Gifti sig tvisvar sinnum í sömu viku Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 20. febrúar 2016 09:00 Svandís Dóra segir það vissulega hafa verið eftirminnilegt að ganga í það heilaga tvisvar í sömu viku. Vísir/AntonBrink Ég fékk frí frá tökum til þess að gifta mig í alvöru og svo mætti ég aftur í tökur og gifti mig í myndinni. Það var mjög sérstakt og ólík upplifun,“ segir leikkonan Svandís Dóra Einarsdóttir en hún fer með hlutverk í kvikmyndinni Fyrir framan annað fólk. Karakter Svandísar Dóru í myndinni, Hanna, gengur í það heilaga í myndinni en aðeins nokkrum dögum áður en atriðið var tekið upp gifti Svandís Dóra sig. Hún segir brúðkaupin þó hafa verið talsvert ólík. „Ég var bara með sveitabrúðkaupspartí í sveitinni en þetta var aðeins meiri fyrirhöfn, meiri Rósa en ekki eins mikil Svandís,“ segir hún hlæjandi og segir tvö brúðkaup í sömu viku sennilega eitt það eftirminnilegasta við tökurnar. „Við byrjum í tökum 14. júlí ég gifti mig 18. júlí og mætti aftur í tökur bara fjórum dögum seinna,“ segir Svandís Dóra og tekur því undir að segja mætti að júlí hafi verið talsvert annasamur mánuður þótt allt hafi gengið stórvel. Svandís Dóra lýsir Rósu sem skellibjöllu og fiðrildi. „Það er alltaf stuð í kringum hana, kannski aðeins of mikið stuð stundum. Hún er fyrirferðarmikil, hress og vill hafa partí. Hana vantar svolítið festu í lífið, það vantar svolítið jarðtengingu í hana og hún þeytist út um allt. En hún er skemmtileg en þar er smá svona brot inni í henni sem útskýrir margt. Hún er flókinn karakter þó að hún virki einföld á yfirborðinu.“ Fyrir framan annað fólk er rómantísk kómedía sem er skrifuð af Óskari Jónassyni og Kristjáni Þórði Hrafnssyni og segir Svandís Dóra að í myndinni megi einnig finna dramatískan undirtón. „Þetta er náttúrulega bara um fólk og allt sem því fylgir. Það er mikið hjarta í þessari mynd, en hún er líka skemmtileg. Það er mikill húmor í henni.“ Svandís Dóra er að vonum spennt fyrir að sjá myndina en hún segir sig lengi hafa langað til þess að vinna með Óskari en viðurkennir þó að það sé alltaf pínu skrítið að sjá sjálfa sig á hvíta tjaldinu. „Mér finnst það fínt, ég neyði mig til að horfa á mig bara upp á að skoða líka hvað má gera betur og svona, en það er ekkert skemmtilegt,“ segir hún og hlær. Auk Svandísar Dóru eru þau Hafdís Helga Helgadóttir, Snorri Engilbertsson og Hilmir Snær Guðnason í aðalhlutverkum myndarinnar sem frumsýnd verður næstkomandi föstudag. Bíó og sjónvarp Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Sjá meira
Ég fékk frí frá tökum til þess að gifta mig í alvöru og svo mætti ég aftur í tökur og gifti mig í myndinni. Það var mjög sérstakt og ólík upplifun,“ segir leikkonan Svandís Dóra Einarsdóttir en hún fer með hlutverk í kvikmyndinni Fyrir framan annað fólk. Karakter Svandísar Dóru í myndinni, Hanna, gengur í það heilaga í myndinni en aðeins nokkrum dögum áður en atriðið var tekið upp gifti Svandís Dóra sig. Hún segir brúðkaupin þó hafa verið talsvert ólík. „Ég var bara með sveitabrúðkaupspartí í sveitinni en þetta var aðeins meiri fyrirhöfn, meiri Rósa en ekki eins mikil Svandís,“ segir hún hlæjandi og segir tvö brúðkaup í sömu viku sennilega eitt það eftirminnilegasta við tökurnar. „Við byrjum í tökum 14. júlí ég gifti mig 18. júlí og mætti aftur í tökur bara fjórum dögum seinna,“ segir Svandís Dóra og tekur því undir að segja mætti að júlí hafi verið talsvert annasamur mánuður þótt allt hafi gengið stórvel. Svandís Dóra lýsir Rósu sem skellibjöllu og fiðrildi. „Það er alltaf stuð í kringum hana, kannski aðeins of mikið stuð stundum. Hún er fyrirferðarmikil, hress og vill hafa partí. Hana vantar svolítið festu í lífið, það vantar svolítið jarðtengingu í hana og hún þeytist út um allt. En hún er skemmtileg en þar er smá svona brot inni í henni sem útskýrir margt. Hún er flókinn karakter þó að hún virki einföld á yfirborðinu.“ Fyrir framan annað fólk er rómantísk kómedía sem er skrifuð af Óskari Jónassyni og Kristjáni Þórði Hrafnssyni og segir Svandís Dóra að í myndinni megi einnig finna dramatískan undirtón. „Þetta er náttúrulega bara um fólk og allt sem því fylgir. Það er mikið hjarta í þessari mynd, en hún er líka skemmtileg. Það er mikill húmor í henni.“ Svandís Dóra er að vonum spennt fyrir að sjá myndina en hún segir sig lengi hafa langað til þess að vinna með Óskari en viðurkennir þó að það sé alltaf pínu skrítið að sjá sjálfa sig á hvíta tjaldinu. „Mér finnst það fínt, ég neyði mig til að horfa á mig bara upp á að skoða líka hvað má gera betur og svona, en það er ekkert skemmtilegt,“ segir hún og hlær. Auk Svandísar Dóru eru þau Hafdís Helga Helgadóttir, Snorri Engilbertsson og Hilmir Snær Guðnason í aðalhlutverkum myndarinnar sem frumsýnd verður næstkomandi föstudag.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Sjá meira