Sigmundur segir ákvörðun háskólans kalla á að fjárveitingum verði beint til skóla á landsbyggðinni Aðalsteinn Kjartansson skrifar 20. febrúar 2016 13:37 „Menntastofnanir eru á meðal mikilvægustu innviða samfélagsins og þeir innviðir þurfa að vera traustir um allt land,“ skrifar ráðherrann. Vísir/Daníel Ákvörðun Háskóla Íslands um að hætta íþróttakennaranámi á Laugarvatni kallar væntanlega á að fjárveitingum verði í auknu mæli beint til skóla á landsbyggðinni, segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Í uppfærslu á Facebook-síðu sinni segir Sigmundur Davíð hætt við því að ákvörðun háskólans muni gera út af við hugmyndir um sameiningar eða aukið samstarf skólans við menntastofnanir á landsbyggðinni. Forsætisráðherrann segir að fénu yrði þá varið á forsendum skólanna sjálfra, væri því veitt beint þangað í auknu mæli. „Menntastofnanir eru á meðal mikilvægustu innviða samfélagsins og þeir innviðir þurfa að vera traustir um allt land,“ skrifar ráðherrann.Það er hætt við því að ákvörðun HÍ um að leggja af nám á Laugarvatni muni gera út af við hugmyndir um sameinginar eða...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Saturday, February 20, 2016Með ummælum sínum bætist Sigmundur Davíð í hóp þingmanna, einkum úr Suðurkjördæmi, sem hafa gagnrýnt ákvörðun Háskóla Íslands um að hætta kennslu á Laugarvatni. Einn þingmaður, Haraldur Einarsson, flokksbróðir forsætisráðherra, gekk svo langt að segja að skólinn hefði glatað trausti sínu. „Þess vegna er óhjákvæmilegt að velta upp hlutverki Háskóla Íslands og hvort hann sé fær um að halda úti sinni starfsemi á Landsbyggðinni,“ skrifaði hann um málið á Facebook. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra og þingmaður Suðurkjördæmis, hefur einnig látið óánægju sína í ljós og gagnrýnt skólann harðlega fyrir að láta sér detta það í hug að flytja íþróttakennaranámið frá Laugarvatni til Reykjavíkur. „Það er auðvitað oft á tíðum dýrara að reka stofnanir úti á landi. Ef Háskóli Íslands treystir sér ekki til þess, hvernig ætlar hann að koma inn í framtíðarendurskipulagningu að háskólastiginu á Íslandi? Hver þorir að fara í samstarf við Háskóla Íslands ef allt á að enda í Vatnsmýrinni? Ég trúi ekki að þetta verði niðurstaðan,“ sagði hann í samtali við fréttastofu um málið. Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Ákvörðun Háskóla Íslands um að hætta íþróttakennaranámi á Laugarvatni kallar væntanlega á að fjárveitingum verði í auknu mæli beint til skóla á landsbyggðinni, segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Í uppfærslu á Facebook-síðu sinni segir Sigmundur Davíð hætt við því að ákvörðun háskólans muni gera út af við hugmyndir um sameiningar eða aukið samstarf skólans við menntastofnanir á landsbyggðinni. Forsætisráðherrann segir að fénu yrði þá varið á forsendum skólanna sjálfra, væri því veitt beint þangað í auknu mæli. „Menntastofnanir eru á meðal mikilvægustu innviða samfélagsins og þeir innviðir þurfa að vera traustir um allt land,“ skrifar ráðherrann.Það er hætt við því að ákvörðun HÍ um að leggja af nám á Laugarvatni muni gera út af við hugmyndir um sameinginar eða...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Saturday, February 20, 2016Með ummælum sínum bætist Sigmundur Davíð í hóp þingmanna, einkum úr Suðurkjördæmi, sem hafa gagnrýnt ákvörðun Háskóla Íslands um að hætta kennslu á Laugarvatni. Einn þingmaður, Haraldur Einarsson, flokksbróðir forsætisráðherra, gekk svo langt að segja að skólinn hefði glatað trausti sínu. „Þess vegna er óhjákvæmilegt að velta upp hlutverki Háskóla Íslands og hvort hann sé fær um að halda úti sinni starfsemi á Landsbyggðinni,“ skrifaði hann um málið á Facebook. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra og þingmaður Suðurkjördæmis, hefur einnig látið óánægju sína í ljós og gagnrýnt skólann harðlega fyrir að láta sér detta það í hug að flytja íþróttakennaranámið frá Laugarvatni til Reykjavíkur. „Það er auðvitað oft á tíðum dýrara að reka stofnanir úti á landi. Ef Háskóli Íslands treystir sér ekki til þess, hvernig ætlar hann að koma inn í framtíðarendurskipulagningu að háskólastiginu á Íslandi? Hver þorir að fara í samstarf við Háskóla Íslands ef allt á að enda í Vatnsmýrinni? Ég trúi ekki að þetta verði niðurstaðan,“ sagði hann í samtali við fréttastofu um málið.
Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira