Álið hleðst upp í Straumsvík þrátt fyrir aukna hæfni yfirmanna við útskipun Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2016 14:29 Formaður verkalýðsfélagsins Hlífar undrast að Sýslumaðurinn í Reykjavík hafi fallist á að fjölga yfirmönnum Ísal í útskipunarteymi yfirmanna í Straumsvík. Þótt þeim hafi tekist að ná tökum á vinnubrögðunum séu þúsundir tonna af áli engu að síður að safnast upp hjá fyrirtækinu. Í síðustu viku óskaði Ísal eftir því við Sýslumanninn í Reykjavík að ríflega þrjátíu yfirmenn hjá fyrirtækinu fengju að ganga í störf hafnaverkamanna sem sett höfðu útflutningsbann á útflutning á áli frá Straumsvík. Sýsmumaður féllst á að 15 yfirmenn, þar af þrír stjórnarmenn í Frakklandi, fengju að skipa álinu út sem tólf þeirrra gerðu í síðustu viku. Ísal fannt þetta hins vegar ekki nóg og kærði úrskurð Sýslumanns sem nú hefur fallist á að 19 yfirmenn geti sett upp vinnuhanskana og skipað út áli. „Þetta kom okkur bara verulega á óvart. Að þetta skyldi hafa farið í þennan farveg, af því að sýslumaður ákveður að bæta þarna við fjórum aðilum,“ segir Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar. Nú hafi fjórum aðstoðarframkvæmdastjórum sem aldrei hafi komið nálægt útskipunum verið bætt í teymi yfirmanna. Fyrst í síðustu viku gekk útskipun hægt hjá yfirmönnum enda vanari að sitja við skrifborð en skipa út áli. Nú virðast þeir hins vegar vera að ná tökum á vinnubrögðunum og útskipun gengur hraðar fyrir sig. „Svo hafa þau verið sérstaklega heppin með veðráttuna og annað. Jú, það má segja að þau hafi náð tökum á að koma þessu um borð. En samt sem áður eru ekki allir farmar að fara sem áttu að fara og það hefur þurft að skilja eftir. Það má segja að staðan í dag sé, þótt verið sé að setja í skipið, að áður en byrjað var að lesta það voru komi átta þúsund tonn sem áttu að fara úr landi. Ef skipið tekur kannski þrjú þúsund tonn núna eru alla vega fimm þúsund tonn eftir hér sem eiga eftir að fara úr landi,“ segir Kolbeinn. Þannig að aðgeðir verkalýðsfélaganna séu engu að síður hægt og bítandi að virka. Formaður Hlífar segir mikilvægt að ná fram kjarasamning um sambærilegar launahækkanir og aðrir hafi samið um. Aðrir hafi ekki þurft að semja frá sér réttindi til að ná samningum. Verkalýðsfélögin hafi þó komið til móts við Ísal varðandi kröfu fyrirtækisins um útvistun vissra verkefna með skilyðrum. „En það hefur bara alltaf verið þessi þrjóska hinum megin frá að það er allt eða ekki neitt. Þau vilja opna þetta alveg upp á gátt,“ segir Kolbeinn. Það sé hins vegar krafa að þeir sem vinni á Ísalsvæðinu fái sömu laun og önnur réttindi og þeir sem vinni sams konar störf þar á vegum verkalýðsfélaganna. Á þetta hafi ísal ekki fallist. „Og þá erum við að horfa á varðandi ferðapeninga, það eru bónusar og jafnvel starfsmenntunarálag og annað sem er inni í launum hjá mönnum. Við erum þá að horfa á 30 til 40 prósent lakari laun fyrir þá verktaka sem kæmu hingað á almennum launum inn á svæðið,“ segir Kolbeinn. Það sé sparnaðurinn sem Ísal vilji ná fram. Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Meintir hópnauðgarar á bannlista og skemmtistaðaeigendur varaðir við Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Sjá meira
Formaður verkalýðsfélagsins Hlífar undrast að Sýslumaðurinn í Reykjavík hafi fallist á að fjölga yfirmönnum Ísal í útskipunarteymi yfirmanna í Straumsvík. Þótt þeim hafi tekist að ná tökum á vinnubrögðunum séu þúsundir tonna af áli engu að síður að safnast upp hjá fyrirtækinu. Í síðustu viku óskaði Ísal eftir því við Sýslumanninn í Reykjavík að ríflega þrjátíu yfirmenn hjá fyrirtækinu fengju að ganga í störf hafnaverkamanna sem sett höfðu útflutningsbann á útflutning á áli frá Straumsvík. Sýsmumaður féllst á að 15 yfirmenn, þar af þrír stjórnarmenn í Frakklandi, fengju að skipa álinu út sem tólf þeirrra gerðu í síðustu viku. Ísal fannt þetta hins vegar ekki nóg og kærði úrskurð Sýslumanns sem nú hefur fallist á að 19 yfirmenn geti sett upp vinnuhanskana og skipað út áli. „Þetta kom okkur bara verulega á óvart. Að þetta skyldi hafa farið í þennan farveg, af því að sýslumaður ákveður að bæta þarna við fjórum aðilum,“ segir Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar. Nú hafi fjórum aðstoðarframkvæmdastjórum sem aldrei hafi komið nálægt útskipunum verið bætt í teymi yfirmanna. Fyrst í síðustu viku gekk útskipun hægt hjá yfirmönnum enda vanari að sitja við skrifborð en skipa út áli. Nú virðast þeir hins vegar vera að ná tökum á vinnubrögðunum og útskipun gengur hraðar fyrir sig. „Svo hafa þau verið sérstaklega heppin með veðráttuna og annað. Jú, það má segja að þau hafi náð tökum á að koma þessu um borð. En samt sem áður eru ekki allir farmar að fara sem áttu að fara og það hefur þurft að skilja eftir. Það má segja að staðan í dag sé, þótt verið sé að setja í skipið, að áður en byrjað var að lesta það voru komi átta þúsund tonn sem áttu að fara úr landi. Ef skipið tekur kannski þrjú þúsund tonn núna eru alla vega fimm þúsund tonn eftir hér sem eiga eftir að fara úr landi,“ segir Kolbeinn. Þannig að aðgeðir verkalýðsfélaganna séu engu að síður hægt og bítandi að virka. Formaður Hlífar segir mikilvægt að ná fram kjarasamning um sambærilegar launahækkanir og aðrir hafi samið um. Aðrir hafi ekki þurft að semja frá sér réttindi til að ná samningum. Verkalýðsfélögin hafi þó komið til móts við Ísal varðandi kröfu fyrirtækisins um útvistun vissra verkefna með skilyðrum. „En það hefur bara alltaf verið þessi þrjóska hinum megin frá að það er allt eða ekki neitt. Þau vilja opna þetta alveg upp á gátt,“ segir Kolbeinn. Það sé hins vegar krafa að þeir sem vinni á Ísalsvæðinu fái sömu laun og önnur réttindi og þeir sem vinni sams konar störf þar á vegum verkalýðsfélaganna. Á þetta hafi ísal ekki fallist. „Og þá erum við að horfa á varðandi ferðapeninga, það eru bónusar og jafnvel starfsmenntunarálag og annað sem er inni í launum hjá mönnum. Við erum þá að horfa á 30 til 40 prósent lakari laun fyrir þá verktaka sem kæmu hingað á almennum launum inn á svæðið,“ segir Kolbeinn. Það sé sparnaðurinn sem Ísal vilji ná fram.
Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Meintir hópnauðgarar á bannlista og skemmtistaðaeigendur varaðir við Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Sjá meira