Herlaust land Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 22. febrúar 2016 07:00 Mörgum brá illa við á dögunum þegar vefrit bandaríska hersins flutti fréttir af auknum umsvifum á Íslandi ásamt vangaveltum um varanlega viðveru hersins hér á landi í framtíðinni. Fréttin vakti óþægilegar minningar frá tímum Kalda stríðsins og varð kveikjan að spurningum um hvort herstöðin á Miðnesheiði yrði opnuð á nýjan leik. Íslensk stjórnvöld hafa gert lítið úr þessum fréttum og látið eins og í þeim felist engin tíðindi. Bandaríkjaher hafi verið hér með annan fótinn á grunni varnarsamningsins frá 1951 sem og samkomulags sem gert var árið 2006 þegar herinn fór. Umsvifin nú snúist helst um lagfæringar á gömlu flugskýli. Veruleikinn er þó sá að þær 2.700 milljónir sem ætlaðar eru til þessara framkvæmda eru hluti af miklu stærri mynd. Bandarísk hernaðaryfirvöld eru að stórauka viðbúnað sinn í Evrópu. Á sama tíma undirbúa stórveldin Bandaríkin, Rússland og Bretland öll stórfellda endurnýjun í kjarnorkuvopnabúrum sínum og Nató-ríki vinna að uppsetningu eldflaugavarnarkerfis í Austur-Evrópu. Vígbúnaðarkapphlaup er hafið og það á sér að miklu leyti stað í hafinu umhverfis okkur. Þetta eru slæm tíðindi fyrir okkur Íslendinga og bein ógnun við lífsafkomu okkar. Eltingaleikir kjarnorkukafbáta í íslenskri lögsögu eru hættuspil og auðvelt að gera sér í hugarlund afleiðingarnar sem slys á slíkum farartækjum gæti valdið. Vilji Bandaríkjamanna til að hafa inngrip á Keflavíkurflugvelli hefur lengi verið kunnur. Spurningarnar sem kvikna við fregnir af auknum umsvifum Bandaríkjahers eru aðkallandi og krefjast tafarlausra svara; Hver er afstaða íslenskra ráðamanna til kostnaðarsams umstangs Bandaríkjahers nú? Eru íslenskir stjórnmálamenn og embættismenn að hvetja Bandaríkjaher til að auka hér umsvif sín og viðveru? Hvaða pólitíska umboð hafa menn til slíks? Áratugur er liðinn frá því að herstöðinni á Miðnesheiði var lokað. Það var gæfuspor og stuðlaði að auknu öryggi landsmanna. Íslendingar eru friðsöm smáþjóð. Hagsmunir okkar eru þeir að standa gegn vígvæðingu og stigmögnun vopnakapphlaups. Uppsögn varnarsamningsins væri skynsamlegt skref í þá átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Mörgum brá illa við á dögunum þegar vefrit bandaríska hersins flutti fréttir af auknum umsvifum á Íslandi ásamt vangaveltum um varanlega viðveru hersins hér á landi í framtíðinni. Fréttin vakti óþægilegar minningar frá tímum Kalda stríðsins og varð kveikjan að spurningum um hvort herstöðin á Miðnesheiði yrði opnuð á nýjan leik. Íslensk stjórnvöld hafa gert lítið úr þessum fréttum og látið eins og í þeim felist engin tíðindi. Bandaríkjaher hafi verið hér með annan fótinn á grunni varnarsamningsins frá 1951 sem og samkomulags sem gert var árið 2006 þegar herinn fór. Umsvifin nú snúist helst um lagfæringar á gömlu flugskýli. Veruleikinn er þó sá að þær 2.700 milljónir sem ætlaðar eru til þessara framkvæmda eru hluti af miklu stærri mynd. Bandarísk hernaðaryfirvöld eru að stórauka viðbúnað sinn í Evrópu. Á sama tíma undirbúa stórveldin Bandaríkin, Rússland og Bretland öll stórfellda endurnýjun í kjarnorkuvopnabúrum sínum og Nató-ríki vinna að uppsetningu eldflaugavarnarkerfis í Austur-Evrópu. Vígbúnaðarkapphlaup er hafið og það á sér að miklu leyti stað í hafinu umhverfis okkur. Þetta eru slæm tíðindi fyrir okkur Íslendinga og bein ógnun við lífsafkomu okkar. Eltingaleikir kjarnorkukafbáta í íslenskri lögsögu eru hættuspil og auðvelt að gera sér í hugarlund afleiðingarnar sem slys á slíkum farartækjum gæti valdið. Vilji Bandaríkjamanna til að hafa inngrip á Keflavíkurflugvelli hefur lengi verið kunnur. Spurningarnar sem kvikna við fregnir af auknum umsvifum Bandaríkjahers eru aðkallandi og krefjast tafarlausra svara; Hver er afstaða íslenskra ráðamanna til kostnaðarsams umstangs Bandaríkjahers nú? Eru íslenskir stjórnmálamenn og embættismenn að hvetja Bandaríkjaher til að auka hér umsvif sín og viðveru? Hvaða pólitíska umboð hafa menn til slíks? Áratugur er liðinn frá því að herstöðinni á Miðnesheiði var lokað. Það var gæfuspor og stuðlaði að auknu öryggi landsmanna. Íslendingar eru friðsöm smáþjóð. Hagsmunir okkar eru þeir að standa gegn vígvæðingu og stigmögnun vopnakapphlaups. Uppsögn varnarsamningsins væri skynsamlegt skref í þá átt.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar