Búvörusamningar: Kostnaður ríkisins við landbúnaðinn meiri en kostnaður Svavarssamninga hefði verið Una Sighvatsdóttir skrifar 20. febrúar 2016 12:46 Andrés Magnússon er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Vísir/GVA-Stefán Ekkert bendir til þess að almenningur í landinu muni njóta góðs af nýjum búvörusamningum, að mati Samtaka verslunar og þjónustu. Samningarnir munu hins vegar kosta skattgreiðendur tugi milljarða. Nýir búvörusamningar ríkisins við bændur voru undirritaðir í gær til næstu tíu ára. Samkvæmt þeim munu útgjöld ríkisins til landbúnaðarmála hækka um rúmar 900 milljónir á næsta ári og verða samtals tæpir 14 milljarðar, en fara smám saman lækkandi á samningstímanum. Þarna er því samið um háar fjárhæðir, en í tilkynningu frá landbúnaðarráðuneytinu segir að það sé gert í þágu bæði bænda, neytenda og samfélagsins alls. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir hins vegar að þegar spurt sé nákvæmlega hvernig almenningur hagnast, þá séu svörin mjög loðin. „Það eru engin merki um það í þessu að neytendur muni njóta þessa samnings eða þessa breytinga sem eru að verða þarna með einum eða öðrum hætti. Það hljótum við að gagnrýna mjög.“ Andrés bendir á að sá beini stuðningur sem í búvörusamningunum felst bætist ofan á óbeinan stuðning til landbúnaðarins í formi verndartolla, sem áætlað er að nemi um níu til tíu milljörðum á ári. „Ef við horfum á þetta í heild sinni erum við að tala um beinan og óbeinan stuðning við landbúnaðinn upp á 22 til 24 milljarða á ári og á tíu ára tímabili erum við að tala um 220 til 240 milljarða pakka sem skattgreiðendur borga með einum eða öðrum hætti.“ Til samanburðar má nefna sem dæmi að Icesave samningarnir, sem Íslendingar höfnuðu með þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2009, hefðu skuldsett ríkissjóð um tæplega 208 milljarða króna til næstu átta ára. Heildarstuðningur ríkisins við landbúnaðinn kostar skattgreiðendur því umtalsvert meira næsta áratuginn en Svavarssamningarnir svo nefndu hefðu gert. Að auki gagnrýnir Andrés að samningarnir séu bundnir til tíu ára. „Það er ekkert sem bendir til annars en að sama fyrirkomulag á stuðningskerfi við landbúnaðinn verði óbreytt um fyrirsjáanlega framtíð og þrátt fyrir að það séu tvö endurskoðunarákvæði í samningnum þá er að óbreyttu verið að binda næstu tvær ríkisstjórnir.“ Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra sagðist við undirritunina í gær telja að um tímamótasamninga sé að ræða þar sem umtalsverðar breytingar séu gerðar á starfsskilyrðum bænda. Meðal annars þess vegna séu samningarnir látnir gilda til tíu ára. „En ég segi á móti, tímamótasamning fyrir neytendur? Nei. Tímamótasamning fyrir allan almenning í landinu? Nei. Vegna þess að það er ekkert í þessum samningi sem segir hvernig á almenningur í landinu að njóta góðs af honum. Það er ekki neitt,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Búvörusamningar Tengdar fréttir Búvörusamningar undirritaðir: Útgjöld ríkisins aukast um 900 milljónir á næsta ári Stefnt er að því að leggja niður kvótakerfi í mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt á samningstímanum. 19. febrúar 2016 22:15 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Sjá meira
Ekkert bendir til þess að almenningur í landinu muni njóta góðs af nýjum búvörusamningum, að mati Samtaka verslunar og þjónustu. Samningarnir munu hins vegar kosta skattgreiðendur tugi milljarða. Nýir búvörusamningar ríkisins við bændur voru undirritaðir í gær til næstu tíu ára. Samkvæmt þeim munu útgjöld ríkisins til landbúnaðarmála hækka um rúmar 900 milljónir á næsta ári og verða samtals tæpir 14 milljarðar, en fara smám saman lækkandi á samningstímanum. Þarna er því samið um háar fjárhæðir, en í tilkynningu frá landbúnaðarráðuneytinu segir að það sé gert í þágu bæði bænda, neytenda og samfélagsins alls. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir hins vegar að þegar spurt sé nákvæmlega hvernig almenningur hagnast, þá séu svörin mjög loðin. „Það eru engin merki um það í þessu að neytendur muni njóta þessa samnings eða þessa breytinga sem eru að verða þarna með einum eða öðrum hætti. Það hljótum við að gagnrýna mjög.“ Andrés bendir á að sá beini stuðningur sem í búvörusamningunum felst bætist ofan á óbeinan stuðning til landbúnaðarins í formi verndartolla, sem áætlað er að nemi um níu til tíu milljörðum á ári. „Ef við horfum á þetta í heild sinni erum við að tala um beinan og óbeinan stuðning við landbúnaðinn upp á 22 til 24 milljarða á ári og á tíu ára tímabili erum við að tala um 220 til 240 milljarða pakka sem skattgreiðendur borga með einum eða öðrum hætti.“ Til samanburðar má nefna sem dæmi að Icesave samningarnir, sem Íslendingar höfnuðu með þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2009, hefðu skuldsett ríkissjóð um tæplega 208 milljarða króna til næstu átta ára. Heildarstuðningur ríkisins við landbúnaðinn kostar skattgreiðendur því umtalsvert meira næsta áratuginn en Svavarssamningarnir svo nefndu hefðu gert. Að auki gagnrýnir Andrés að samningarnir séu bundnir til tíu ára. „Það er ekkert sem bendir til annars en að sama fyrirkomulag á stuðningskerfi við landbúnaðinn verði óbreytt um fyrirsjáanlega framtíð og þrátt fyrir að það séu tvö endurskoðunarákvæði í samningnum þá er að óbreyttu verið að binda næstu tvær ríkisstjórnir.“ Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra sagðist við undirritunina í gær telja að um tímamótasamninga sé að ræða þar sem umtalsverðar breytingar séu gerðar á starfsskilyrðum bænda. Meðal annars þess vegna séu samningarnir látnir gilda til tíu ára. „En ég segi á móti, tímamótasamning fyrir neytendur? Nei. Tímamótasamning fyrir allan almenning í landinu? Nei. Vegna þess að það er ekkert í þessum samningi sem segir hvernig á almenningur í landinu að njóta góðs af honum. Það er ekki neitt,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Búvörusamningar Tengdar fréttir Búvörusamningar undirritaðir: Útgjöld ríkisins aukast um 900 milljónir á næsta ári Stefnt er að því að leggja niður kvótakerfi í mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt á samningstímanum. 19. febrúar 2016 22:15 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Sjá meira
Búvörusamningar undirritaðir: Útgjöld ríkisins aukast um 900 milljónir á næsta ári Stefnt er að því að leggja niður kvótakerfi í mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt á samningstímanum. 19. febrúar 2016 22:15