Stefnan sett á háskólanám í Bandaríkjunum í haust Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. febrúar 2016 06:00 Kolbeinn Höður Gunnarsson fékk tvenn gullverðlaun á Meistaramótinu en tapaði fyrir Ara Braga Kárasyni, félaga sínum (t.h.), í 60 metra hlaupi. vísir/stefán Spretthlauparinn Kolbeinn Höður Gunnarsson var einn af sigursælustu keppendunum á Meistaramóti Íslands innanhúss í frjálsíþróttum sem fram fór í Laugardalshöll um helgina. Akureyringurinn var að keppa á sínu fyrsta móti á vegum FRÍ fyrir FH, en hann flutti í bæinn og skipti úr UFA síðastliðið haust. Kolbeinn vann gull í 200 og 400 metra hlaupi karla en þurfti að sætta sig við tap fyrir samherja sínum úr FH, Ara Braga Kárasyni, í 60 metra hlaupi. „Stefnan er alltaf sett á að vinna allt en Ari Bragi er gríðarlega fljótur og sterkur hlaupari,“ segir Kolbeinn Höður við Fréttablaðið. Ari Bragi er afar fær trompetleikari og þurfti að spila á tónlistarhátíð á laugardagskvöldið og mæta svo aftur daginn eftir og keppa í 200 metrunum á móti Kolbeini þar sem hann fékk brons. „Ari Bragi er svo fjölhæfur. Ef einhver getur gert þetta svona þá er það hann,“ segir Kolbeinn Höður.Deildu gullinu Mikil rekistefna var eftir 400 metra hlaupið þar sem Kolbeinn Höður og hans helsti keppinautur, Ívar Kristinn Jasonarson, komu á sama tíma í mark. Kolbeinn var fyrst úrskurðaður sigurvegari, svo Ívar, en á endanum deildu þeir gullinu. „Ég var mættur í viðtal um sigurinn og var þar að fagna að hafa unnið þetta. Svo er sagt í kallkerfinu að Ívar hafi unnið og ég var bara ókei. Ef ég vinn ekki þá vinn ég ekki,“ segir Kolbeinn, en þjálfarar hans voru ósáttir við úrskurðinn og lögðu fram mótmæli. „Þeim fannst þetta of tæpt til að dæma öðrum hvorum sigurinn og úr varð að við deildum sigrinum. Það er betra en að fá silfur þannig að ég er bara sáttur. Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef lent í svona, að koma alveg nákvæmlega jafn öðrum í mark.“ Kolbeinn og Ívar háðu svo aðra baráttu í 200 metra hlaupinu þar sem FH-ingurinn var einum hundraðshluta á undan í mark. „Við reyndum að koma aftur saman í mark en það bara tókst ekki alveg,“ segir Kolbeinn og hlær við. „Ég ber alveg gríðarlega virðingu fyrir Ívari. Hann er virkilega verðugur keppinautur og það gerir mikið fyrir mig að hafa svona mann til að keppa við. Því miður voru tímarnir okkar ekki alveg jafn góðir og við vonuðumst til. Við getum báðir gert betur.“Stefnir á háskólanám Kolbeinn Höður æfir nú við bestu aðstæður hjá FH og getur ekki gert annað en hlaðið lofi á sitt nýja félag: „Það er bara heiður að æfa þarna og fá að taka þátt í þessu. Mér fannst vera kominn tími til að prófa eitthvað nýtt og nú er ég að stíga mín fyrstu skref fyrir nýtt félag,“ segir Kolbeinn Höður sem byrjaði árið mjög vel og setti Íslandsmet í flokki 20-22 ára í 300 metra hlaupi. Spretthlauparinn setur stefnuna á háskólanám í Bandaríkjunum næsta haust en til þess að komast þangað þarf hann að bæta sig bæði í 200 og 400 metra hlaupum. „Ef það á að takast þarf ég að hlaupa 400 metrana undir 47 sekúndum og 200 metrana undir 21 sekúndu. Þá væri ég að setja Íslandsmet í 200 metra hlaupi og ná einum af þremur bestu tímunum í 400 metra hlaupi á Íslandi. Ég er alveg bjartsýnn á að þetta takist hjá mér,“ segir Kolbeinn Höður Gunnarsson. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Hafdís eftir 40. gullverðlaunin: "Náði að redda mér í síðasta stökkinu" Hafdís Sigurðardóttir vann sín 40. gullverðlaun í gær á Íslandsmeistaramóti innanhús í frjálsum íþróttum, en keppt var til úrslita í tólf greinum. Vísir fylgdist vel með og má finna fréttir frá mótinu á vef Vísis. 21. febrúar 2016 08:00 Aníta hljóp ein Aníta Hinriksdóttir var ótvíræður sigurvegari í 800 metra hlaupi kvenna, en hún var eini keppandinn sem hljóp. 21. febrúar 2016 13:44 Hrafnhild fékk gull í 200 metra hlaupi annað árið í röð Hafði betur í baráttu við hina bráðefnilegu Þórdísi Evu Steinsdóttur. 21. febrúar 2016 13:28 Kolbeinn hafði betur gegn Ívari Deildu gullinu í 400 metra hlaupi en Kolbeinn kom sekúndubroti á undan í mark í 200 metrunum. 21. febrúar 2016 13:34 María Rún og Tristan Freyr fengu gull í grindahlaupi Tristan Freyr Jónsson fékk sín þriðju verðlaun á Meistaramóti Íslands innanhúss. 21. febrúar 2016 15:25 Þorsteinn vann langstökkið ÍR-ingurinn tók þrístökkið í gær og bætti við gulli í langstökki á Meistaramótinu innanhúss í dag. 21. febrúar 2016 15:41 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Sjá meira
Spretthlauparinn Kolbeinn Höður Gunnarsson var einn af sigursælustu keppendunum á Meistaramóti Íslands innanhúss í frjálsíþróttum sem fram fór í Laugardalshöll um helgina. Akureyringurinn var að keppa á sínu fyrsta móti á vegum FRÍ fyrir FH, en hann flutti í bæinn og skipti úr UFA síðastliðið haust. Kolbeinn vann gull í 200 og 400 metra hlaupi karla en þurfti að sætta sig við tap fyrir samherja sínum úr FH, Ara Braga Kárasyni, í 60 metra hlaupi. „Stefnan er alltaf sett á að vinna allt en Ari Bragi er gríðarlega fljótur og sterkur hlaupari,“ segir Kolbeinn Höður við Fréttablaðið. Ari Bragi er afar fær trompetleikari og þurfti að spila á tónlistarhátíð á laugardagskvöldið og mæta svo aftur daginn eftir og keppa í 200 metrunum á móti Kolbeini þar sem hann fékk brons. „Ari Bragi er svo fjölhæfur. Ef einhver getur gert þetta svona þá er það hann,“ segir Kolbeinn Höður.Deildu gullinu Mikil rekistefna var eftir 400 metra hlaupið þar sem Kolbeinn Höður og hans helsti keppinautur, Ívar Kristinn Jasonarson, komu á sama tíma í mark. Kolbeinn var fyrst úrskurðaður sigurvegari, svo Ívar, en á endanum deildu þeir gullinu. „Ég var mættur í viðtal um sigurinn og var þar að fagna að hafa unnið þetta. Svo er sagt í kallkerfinu að Ívar hafi unnið og ég var bara ókei. Ef ég vinn ekki þá vinn ég ekki,“ segir Kolbeinn, en þjálfarar hans voru ósáttir við úrskurðinn og lögðu fram mótmæli. „Þeim fannst þetta of tæpt til að dæma öðrum hvorum sigurinn og úr varð að við deildum sigrinum. Það er betra en að fá silfur þannig að ég er bara sáttur. Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef lent í svona, að koma alveg nákvæmlega jafn öðrum í mark.“ Kolbeinn og Ívar háðu svo aðra baráttu í 200 metra hlaupinu þar sem FH-ingurinn var einum hundraðshluta á undan í mark. „Við reyndum að koma aftur saman í mark en það bara tókst ekki alveg,“ segir Kolbeinn og hlær við. „Ég ber alveg gríðarlega virðingu fyrir Ívari. Hann er virkilega verðugur keppinautur og það gerir mikið fyrir mig að hafa svona mann til að keppa við. Því miður voru tímarnir okkar ekki alveg jafn góðir og við vonuðumst til. Við getum báðir gert betur.“Stefnir á háskólanám Kolbeinn Höður æfir nú við bestu aðstæður hjá FH og getur ekki gert annað en hlaðið lofi á sitt nýja félag: „Það er bara heiður að æfa þarna og fá að taka þátt í þessu. Mér fannst vera kominn tími til að prófa eitthvað nýtt og nú er ég að stíga mín fyrstu skref fyrir nýtt félag,“ segir Kolbeinn Höður sem byrjaði árið mjög vel og setti Íslandsmet í flokki 20-22 ára í 300 metra hlaupi. Spretthlauparinn setur stefnuna á háskólanám í Bandaríkjunum næsta haust en til þess að komast þangað þarf hann að bæta sig bæði í 200 og 400 metra hlaupum. „Ef það á að takast þarf ég að hlaupa 400 metrana undir 47 sekúndum og 200 metrana undir 21 sekúndu. Þá væri ég að setja Íslandsmet í 200 metra hlaupi og ná einum af þremur bestu tímunum í 400 metra hlaupi á Íslandi. Ég er alveg bjartsýnn á að þetta takist hjá mér,“ segir Kolbeinn Höður Gunnarsson.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Hafdís eftir 40. gullverðlaunin: "Náði að redda mér í síðasta stökkinu" Hafdís Sigurðardóttir vann sín 40. gullverðlaun í gær á Íslandsmeistaramóti innanhús í frjálsum íþróttum, en keppt var til úrslita í tólf greinum. Vísir fylgdist vel með og má finna fréttir frá mótinu á vef Vísis. 21. febrúar 2016 08:00 Aníta hljóp ein Aníta Hinriksdóttir var ótvíræður sigurvegari í 800 metra hlaupi kvenna, en hún var eini keppandinn sem hljóp. 21. febrúar 2016 13:44 Hrafnhild fékk gull í 200 metra hlaupi annað árið í röð Hafði betur í baráttu við hina bráðefnilegu Þórdísi Evu Steinsdóttur. 21. febrúar 2016 13:28 Kolbeinn hafði betur gegn Ívari Deildu gullinu í 400 metra hlaupi en Kolbeinn kom sekúndubroti á undan í mark í 200 metrunum. 21. febrúar 2016 13:34 María Rún og Tristan Freyr fengu gull í grindahlaupi Tristan Freyr Jónsson fékk sín þriðju verðlaun á Meistaramóti Íslands innanhúss. 21. febrúar 2016 15:25 Þorsteinn vann langstökkið ÍR-ingurinn tók þrístökkið í gær og bætti við gulli í langstökki á Meistaramótinu innanhúss í dag. 21. febrúar 2016 15:41 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Sjá meira
Hafdís eftir 40. gullverðlaunin: "Náði að redda mér í síðasta stökkinu" Hafdís Sigurðardóttir vann sín 40. gullverðlaun í gær á Íslandsmeistaramóti innanhús í frjálsum íþróttum, en keppt var til úrslita í tólf greinum. Vísir fylgdist vel með og má finna fréttir frá mótinu á vef Vísis. 21. febrúar 2016 08:00
Aníta hljóp ein Aníta Hinriksdóttir var ótvíræður sigurvegari í 800 metra hlaupi kvenna, en hún var eini keppandinn sem hljóp. 21. febrúar 2016 13:44
Hrafnhild fékk gull í 200 metra hlaupi annað árið í röð Hafði betur í baráttu við hina bráðefnilegu Þórdísi Evu Steinsdóttur. 21. febrúar 2016 13:28
Kolbeinn hafði betur gegn Ívari Deildu gullinu í 400 metra hlaupi en Kolbeinn kom sekúndubroti á undan í mark í 200 metrunum. 21. febrúar 2016 13:34
María Rún og Tristan Freyr fengu gull í grindahlaupi Tristan Freyr Jónsson fékk sín þriðju verðlaun á Meistaramóti Íslands innanhúss. 21. febrúar 2016 15:25
Þorsteinn vann langstökkið ÍR-ingurinn tók þrístökkið í gær og bætti við gulli í langstökki á Meistaramótinu innanhúss í dag. 21. febrúar 2016 15:41
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins