Innlent

Píratar auglýsa eftir framkvæmdastjóra

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Helgi Hrafn Gunnarsson og Birgitta Jónsdóttir, þingmenn Pírata, í þingsal
Helgi Hrafn Gunnarsson og Birgitta Jónsdóttir, þingmenn Pírata, í þingsal vísir/vilhelm
Píratar auglýsa nú eftir framkvæmdastjóra en í auglýsingu á Facebook-síðu flokksins kemur fram að vegna anna þurfi hann nú að ráða metnaðarfullan einstakling sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt verkefni.

Tekið er fram í auglýsingunni að um fullt starf er að ræða en með óreglulegum vinnutíma. Þá er það eitt af skilyrðum fyrir starfinu að viðkomandi sé Pírati eða tilbúinn til að verða Pírati og er vísað í lög flokksins en í grein 3.9 í þeim segir að eingöngu félagsmenn megi gegna trúnaðarstörfum innan félagsins og aðildarfélaga.

Píratar auglýsa eftir framkvæmdastjóra!Vegna anna er komið að því að Píratar þurfi að ráða metnaðarfullan einstakling...

Posted by Píratapartýið on Wednesday, 9 March 2016

Tengdar fréttir

Pírata skortir fólk en ekki málefni

Píratar reyna nú að bregðast við margfaldri fylgisaukningu flokksins með því að endurmóta stefnumálin. Þeir glíma hinsvegar við þann vanda að fleira fólk vantar til starfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×