Akademían er æf vegna orða Sigmundar Davíðs Jakob Bjarnar skrifar 22. febrúar 2016 11:13 Sigmundur Davíð er ekki hátt skrifaður innan háskólasamfélagsins þessa stundina, nema síður sé. „Þetta er svo yfirgengilegt að það er vart annað hægt en telja dagana til loka kjörtímabilsins,“ segir Gylfi Magnússon dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, á Facebooksíðu sinni.Tilefnið eru orð Sigmundur Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra þess efnis að hætt sé við því að ákvörðun HÍ um að leggja af nám á Laugarvatni muni „gera út af við sameinginar eða aukið samstarf HÍ við menntastofnanir á landsbyggðinni. Þetta mun væntanlega kalla á að fjárveitingum verður í auknum mæli beint til skóla á landsbyggðinni á þeirra eigin forsendum.“ Þessi orð féllu um helgina og hafa menntamenn innan akademíunnar og utan, prófessorar og doktorar sem alla jafna gæta orða sinna geta ekki leynt því hversu mjög þessi orð Sigmundar Davíðs fara fyrir brjóstið á þeim.Fletti upp orðinu popúlisti í slangurorðabókFlestir túlka þessi orð Sigmundar Davíðs sem hreinar og klárar hótanir. Meðal þeirra er Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, á Fb-síðu nafna síns: „Skrítið með svona, hefði ekki verið nær að forsætisráðherra hefði haft forgöngu um að veita einhverju fé til þess að hægt væri að reka þessa einingu? Bæta síðan við styrkjum til að nemendur geti verið á heimavist o.s.frv. fremur en koma með svona skrýtnar hótanir?“ Jón Atli Benediktsson rektor hefur svarað ummælum forsætisráðherra með grein sem Vísir birti og fjallaði um. En, menn innan akademíunnar, sem alla jafna eru orðvarir, spara sig hvergi. Þannig segir doktor Magni Þór Pálsson, enn af síðu Gylfa Magnússonar: „Fletti upp á orðinu „popúlisti“ í Slangurorðabókinni rétt í þessu. Þar var ekkert nema þessi mynd.“ Og Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir einfaldlega: „Hrifla endurfædd!“Minnir á stjórnarfar í alræðisríkjumMenn innan háskólasamfélagsins telja sem sagt hér um ákaflega alvarlegar yfirlýsingar að ræða. Eiríkur Rögnvaldsson er prófessor í íslenskri málfræði, og honum er ekki skemmt. Hann segist, á Facebooksíðu sinni, skilja vel að skiptar skoðanir séu um flutning náms frá Laugarvatni til Reykjavíkur. „En í lögum um opinbera háskóla segir: „Háskóli er sjálfstæð menntastofnun“ og „Stjórn háskóla er falin háskólaráði og rektor. Háskólaráð markar heildarstefnu í kennslu og rannsóknum og mótar skipulag háskóla“. Það er alvarlegt mál að hóta skertum fjárveitingum vegna einstakra ákvarðana háskólaráðs. Það minnir á stjórnarfar í alræðisríkjum.“ Magnús Karl Magnússon er prófessor í læknadeild og hann er einn margra sem fordæmir orð Sigmundar Davíðs; segir framkomu af þessu tagi hreinlega ekki ganga upp í lýðræðissamfélagi: „Forsætisráðherra er formaður Vísinda- og tækniráðs sem setur stefnu í vísindamálum þjóðarinnar. Nú hótar hann að svelta enn frekar háskóla á höfuðborgarsvæðinu þegar teknar eru rökstuddar ákvarðanir sem eru ekki ráðherranum að skapi. Slíkt gengur ekki í lýðræðissamfélagi.“ Þetta eru aðeins nokkur dæmi um orð sem hafa fallið meðal háskólafólks, þau eru talsvert fleiri þannig að víst má telja að forsætisráðherra sé ekki ofarlega skrifaður innan akademíunnar um þessar mundir. Tengdar fréttir Sigmundur segir ákvörðun háskólans kalla á að fjárveitingum verði beint til skóla á landsbyggðinni „Menntastofnanir eru á meðal mikilvægustu innviða samfélagsins og þeir innviðir þurfa að vera traustir um allt land,“ skrifar ráðherrann. 20. febrúar 2016 13:37 Rektor segir nemendafjöldann á Laugarvatni þurfa að þrefaldast til að námið beri sig „Háskólanum er sniðinn þröngur stakkur fjárhagslega vegna langvarandi undirfjármögnunar,“ skrifar Jón Atli Benediktsson rektor. 20. febrúar 2016 17:16 Sóknarfæri í íþrótta- og heilsufræði "Málefni íþrótta- og heilsufræðinnar hafa verið til ítarlegrar skoðunar innan Háskóla Íslands undanfarin misseri því lengi hefur verið ljóst að gera þyrfti breytingar á starfseminni vegna minnkandi aðsóknar í námið á Laugarvatni.“ 20. febrúar 2016 17:06 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira
„Þetta er svo yfirgengilegt að það er vart annað hægt en telja dagana til loka kjörtímabilsins,“ segir Gylfi Magnússon dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, á Facebooksíðu sinni.Tilefnið eru orð Sigmundur Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra þess efnis að hætt sé við því að ákvörðun HÍ um að leggja af nám á Laugarvatni muni „gera út af við sameinginar eða aukið samstarf HÍ við menntastofnanir á landsbyggðinni. Þetta mun væntanlega kalla á að fjárveitingum verður í auknum mæli beint til skóla á landsbyggðinni á þeirra eigin forsendum.“ Þessi orð féllu um helgina og hafa menntamenn innan akademíunnar og utan, prófessorar og doktorar sem alla jafna gæta orða sinna geta ekki leynt því hversu mjög þessi orð Sigmundar Davíðs fara fyrir brjóstið á þeim.Fletti upp orðinu popúlisti í slangurorðabókFlestir túlka þessi orð Sigmundar Davíðs sem hreinar og klárar hótanir. Meðal þeirra er Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, á Fb-síðu nafna síns: „Skrítið með svona, hefði ekki verið nær að forsætisráðherra hefði haft forgöngu um að veita einhverju fé til þess að hægt væri að reka þessa einingu? Bæta síðan við styrkjum til að nemendur geti verið á heimavist o.s.frv. fremur en koma með svona skrýtnar hótanir?“ Jón Atli Benediktsson rektor hefur svarað ummælum forsætisráðherra með grein sem Vísir birti og fjallaði um. En, menn innan akademíunnar, sem alla jafna eru orðvarir, spara sig hvergi. Þannig segir doktor Magni Þór Pálsson, enn af síðu Gylfa Magnússonar: „Fletti upp á orðinu „popúlisti“ í Slangurorðabókinni rétt í þessu. Þar var ekkert nema þessi mynd.“ Og Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir einfaldlega: „Hrifla endurfædd!“Minnir á stjórnarfar í alræðisríkjumMenn innan háskólasamfélagsins telja sem sagt hér um ákaflega alvarlegar yfirlýsingar að ræða. Eiríkur Rögnvaldsson er prófessor í íslenskri málfræði, og honum er ekki skemmt. Hann segist, á Facebooksíðu sinni, skilja vel að skiptar skoðanir séu um flutning náms frá Laugarvatni til Reykjavíkur. „En í lögum um opinbera háskóla segir: „Háskóli er sjálfstæð menntastofnun“ og „Stjórn háskóla er falin háskólaráði og rektor. Háskólaráð markar heildarstefnu í kennslu og rannsóknum og mótar skipulag háskóla“. Það er alvarlegt mál að hóta skertum fjárveitingum vegna einstakra ákvarðana háskólaráðs. Það minnir á stjórnarfar í alræðisríkjum.“ Magnús Karl Magnússon er prófessor í læknadeild og hann er einn margra sem fordæmir orð Sigmundar Davíðs; segir framkomu af þessu tagi hreinlega ekki ganga upp í lýðræðissamfélagi: „Forsætisráðherra er formaður Vísinda- og tækniráðs sem setur stefnu í vísindamálum þjóðarinnar. Nú hótar hann að svelta enn frekar háskóla á höfuðborgarsvæðinu þegar teknar eru rökstuddar ákvarðanir sem eru ekki ráðherranum að skapi. Slíkt gengur ekki í lýðræðissamfélagi.“ Þetta eru aðeins nokkur dæmi um orð sem hafa fallið meðal háskólafólks, þau eru talsvert fleiri þannig að víst má telja að forsætisráðherra sé ekki ofarlega skrifaður innan akademíunnar um þessar mundir.
Tengdar fréttir Sigmundur segir ákvörðun háskólans kalla á að fjárveitingum verði beint til skóla á landsbyggðinni „Menntastofnanir eru á meðal mikilvægustu innviða samfélagsins og þeir innviðir þurfa að vera traustir um allt land,“ skrifar ráðherrann. 20. febrúar 2016 13:37 Rektor segir nemendafjöldann á Laugarvatni þurfa að þrefaldast til að námið beri sig „Háskólanum er sniðinn þröngur stakkur fjárhagslega vegna langvarandi undirfjármögnunar,“ skrifar Jón Atli Benediktsson rektor. 20. febrúar 2016 17:16 Sóknarfæri í íþrótta- og heilsufræði "Málefni íþrótta- og heilsufræðinnar hafa verið til ítarlegrar skoðunar innan Háskóla Íslands undanfarin misseri því lengi hefur verið ljóst að gera þyrfti breytingar á starfseminni vegna minnkandi aðsóknar í námið á Laugarvatni.“ 20. febrúar 2016 17:06 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira
Sigmundur segir ákvörðun háskólans kalla á að fjárveitingum verði beint til skóla á landsbyggðinni „Menntastofnanir eru á meðal mikilvægustu innviða samfélagsins og þeir innviðir þurfa að vera traustir um allt land,“ skrifar ráðherrann. 20. febrúar 2016 13:37
Rektor segir nemendafjöldann á Laugarvatni þurfa að þrefaldast til að námið beri sig „Háskólanum er sniðinn þröngur stakkur fjárhagslega vegna langvarandi undirfjármögnunar,“ skrifar Jón Atli Benediktsson rektor. 20. febrúar 2016 17:16
Sóknarfæri í íþrótta- og heilsufræði "Málefni íþrótta- og heilsufræðinnar hafa verið til ítarlegrar skoðunar innan Háskóla Íslands undanfarin misseri því lengi hefur verið ljóst að gera þyrfti breytingar á starfseminni vegna minnkandi aðsóknar í námið á Laugarvatni.“ 20. febrúar 2016 17:06