Lífið

Ófærð: Biður Íslendinga um að gaspra ekki um morðingjann

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það mun eflaust reynast mörgum erfitt að gaspra ekki um niðurstöðuna að þætti loknum.
Það mun eflaust reynast mörgum erfitt að gaspra ekki um niðurstöðuna að þætti loknum.
Sigurjón Kjartansson, sem hefur yfirumsjón með framleiðslu Ófærðar, biðlar til Íslendinga að fara varlega í samfélagsmiðlaumræðunni um lokaþáttinn sem sýndur verður í kvöld.

Í þættinum verður hulunni svipt af því hver varð Geirmundi og Hrafni að bana en fátt hefur meira verið rætt á kaffistofum landsins að undanförnu en hver hinn alræmdi morðingi kann að vera.

Eins og áður hefur verið greint hafa þættirnir verið teknir til sýninga erlendis - og það við ágætis undirtektir.



Sigurjón Kjartansson hefur getið sér gott orð sem handritshöfundur.
Sjá einnig: Ófærð fær lofsamlega dóma í Bretlandi: „Til allra hamingju er hún virkilega góð“

Sigurjón biður Íslendinga, sem verða þeir fyrstu í heiminum til að komast að sannleikanum, að fara varlega í að tjá sig um lokaþáttinn og afhjúpunina á samfélagsmiðlunum, undir merkingunni #Trapped- „hvort sem er á ensku eða íslensku (það er nefnilega hægt að þýða það). Það eyðileggur ánægjuna fyrir öllum útlendingunum sem eiga eftir að klára seríuna,“ segir Sigurjón á Facebook í dag.

Síðustu tveir þættirnir af Ófærð verða báðir sýndir í kvöld, hvor á eftir öðrum.

Færslur Sigurjóns má sjá hér að neðan.

Góðir íslendingar. Í kvöld verðið þið fyrst í heiminum til að komast að leyndardómnum um dauða Geirmundar og Hrafns í #ó...

Posted by Sigurjón Kjartansson on Sunday, 21 February 2016

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.