Trump fór létt með Suður-Karólínu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. febrúar 2016 08:45 Auðkýfingurinn umdeildi styrkti enn frekar stöðu sína í forkosningum Repúblikana með sigri í Suður-Karólínu. Vísir/Getty Donald Trump sigraði forkosningar Repúblikana-flokksins í Suður-Karólínu í gær með talsverðum yfirburðum. Sigurinn styrkir stöðu hans sem helsta forsetaefni flokksins en hann hefur nú unnið tvær af þeim þremur forkosningum sem haldnar hafa verið. Trump hlaut 32,5 prósent atkvæða og var tíu prósentum á undan Marco Rubio og Ted Cruz sem enduðu í öðru og þriðja sæti með rétt rúm 22 prósent atkvæða. Staða Trump, sem leitt hefur í skoðanakönnunum, hefur því styrkst verulega en hann vann einnig í New Hampshire. Langt er síðan sá frambjóðandi Repúblikana-flokksins sem vann bæði í New Hampshire og Suður-Karólínu hlaut ekki útnefningu flokksins. Auðkýfingurinn umdeildi hefur komið eins og stormsveipur inn í hið pólitíska landslag Bandaríkjanna og hafa deilur hans við Páfann og aðra keppinauta sína haft lítil sem engin neikvæð áhrif á fylgi Trump.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í BandaríkjunumIlla hefur gengið fyrir flokksgæðinga að keppa gegn Trump og í kjölfar úrslitanna í gær tilkynnti Jeb Bush að hann myndi draga framboð sitt til baka. Var hann lengi vel helsta vonarstjarna hins hefðbundna kjarna Repúblikana. Hann fékk aðeins tæp átta prósent atkvæða í Nevada. Var Bush helsti keppinautur Marco Rubio um stuðning hins hefbundna kjarna flokksins og þykir góður árangur Rubio í Suður-Karólínu og það að Bush sé hættur merki um það að einvígið um útnefningu flokksins standi á milli Trump og Rubio. Framundan eru forkosningar í Nevada þann 23. febrúar áður en kosið verður samtímis í þrettán ríkjum þann 1. mars. Er það einn mikilvægasti dagurinn í öllu forkosningaferlinu enda verður kosið um stuðning um fimmtung allra kjörmanna og ljóst þykir að sigur Trump í gær boði gott fyrir hann í komandi forkosningum.Trump var sigurreifur í sigurræðu sinni í gær. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Páfinn dregur trú Trump í efa Segir hvern þann sem vilja byggja vegg á milli Bandaríkjanna og Mexíkó, ekki vera kristinn. 18. febrúar 2016 17:40 Trump og Sanders rúlluðu upp New Hampshire Repúblikaninn Donald Trump og Demókratinn Bernie Sanders unnu báðir stórsigra í forvölum flokka sinna í New Hampshire í nótt. Sanders fékk um sextíu prósent atkvæða í ríkinu á meðan Hillary Clinton fékk um fjörutíu prósent og Trump er langt á undan hinum frambjóðendunum hjá Repúblikönum með 35 prósent atkvæða. 10. febrúar 2016 06:23 Trump lætur páfann heyra það Segist geta bjargað páfagarði frá ISIS verði hann forseti. 18. febrúar 2016 22:47 Trump sigurstranglegastur í Suður-Karólínu Þriðju forkosningar Repúblikana fyrir forsetakjörið í Bandaríkjunum hófust í dag. 20. febrúar 2016 19:26 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Donald Trump sigraði forkosningar Repúblikana-flokksins í Suður-Karólínu í gær með talsverðum yfirburðum. Sigurinn styrkir stöðu hans sem helsta forsetaefni flokksins en hann hefur nú unnið tvær af þeim þremur forkosningum sem haldnar hafa verið. Trump hlaut 32,5 prósent atkvæða og var tíu prósentum á undan Marco Rubio og Ted Cruz sem enduðu í öðru og þriðja sæti með rétt rúm 22 prósent atkvæða. Staða Trump, sem leitt hefur í skoðanakönnunum, hefur því styrkst verulega en hann vann einnig í New Hampshire. Langt er síðan sá frambjóðandi Repúblikana-flokksins sem vann bæði í New Hampshire og Suður-Karólínu hlaut ekki útnefningu flokksins. Auðkýfingurinn umdeildi hefur komið eins og stormsveipur inn í hið pólitíska landslag Bandaríkjanna og hafa deilur hans við Páfann og aðra keppinauta sína haft lítil sem engin neikvæð áhrif á fylgi Trump.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í BandaríkjunumIlla hefur gengið fyrir flokksgæðinga að keppa gegn Trump og í kjölfar úrslitanna í gær tilkynnti Jeb Bush að hann myndi draga framboð sitt til baka. Var hann lengi vel helsta vonarstjarna hins hefðbundna kjarna Repúblikana. Hann fékk aðeins tæp átta prósent atkvæða í Nevada. Var Bush helsti keppinautur Marco Rubio um stuðning hins hefbundna kjarna flokksins og þykir góður árangur Rubio í Suður-Karólínu og það að Bush sé hættur merki um það að einvígið um útnefningu flokksins standi á milli Trump og Rubio. Framundan eru forkosningar í Nevada þann 23. febrúar áður en kosið verður samtímis í þrettán ríkjum þann 1. mars. Er það einn mikilvægasti dagurinn í öllu forkosningaferlinu enda verður kosið um stuðning um fimmtung allra kjörmanna og ljóst þykir að sigur Trump í gær boði gott fyrir hann í komandi forkosningum.Trump var sigurreifur í sigurræðu sinni í gær.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Páfinn dregur trú Trump í efa Segir hvern þann sem vilja byggja vegg á milli Bandaríkjanna og Mexíkó, ekki vera kristinn. 18. febrúar 2016 17:40 Trump og Sanders rúlluðu upp New Hampshire Repúblikaninn Donald Trump og Demókratinn Bernie Sanders unnu báðir stórsigra í forvölum flokka sinna í New Hampshire í nótt. Sanders fékk um sextíu prósent atkvæða í ríkinu á meðan Hillary Clinton fékk um fjörutíu prósent og Trump er langt á undan hinum frambjóðendunum hjá Repúblikönum með 35 prósent atkvæða. 10. febrúar 2016 06:23 Trump lætur páfann heyra það Segist geta bjargað páfagarði frá ISIS verði hann forseti. 18. febrúar 2016 22:47 Trump sigurstranglegastur í Suður-Karólínu Þriðju forkosningar Repúblikana fyrir forsetakjörið í Bandaríkjunum hófust í dag. 20. febrúar 2016 19:26 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Páfinn dregur trú Trump í efa Segir hvern þann sem vilja byggja vegg á milli Bandaríkjanna og Mexíkó, ekki vera kristinn. 18. febrúar 2016 17:40
Trump og Sanders rúlluðu upp New Hampshire Repúblikaninn Donald Trump og Demókratinn Bernie Sanders unnu báðir stórsigra í forvölum flokka sinna í New Hampshire í nótt. Sanders fékk um sextíu prósent atkvæða í ríkinu á meðan Hillary Clinton fékk um fjörutíu prósent og Trump er langt á undan hinum frambjóðendunum hjá Repúblikönum með 35 prósent atkvæða. 10. febrúar 2016 06:23
Trump lætur páfann heyra það Segist geta bjargað páfagarði frá ISIS verði hann forseti. 18. febrúar 2016 22:47
Trump sigurstranglegastur í Suður-Karólínu Þriðju forkosningar Repúblikana fyrir forsetakjörið í Bandaríkjunum hófust í dag. 20. febrúar 2016 19:26