Ætla að ráðast gegn skemmdum á götum Þórgnýr einar Albertsson skrifar 9. mars 2016 07:00 Gatnaskemmdir sjást víða á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana. v „Ég setti mig í samband við vegamálastjóra og bæjarstjórana á höfuðborgarsvæðinu og allir segja sömu söguna. Það eru miklar áhyggjur af stöðu gatnakerfisins,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. Hann segir drög að samkomulagi milli Vegagerðarinnar og sveitarfélaganna liggja fyrir og vonar að það verði samþykkt í vikunni. Í samkomulaginu felst mat á stöðunni, gerð framkvæmdaáætlunar og samantekt rannsókna á ástæðum slits og þeim aðferðum sem notaðar eru til viðgerða. Dagur segir síðustu tvo vetur hafa verið erfiða fyrir gatnakerfið. „En síðan er því ekkert að leyna að eftir hrun hafa bæði sveitarfélögin og ríkið, sem ber ábyrgð á stofnvegunum á höfuðborgarsvæðinu, verið að spara alls staðar þar sem hægt er að spara og við þurfum að fara heiðarlega yfir það hvort það eigi þarna hlut að máli,“ segir Dagur. Einnig segir hann að greina þurfi aðra þætti, líkt og aukið álag vegna ferðaþjónustu og aukins rútubílaaksturs. „Allir þyngri bílar valda meira sliti og mér finnst þurfa að ræða það hvort það sé þá ekki eðlilegt að það séu búnir til tekjustofnar til að mæta því sliti,“ segir Dagur og bætir við: „Fyrst og fremst held ég að skipti máli að allir átti sig á því að átaks sé þörf og það sé unnið skipulega að því í samvinnu allra sem að því þurfa að koma.“Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir átak í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins mikilvægt.vísir/valliAð mati Dags dugar ekki að gera einfaldlega við þær holur sem myndast hverju sinni heldur segir hann þörf á að meta hvar þurfi að fara í róttæka endurnýjun á götum. Þá segir hann þurfa að spyrja af hverju þetta sé að gerast og hvernig sé hægt að koma í veg fyrir það. „Því að þetta kostar allt peninga og er mikilvægt að þurfa ekki að endurtaka sömu viðgerðina ár eftir ár.“ Mögulega var of geyst farið í niðurskurð í þessum málum eftir hrun. „Auðvitað þurfti að skera og spara alls staðar í samfélaginu eftir hrun […] en mér finnst þurfa að fara vel yfir það eins og aðra þætti, hvort við séum að nota nægilega góð efni, hvort við séum að beita bestu aðferðum og hvort það sé eitthvað sem mætti gera öðruvísi þannig að þeir peningar sem við setjum í þetta endist lengur,“ segir Dagur. Viðgerðir eru þegar hafnar á einstaka stöðum á höfuðborgarsvæðinu en heildarkortlagningin á viðfangsefninu er fram undan. Dagur segir hana nú setta í forgang. „Þannig að sumarið nýtist vel sem framkvæmdatími en það þarf líka að leggja lengri tíma áætlanir svo að þetta sé ekki bara áhlaupsverk í eitt skipti,“ segir Dagur. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
„Ég setti mig í samband við vegamálastjóra og bæjarstjórana á höfuðborgarsvæðinu og allir segja sömu söguna. Það eru miklar áhyggjur af stöðu gatnakerfisins,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. Hann segir drög að samkomulagi milli Vegagerðarinnar og sveitarfélaganna liggja fyrir og vonar að það verði samþykkt í vikunni. Í samkomulaginu felst mat á stöðunni, gerð framkvæmdaáætlunar og samantekt rannsókna á ástæðum slits og þeim aðferðum sem notaðar eru til viðgerða. Dagur segir síðustu tvo vetur hafa verið erfiða fyrir gatnakerfið. „En síðan er því ekkert að leyna að eftir hrun hafa bæði sveitarfélögin og ríkið, sem ber ábyrgð á stofnvegunum á höfuðborgarsvæðinu, verið að spara alls staðar þar sem hægt er að spara og við þurfum að fara heiðarlega yfir það hvort það eigi þarna hlut að máli,“ segir Dagur. Einnig segir hann að greina þurfi aðra þætti, líkt og aukið álag vegna ferðaþjónustu og aukins rútubílaaksturs. „Allir þyngri bílar valda meira sliti og mér finnst þurfa að ræða það hvort það sé þá ekki eðlilegt að það séu búnir til tekjustofnar til að mæta því sliti,“ segir Dagur og bætir við: „Fyrst og fremst held ég að skipti máli að allir átti sig á því að átaks sé þörf og það sé unnið skipulega að því í samvinnu allra sem að því þurfa að koma.“Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir átak í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins mikilvægt.vísir/valliAð mati Dags dugar ekki að gera einfaldlega við þær holur sem myndast hverju sinni heldur segir hann þörf á að meta hvar þurfi að fara í róttæka endurnýjun á götum. Þá segir hann þurfa að spyrja af hverju þetta sé að gerast og hvernig sé hægt að koma í veg fyrir það. „Því að þetta kostar allt peninga og er mikilvægt að þurfa ekki að endurtaka sömu viðgerðina ár eftir ár.“ Mögulega var of geyst farið í niðurskurð í þessum málum eftir hrun. „Auðvitað þurfti að skera og spara alls staðar í samfélaginu eftir hrun […] en mér finnst þurfa að fara vel yfir það eins og aðra þætti, hvort við séum að nota nægilega góð efni, hvort við séum að beita bestu aðferðum og hvort það sé eitthvað sem mætti gera öðruvísi þannig að þeir peningar sem við setjum í þetta endist lengur,“ segir Dagur. Viðgerðir eru þegar hafnar á einstaka stöðum á höfuðborgarsvæðinu en heildarkortlagningin á viðfangsefninu er fram undan. Dagur segir hana nú setta í forgang. „Þannig að sumarið nýtist vel sem framkvæmdatími en það þarf líka að leggja lengri tíma áætlanir svo að þetta sé ekki bara áhlaupsverk í eitt skipti,“ segir Dagur.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira