Lífið

The Sun fjallar um Alexöndru Helgu: Ótrúlegur líkami og fallegt bros

Stefán Árni Pálsson skrifar
Töluvert hefur verið fjallað um Alexöndru í Bretlandi undanfarin misseri.
Töluvert hefur verið fjallað um Alexöndru í Bretlandi undanfarin misseri. vísir/instagram
Breska slúðursíðan The Sun fjallar um Alexöndru Helgu Ívarsdóttur, fyrrverandi fegurðardrottningu Íslands, á vefsíðu sinni en hún býr í Swansea ásamt kærasta sínum Gylfa Þór Sigurðssyni.

Töluvert hefur verið fjallað um Alexöndru í Bretlandi undanfarin misseri og var hún á lista yfir fallegustu konur leikmanna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu síðasta sumar á vefsíðu Daily Mail.

Gylfi Þór leikur með úrvalsdeildarliðinu Swansea og skoraði hann gríðarlega mikilvægt mark fyrir liðið um helgina gegn Norwich. The Sun talar um að Gylfi skori innan sem utan vallar og er Alexöndru lýst sem ljóshærðri fegurðardís.

Alexandra varð fegurðardrottning Íslands árið 2008 en The Sun segir ennfremur að hún hafi ótrúlega fallegt bros og virkilega fallegan líkama.

Ingibjörg Ragnheiður, Alexandra Helga Ívarsdóttir og Sonja Björk Jónsdóttir.MYND/Ungfrú Ísland

Tengdar fréttir

Ungfrú Ísland í The Sun

Femínistar eru bara lesbíur í karlmannsfötum, ungfrúrnar skiptast á hæðnis-legum athugasemdum á milli þess sem þær gera hvað þær geta til að ganga í augun á dómnefndinni. Svona sér blaðamaður The Sun þátttakendur í Miss World.

Ungfrú Ísland hjúkrar öldruðum

„Mér finnst þetta bara mjög gaman og það verður spennandi að takast á við þetta,“ segir Alexandra Helga Ívars­dóttir, nýkjörin Ungfrú Ísland. Keppnin fór fram á Broadway síðastliðinn föstudag og var glæsileg að vanda, en það var Yesmine Olsson sem sá um framkomu stúlknanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×