Viðskipti innlent

Máli gegn Björgólfi vísað frá

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Málið gegn Björgólfi Thor verður ekki rekið áfram.
Málið gegn Björgólfi Thor verður ekki rekið áfram. vísir/vilhelm
Máli málsóknarfélags gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þetta staðfestir Reimar Pétursson verjandi Björgólfs við Vísi.

Málið var höfðað eftir að Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Samtök sparifjáreigenda og lífeyrissjóðurinn Stapi auglýstu eftir þátttakendum í hópmálsókn gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni með heilsíðuauglýsingum í blöðum. Þeir sem stóðu að málinu voru hluthafar í Landsbankanum þegar hann féll í október 2008.

Það var Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður á Lögmannsstofunni Landslögum, sem rak málið fyrir hönd þeirra. Þeir sem standa að málsókninni töldu að rannsókn og gagnaöflun hefði leitt til þess að fram væru komin gögn sem gæfu sterklega til kynna að Björgólfur Thor hefði með saknæmum hætti komið í veg fyrir að hluthafar fengu upplýsingar um umfangsmiklar og líklega ólögmætar lánveitingar tengdar Björgólfi. Og brotið gegn reglum um yfirtökuskyldu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×