúar 2016 19:00 Verkefni laga um menningarminjar sem lúta að friðlýsingu húsa og mannvirkja, sem og afnám slíkrar friðlýsingar, færast til forsætisráðuneytisins verði nýtt frumvarp að lögum. Vísir/Daníel Minjastofnun Íslands og Þjóðminjasafn Íslands verða sameinuð í eina stofnun, Þjóðminjastofnun, en Þjóðminjasafnið verður ennþá til sem höfuðsafn. Verkefni laga um menningarminjar sem lúta að friðlýsingu húsa og mannvirkja, sem og afnám slíkrar friðlýsingar, færast til forsætisráðuneytisins. Þetta er lagt til í nýju lagafrumvarpi stýrihóps á vegum forsætisráðherra. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að frumvarpið geri ráð fyrir að rekstrargjöld Minjastofnunar og Þjóðminjasafns lækki umtalsvert við sameininguna. Stýrihópurinn telji að allt að tíu prósent hagræðing geti náðst innan tíu ára með nýrri stofnun. Stýrihópurinn var skipaður af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í nóvember síðastliðnum, um tveimur mánuðum eftir að ráðuneytið kynnti tillögu að breytingum á lögum um menningarminjar. Þær breytingar fólust meðal annars í því að ráðherra fengi heimild til þess að taka lönd og mannvirki eignarnámi og réttindi til að framkvæma friðlýsingu. Þá kom fram á vef ráðuneytisins að von væri á víðtækari endurskoðun þessara laga. Áhugi Sigmundar Davíð á skipulagsmálum er vel þekktur en hann hefur meðal annars gagnrýnt fyrirhuguð rif gamalla húsa á lóð Menntaskólans í Reykjavík, friðlýst tónleikasalinn á skemmtistaðnum NASA við Austurvöll þar sem til stóð að reisa hótel og lagt til friðun hafnargarðsins við Austurbakka í Reykjavík þar sem umfangsmiklar byggingarframkvæmdir eiga að fara fram. Hafnargarðurinn var stuttu síðar friðlýstur af forsætisráðuneytinu en Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra og þingflokksformaður Framsóknarflokksins, var settur forsætisráðherra í því máli. Málefni verndar og friðlýsingar gamalla bygginga hafa að talsverðu leyti færst til forsætisráðuneytisins í valdatíð Sigmundar Davíðs. Minjastofnun var undir forræði menntamálaráðuneytisins en var fært undir forsætisráðuneytið fljótlega eftir að Sigmundur Davíð tók við ráðuneytinu árið 2013. Þá samþykkti Alþingi árið 2015 frumvarp sem felur í sér að ráðherrann getur ákveðið einhliða að breyta byggðum svæðum á Íslandi í sérstök verndarsvæði. Í stýrihópnum sem stendur á bak við nýju tillögurnar sátu forstöðumaður Minjastofnunar Íslands, þjóðminjavörður, húsameistari ríkisins og Sigurður Örn Guðleifsson, settur skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, sem var formaður hópsins. Tengdar fréttir Segir forsætisráðherra frekar þurfa að rífast við sjálfan sig Borgarstjóri setur út á málflutning forsætisráðherra og segir ríkið vilja rífa Casa Christi. 29. janúar 2016 17:15 Sigmundur vill heimild til eignarnáms Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hyggst leggja fram frumvarp til laga á yfirstandandi þingi um breytingar á menningarminjum. 22. september 2015 00:01 Hafnargarðurinn: Um hvað var deilt? Upprifjun á deilum um friðun hafnargarðsins við Austurbakka. 11. nóvember 2015 16:00 Sigmundur kallar aðalskipulag borgarinnar græðgisvæðingu Ætlar ekki friða flugvöllinn og segist sannarlega ekki ganga í takt við stefnu borgarinnar. 23. nóvember 2015 16:02 Borgarstjóri og forsætisráðherra deila um ágæti Hafnartorgs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur að endurhugsa þurfi frá grunni fyrirhugaða uppbyggingu norðan við Lækjartorg. Dagur B. Eggertsson segir svæðið hannað með tilliti til sögunnar. 9. janúar 2016 15:02 Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Minjastofnun Íslands og Þjóðminjasafn Íslands verða sameinuð í eina stofnun, Þjóðminjastofnun, en Þjóðminjasafnið verður ennþá til sem höfuðsafn. Verkefni laga um menningarminjar sem lúta að friðlýsingu húsa og mannvirkja, sem og afnám slíkrar friðlýsingar, færast til forsætisráðuneytisins. Þetta er lagt til í nýju lagafrumvarpi stýrihóps á vegum forsætisráðherra. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að frumvarpið geri ráð fyrir að rekstrargjöld Minjastofnunar og Þjóðminjasafns lækki umtalsvert við sameininguna. Stýrihópurinn telji að allt að tíu prósent hagræðing geti náðst innan tíu ára með nýrri stofnun. Stýrihópurinn var skipaður af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í nóvember síðastliðnum, um tveimur mánuðum eftir að ráðuneytið kynnti tillögu að breytingum á lögum um menningarminjar. Þær breytingar fólust meðal annars í því að ráðherra fengi heimild til þess að taka lönd og mannvirki eignarnámi og réttindi til að framkvæma friðlýsingu. Þá kom fram á vef ráðuneytisins að von væri á víðtækari endurskoðun þessara laga. Áhugi Sigmundar Davíð á skipulagsmálum er vel þekktur en hann hefur meðal annars gagnrýnt fyrirhuguð rif gamalla húsa á lóð Menntaskólans í Reykjavík, friðlýst tónleikasalinn á skemmtistaðnum NASA við Austurvöll þar sem til stóð að reisa hótel og lagt til friðun hafnargarðsins við Austurbakka í Reykjavík þar sem umfangsmiklar byggingarframkvæmdir eiga að fara fram. Hafnargarðurinn var stuttu síðar friðlýstur af forsætisráðuneytinu en Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra og þingflokksformaður Framsóknarflokksins, var settur forsætisráðherra í því máli. Málefni verndar og friðlýsingar gamalla bygginga hafa að talsverðu leyti færst til forsætisráðuneytisins í valdatíð Sigmundar Davíðs. Minjastofnun var undir forræði menntamálaráðuneytisins en var fært undir forsætisráðuneytið fljótlega eftir að Sigmundur Davíð tók við ráðuneytinu árið 2013. Þá samþykkti Alþingi árið 2015 frumvarp sem felur í sér að ráðherrann getur ákveðið einhliða að breyta byggðum svæðum á Íslandi í sérstök verndarsvæði. Í stýrihópnum sem stendur á bak við nýju tillögurnar sátu forstöðumaður Minjastofnunar Íslands, þjóðminjavörður, húsameistari ríkisins og Sigurður Örn Guðleifsson, settur skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, sem var formaður hópsins.
Tengdar fréttir Segir forsætisráðherra frekar þurfa að rífast við sjálfan sig Borgarstjóri setur út á málflutning forsætisráðherra og segir ríkið vilja rífa Casa Christi. 29. janúar 2016 17:15 Sigmundur vill heimild til eignarnáms Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hyggst leggja fram frumvarp til laga á yfirstandandi þingi um breytingar á menningarminjum. 22. september 2015 00:01 Hafnargarðurinn: Um hvað var deilt? Upprifjun á deilum um friðun hafnargarðsins við Austurbakka. 11. nóvember 2015 16:00 Sigmundur kallar aðalskipulag borgarinnar græðgisvæðingu Ætlar ekki friða flugvöllinn og segist sannarlega ekki ganga í takt við stefnu borgarinnar. 23. nóvember 2015 16:02 Borgarstjóri og forsætisráðherra deila um ágæti Hafnartorgs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur að endurhugsa þurfi frá grunni fyrirhugaða uppbyggingu norðan við Lækjartorg. Dagur B. Eggertsson segir svæðið hannað með tilliti til sögunnar. 9. janúar 2016 15:02 Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Segir forsætisráðherra frekar þurfa að rífast við sjálfan sig Borgarstjóri setur út á málflutning forsætisráðherra og segir ríkið vilja rífa Casa Christi. 29. janúar 2016 17:15
Sigmundur vill heimild til eignarnáms Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hyggst leggja fram frumvarp til laga á yfirstandandi þingi um breytingar á menningarminjum. 22. september 2015 00:01
Hafnargarðurinn: Um hvað var deilt? Upprifjun á deilum um friðun hafnargarðsins við Austurbakka. 11. nóvember 2015 16:00
Sigmundur kallar aðalskipulag borgarinnar græðgisvæðingu Ætlar ekki friða flugvöllinn og segist sannarlega ekki ganga í takt við stefnu borgarinnar. 23. nóvember 2015 16:02
Borgarstjóri og forsætisráðherra deila um ágæti Hafnartorgs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur að endurhugsa þurfi frá grunni fyrirhugaða uppbyggingu norðan við Lækjartorg. Dagur B. Eggertsson segir svæðið hannað með tilliti til sögunnar. 9. janúar 2016 15:02
Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24