Gifti sig tvisvar sinnum í sömu viku Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 20. febrúar 2016 09:00 Svandís Dóra segir það vissulega hafa verið eftirminnilegt að ganga í það heilaga tvisvar í sömu viku. Vísir/AntonBrink Ég fékk frí frá tökum til þess að gifta mig í alvöru og svo mætti ég aftur í tökur og gifti mig í myndinni. Það var mjög sérstakt og ólík upplifun,“ segir leikkonan Svandís Dóra Einarsdóttir en hún fer með hlutverk í kvikmyndinni Fyrir framan annað fólk. Karakter Svandísar Dóru í myndinni, Hanna, gengur í það heilaga í myndinni en aðeins nokkrum dögum áður en atriðið var tekið upp gifti Svandís Dóra sig. Hún segir brúðkaupin þó hafa verið talsvert ólík. „Ég var bara með sveitabrúðkaupspartí í sveitinni en þetta var aðeins meiri fyrirhöfn, meiri Rósa en ekki eins mikil Svandís,“ segir hún hlæjandi og segir tvö brúðkaup í sömu viku sennilega eitt það eftirminnilegasta við tökurnar. „Við byrjum í tökum 14. júlí ég gifti mig 18. júlí og mætti aftur í tökur bara fjórum dögum seinna,“ segir Svandís Dóra og tekur því undir að segja mætti að júlí hafi verið talsvert annasamur mánuður þótt allt hafi gengið stórvel. Svandís Dóra lýsir Rósu sem skellibjöllu og fiðrildi. „Það er alltaf stuð í kringum hana, kannski aðeins of mikið stuð stundum. Hún er fyrirferðarmikil, hress og vill hafa partí. Hana vantar svolítið festu í lífið, það vantar svolítið jarðtengingu í hana og hún þeytist út um allt. En hún er skemmtileg en þar er smá svona brot inni í henni sem útskýrir margt. Hún er flókinn karakter þó að hún virki einföld á yfirborðinu.“ Fyrir framan annað fólk er rómantísk kómedía sem er skrifuð af Óskari Jónassyni og Kristjáni Þórði Hrafnssyni og segir Svandís Dóra að í myndinni megi einnig finna dramatískan undirtón. „Þetta er náttúrulega bara um fólk og allt sem því fylgir. Það er mikið hjarta í þessari mynd, en hún er líka skemmtileg. Það er mikill húmor í henni.“ Svandís Dóra er að vonum spennt fyrir að sjá myndina en hún segir sig lengi hafa langað til þess að vinna með Óskari en viðurkennir þó að það sé alltaf pínu skrítið að sjá sjálfa sig á hvíta tjaldinu. „Mér finnst það fínt, ég neyði mig til að horfa á mig bara upp á að skoða líka hvað má gera betur og svona, en það er ekkert skemmtilegt,“ segir hún og hlær. Auk Svandísar Dóru eru þau Hafdís Helga Helgadóttir, Snorri Engilbertsson og Hilmir Snær Guðnason í aðalhlutverkum myndarinnar sem frumsýnd verður næstkomandi föstudag. Bíó og sjónvarp Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Ég fékk frí frá tökum til þess að gifta mig í alvöru og svo mætti ég aftur í tökur og gifti mig í myndinni. Það var mjög sérstakt og ólík upplifun,“ segir leikkonan Svandís Dóra Einarsdóttir en hún fer með hlutverk í kvikmyndinni Fyrir framan annað fólk. Karakter Svandísar Dóru í myndinni, Hanna, gengur í það heilaga í myndinni en aðeins nokkrum dögum áður en atriðið var tekið upp gifti Svandís Dóra sig. Hún segir brúðkaupin þó hafa verið talsvert ólík. „Ég var bara með sveitabrúðkaupspartí í sveitinni en þetta var aðeins meiri fyrirhöfn, meiri Rósa en ekki eins mikil Svandís,“ segir hún hlæjandi og segir tvö brúðkaup í sömu viku sennilega eitt það eftirminnilegasta við tökurnar. „Við byrjum í tökum 14. júlí ég gifti mig 18. júlí og mætti aftur í tökur bara fjórum dögum seinna,“ segir Svandís Dóra og tekur því undir að segja mætti að júlí hafi verið talsvert annasamur mánuður þótt allt hafi gengið stórvel. Svandís Dóra lýsir Rósu sem skellibjöllu og fiðrildi. „Það er alltaf stuð í kringum hana, kannski aðeins of mikið stuð stundum. Hún er fyrirferðarmikil, hress og vill hafa partí. Hana vantar svolítið festu í lífið, það vantar svolítið jarðtengingu í hana og hún þeytist út um allt. En hún er skemmtileg en þar er smá svona brot inni í henni sem útskýrir margt. Hún er flókinn karakter þó að hún virki einföld á yfirborðinu.“ Fyrir framan annað fólk er rómantísk kómedía sem er skrifuð af Óskari Jónassyni og Kristjáni Þórði Hrafnssyni og segir Svandís Dóra að í myndinni megi einnig finna dramatískan undirtón. „Þetta er náttúrulega bara um fólk og allt sem því fylgir. Það er mikið hjarta í þessari mynd, en hún er líka skemmtileg. Það er mikill húmor í henni.“ Svandís Dóra er að vonum spennt fyrir að sjá myndina en hún segir sig lengi hafa langað til þess að vinna með Óskari en viðurkennir þó að það sé alltaf pínu skrítið að sjá sjálfa sig á hvíta tjaldinu. „Mér finnst það fínt, ég neyði mig til að horfa á mig bara upp á að skoða líka hvað má gera betur og svona, en það er ekkert skemmtilegt,“ segir hún og hlær. Auk Svandísar Dóru eru þau Hafdís Helga Helgadóttir, Snorri Engilbertsson og Hilmir Snær Guðnason í aðalhlutverkum myndarinnar sem frumsýnd verður næstkomandi föstudag.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira