Europol komið að rannsókn mansalsmálsins í Vík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2016 14:59 Húsið þar sem konurnar munu hafa starfað og búið. Vísir/Þórhildur Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á mansalsmáli sem kom upp í Vík í Mýrdal í síðasta mánuði er mjög umfangsmikil. Búið er að yfirheyra á milli 12-14 einstaklinga og enn á eftir að taka skýrslur af nokkrum í viðbót. Svo gæti farið að lögreglan myndi yfirheyra yfir 20 manns að sögn Þorgríms Óla Sigurðssonar, yfirlögregluþjóns. Héraðsdómur Suðurlands framlengdi á föstudaginn gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa haldið þremur konum í vinnuþrælkun í Vík. Samkvæmt úrskurði dómsins skal maðurinn sæta gæsluvarðhaldi í fjórar vikur til viðbótar en úrskurðurinn var kærður til Hæstaréttar. Þorgrímur Óli segir að niðurstaða Hæstaréttar liggi ekki fyrir en vonast eftir henni í vikunni.Hægt á rannsókninni að aðeins er einn túlkur aðgengilegur Maðurinn er frá Srí Lanka líkt og konurnar sem hann er grunaður um að hafa haldið í vinnuþrælkun. Hann er eigandi fyrirtækisins Vonta International sem var undirverktaki Icewear. Við rannsókn málsins hefur lögreglan þurft að njóta aðstoðar túlks en að sögn Þorgríms Óla hefur lögreglan aðeins aðgang að einum túlk sem talar sama tungumál og aðilar málsins. „Það hefur því verið svolítið erfitt að fá túlkinn hingað því hann er í annarri vinnu sem hann þarf að sinna. Þetta hefur því kannski aðeins hægt á rannsókninni en við erum bara farin að skipuleggja okkur þannig að túlkurinn komist,“ segir Þorgrímur Óli.Icewear keypti prjónaverksmiðjuna Víkurprjón í Vík í Mýrdal árið 2012. Vonta International var undirverktaki Icewear.Vísir/ÞórhildurGreint var frá því í byrjun mánaðarins að átta vitni hefðu gefið skýrslu fyrir dómi. Öll höfðu þau verið í vinnu hjá Vonta International en ástæðan fyrir því að þau báru vitni fyrir dómi er sú að þau gætu hugsanlega farið úr landi. Á meðal þeirra sem hafa gefið skýrslu fyrir dómi eru konurnar sem eru þolendur í málinu en Þorgrímur Óli segist þó halda að þær séu enn hér á landi.500 klukkustundir og 15 þúsund kílómetrar Alls hafa um 25 manns komið að rannsókn málsins að sögn Þorgríms Óla en alls eru fjórir lögreglumenn sem sinna engu öðru núna. Þar á meðal eru sérfræðingur frá mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglumaður frá fjármunabrotadeild. „Ætli það hafi ekki farið svona um 500 klukkustundir hjá lögreglunni í þetta mál og við höfum ekið um 15 þúsund kílómetra í tengslm við rannsóknina. Svo jú, þetta er með því umfangsmeira sem við höfum fengið hingað inn á borð til okkar,“ segir Þorgrímur Óli. Í tilkynningu frá lögreglunni vegna málsins á dögunum kom fram að hún hefði notið aðstoðar Europol. Þorgrímur Óli segir að óskað hafi verið eftir aðstoð þaðan til að kanna hvort að málið í Vík hefði einhverja slóð erlendis en ekkert hafi komið út úr því. Aðspurður hvenær rannsókn málsins ljúki segir Þorgrímur Óli erfitt að segja til um það en vonast til þess að það verði innan mánaðar. Mansal í Vík Tengdar fréttir Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00 Gæsluvarðhald framlengt yfir manni sem grunaður er um mansal Héraðsdómur Suðurlands framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal. 4. mars 2016 17:48 Átta vitni gefið skýrslu fyrir dómi í mansalsmálinu Þorgrímur Óli Sigurðsson yfirlögregluþjónn vill ekki upplýsa hvort forsvarsmenn Icewear verði yfirheyrðir. 1. mars 2016 10:36 Einn af eigendum Vík Prjónsdóttur: „Virkilega sláandi mál“ Mansalsmálið í Vík í Mýrdal vekur upp spurningar um ábyrgð fyrirtækja og neytenda. 22. febrúar 2016 12:12 Þrír þolendur í mansali í Vík Ein kona til viðbótar er talin þolandi í mansalsmálinu í Vík í Mýrdal. Hún nýtur nú verndar eins og konurnar tvær sem var komið í skjól í aðgerðum lögreglu á fimmtudag fyrir viku. Konan er líka frá Srí Lanka. 25. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á mansalsmáli sem kom upp í Vík í Mýrdal í síðasta mánuði er mjög umfangsmikil. Búið er að yfirheyra á milli 12-14 einstaklinga og enn á eftir að taka skýrslur af nokkrum í viðbót. Svo gæti farið að lögreglan myndi yfirheyra yfir 20 manns að sögn Þorgríms Óla Sigurðssonar, yfirlögregluþjóns. Héraðsdómur Suðurlands framlengdi á föstudaginn gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa haldið þremur konum í vinnuþrælkun í Vík. Samkvæmt úrskurði dómsins skal maðurinn sæta gæsluvarðhaldi í fjórar vikur til viðbótar en úrskurðurinn var kærður til Hæstaréttar. Þorgrímur Óli segir að niðurstaða Hæstaréttar liggi ekki fyrir en vonast eftir henni í vikunni.Hægt á rannsókninni að aðeins er einn túlkur aðgengilegur Maðurinn er frá Srí Lanka líkt og konurnar sem hann er grunaður um að hafa haldið í vinnuþrælkun. Hann er eigandi fyrirtækisins Vonta International sem var undirverktaki Icewear. Við rannsókn málsins hefur lögreglan þurft að njóta aðstoðar túlks en að sögn Þorgríms Óla hefur lögreglan aðeins aðgang að einum túlk sem talar sama tungumál og aðilar málsins. „Það hefur því verið svolítið erfitt að fá túlkinn hingað því hann er í annarri vinnu sem hann þarf að sinna. Þetta hefur því kannski aðeins hægt á rannsókninni en við erum bara farin að skipuleggja okkur þannig að túlkurinn komist,“ segir Þorgrímur Óli.Icewear keypti prjónaverksmiðjuna Víkurprjón í Vík í Mýrdal árið 2012. Vonta International var undirverktaki Icewear.Vísir/ÞórhildurGreint var frá því í byrjun mánaðarins að átta vitni hefðu gefið skýrslu fyrir dómi. Öll höfðu þau verið í vinnu hjá Vonta International en ástæðan fyrir því að þau báru vitni fyrir dómi er sú að þau gætu hugsanlega farið úr landi. Á meðal þeirra sem hafa gefið skýrslu fyrir dómi eru konurnar sem eru þolendur í málinu en Þorgrímur Óli segist þó halda að þær séu enn hér á landi.500 klukkustundir og 15 þúsund kílómetrar Alls hafa um 25 manns komið að rannsókn málsins að sögn Þorgríms Óla en alls eru fjórir lögreglumenn sem sinna engu öðru núna. Þar á meðal eru sérfræðingur frá mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglumaður frá fjármunabrotadeild. „Ætli það hafi ekki farið svona um 500 klukkustundir hjá lögreglunni í þetta mál og við höfum ekið um 15 þúsund kílómetra í tengslm við rannsóknina. Svo jú, þetta er með því umfangsmeira sem við höfum fengið hingað inn á borð til okkar,“ segir Þorgrímur Óli. Í tilkynningu frá lögreglunni vegna málsins á dögunum kom fram að hún hefði notið aðstoðar Europol. Þorgrímur Óli segir að óskað hafi verið eftir aðstoð þaðan til að kanna hvort að málið í Vík hefði einhverja slóð erlendis en ekkert hafi komið út úr því. Aðspurður hvenær rannsókn málsins ljúki segir Þorgrímur Óli erfitt að segja til um það en vonast til þess að það verði innan mánaðar.
Mansal í Vík Tengdar fréttir Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00 Gæsluvarðhald framlengt yfir manni sem grunaður er um mansal Héraðsdómur Suðurlands framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal. 4. mars 2016 17:48 Átta vitni gefið skýrslu fyrir dómi í mansalsmálinu Þorgrímur Óli Sigurðsson yfirlögregluþjónn vill ekki upplýsa hvort forsvarsmenn Icewear verði yfirheyrðir. 1. mars 2016 10:36 Einn af eigendum Vík Prjónsdóttur: „Virkilega sláandi mál“ Mansalsmálið í Vík í Mýrdal vekur upp spurningar um ábyrgð fyrirtækja og neytenda. 22. febrúar 2016 12:12 Þrír þolendur í mansali í Vík Ein kona til viðbótar er talin þolandi í mansalsmálinu í Vík í Mýrdal. Hún nýtur nú verndar eins og konurnar tvær sem var komið í skjól í aðgerðum lögreglu á fimmtudag fyrir viku. Konan er líka frá Srí Lanka. 25. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Sjá meira
Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00
Gæsluvarðhald framlengt yfir manni sem grunaður er um mansal Héraðsdómur Suðurlands framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal. 4. mars 2016 17:48
Átta vitni gefið skýrslu fyrir dómi í mansalsmálinu Þorgrímur Óli Sigurðsson yfirlögregluþjónn vill ekki upplýsa hvort forsvarsmenn Icewear verði yfirheyrðir. 1. mars 2016 10:36
Einn af eigendum Vík Prjónsdóttur: „Virkilega sláandi mál“ Mansalsmálið í Vík í Mýrdal vekur upp spurningar um ábyrgð fyrirtækja og neytenda. 22. febrúar 2016 12:12
Þrír þolendur í mansali í Vík Ein kona til viðbótar er talin þolandi í mansalsmálinu í Vík í Mýrdal. Hún nýtur nú verndar eins og konurnar tvær sem var komið í skjól í aðgerðum lögreglu á fimmtudag fyrir viku. Konan er líka frá Srí Lanka. 25. febrúar 2016 07:00