Hröð hækkun lánshlutfalls og lána mestu mistökin fyrir hrun Heimir Már Pétursson skrifar 8. mars 2016 19:55 Losun regluverks húsnæðislána, hröð hækkun lánshlutfalls og hækkun lánsfjárhæða eru stærstu mistökin í húsnæðismálum fyrir hrun sem Íslendingar ættu að varast að endurtaka að mati tveggja hagfræðinga sem greint hafa þróun húsnæðismarkaðarins á síðustu tuttugu og fimm árum. Lúðvík Elíasson hagfræðingur á fjármálastöðugleikasviði Seðlabankans og Magnús Skúlason framkvæmdastjóri Reykjavik Economics greindu frá niðurstöðum sínum á skoðun á þróun húsnæðismarkaðarins á Íslandi frá árinu 1989 til ársins 2014 á fundi í Seðlabankanum í dag. En greining þeirra biritist sem kafli í bók um þróun húsnæðismarkaðarins í Evrópu sem gefin hefur verið út í Bretlandi. Á þessu tímabili voru húsnæðislánakerfin í Evrópu mismunandi. „En það var kannski ákveðið þema í gangi yfir þetta tímabil. Einkavæðing húsnæðisfjármögnunar var almennt að aukast. Sumstaðar var hún hafin fyrir tímabilið en annars staðar seinna eins og eins og hér. Kannski vegna þess að við byrjuðum dálítið seinna þá gerðist þetta mjög hratt hérna,“ segir Lúðvík. Á margan hátt sé húsnæðismarkaðurinn nú á svipuðum slóðum og rétt fyrir hrun varðandi húsnæðisverð. Skuldsetning heimila hafi einnig minnkað hratt. Einkavæðingu í fjármögnun húsnæðislána fylgi miklar sveiflur í verði húsnæðis. „Og til að sporna við því hefur regluverkið verið frekar að þrengjast. Þannig að á vissan hátt erum við að sjá núna á seinustu árum töluvert afturhvarf til þess tíma sem var fyrir, að því leyti að regluverkið hins opinbera um fjármögnun fasteigna hefur verið að aukast. Kannski veitir ekki af því en það er að gerast á annan hátt núna og miðar að því að draga úr þeim sveiflum sem við höfum verið að sjá,“ segir Lúðvík. Þeir félagar segja Seðlabankann ekki hafa haft tæki til að setja bönkunum reglur fyrir hrun sem vonandi standi til bóta með frumvörpum sem nú liggi fyrir Alþingi. Hér ætti að geta verið heilbrigt húsnæðiskerfi. Magnús segir að hins vegar þurfi að hjálpa fyrstu kaupendum sérstaklega. Stórir árgangar séu nú á aldrinum 20 til 30 ára, eða um 50 þúsund manns. Mistökin fyrir hrun hafi verið hröð hækkun lánshlutfalls og lánaupphæða. Lánshlutfallið hafi farið úr 65 prósentum í 90 prósent og jafnvel 100 prósent. Þá hafi lánsfjárhæðirnar nánast verið ótakmarkaðar. „Frá mjög lágri upphæð upp í næstum ótakmarkað. Þannig að fólk fór þá að fjármagna neyslu, fjármagna alls konar hluti sem kannski var ekki ætlast til að það gerði með húsnæðisláni,“ segir Magnús. Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Losun regluverks húsnæðislána, hröð hækkun lánshlutfalls og hækkun lánsfjárhæða eru stærstu mistökin í húsnæðismálum fyrir hrun sem Íslendingar ættu að varast að endurtaka að mati tveggja hagfræðinga sem greint hafa þróun húsnæðismarkaðarins á síðustu tuttugu og fimm árum. Lúðvík Elíasson hagfræðingur á fjármálastöðugleikasviði Seðlabankans og Magnús Skúlason framkvæmdastjóri Reykjavik Economics greindu frá niðurstöðum sínum á skoðun á þróun húsnæðismarkaðarins á Íslandi frá árinu 1989 til ársins 2014 á fundi í Seðlabankanum í dag. En greining þeirra biritist sem kafli í bók um þróun húsnæðismarkaðarins í Evrópu sem gefin hefur verið út í Bretlandi. Á þessu tímabili voru húsnæðislánakerfin í Evrópu mismunandi. „En það var kannski ákveðið þema í gangi yfir þetta tímabil. Einkavæðing húsnæðisfjármögnunar var almennt að aukast. Sumstaðar var hún hafin fyrir tímabilið en annars staðar seinna eins og eins og hér. Kannski vegna þess að við byrjuðum dálítið seinna þá gerðist þetta mjög hratt hérna,“ segir Lúðvík. Á margan hátt sé húsnæðismarkaðurinn nú á svipuðum slóðum og rétt fyrir hrun varðandi húsnæðisverð. Skuldsetning heimila hafi einnig minnkað hratt. Einkavæðingu í fjármögnun húsnæðislána fylgi miklar sveiflur í verði húsnæðis. „Og til að sporna við því hefur regluverkið verið frekar að þrengjast. Þannig að á vissan hátt erum við að sjá núna á seinustu árum töluvert afturhvarf til þess tíma sem var fyrir, að því leyti að regluverkið hins opinbera um fjármögnun fasteigna hefur verið að aukast. Kannski veitir ekki af því en það er að gerast á annan hátt núna og miðar að því að draga úr þeim sveiflum sem við höfum verið að sjá,“ segir Lúðvík. Þeir félagar segja Seðlabankann ekki hafa haft tæki til að setja bönkunum reglur fyrir hrun sem vonandi standi til bóta með frumvörpum sem nú liggi fyrir Alþingi. Hér ætti að geta verið heilbrigt húsnæðiskerfi. Magnús segir að hins vegar þurfi að hjálpa fyrstu kaupendum sérstaklega. Stórir árgangar séu nú á aldrinum 20 til 30 ára, eða um 50 þúsund manns. Mistökin fyrir hrun hafi verið hröð hækkun lánshlutfalls og lánaupphæða. Lánshlutfallið hafi farið úr 65 prósentum í 90 prósent og jafnvel 100 prósent. Þá hafi lánsfjárhæðirnar nánast verið ótakmarkaðar. „Frá mjög lágri upphæð upp í næstum ótakmarkað. Þannig að fólk fór þá að fjármagna neyslu, fjármagna alls konar hluti sem kannski var ekki ætlast til að það gerði með húsnæðisláni,“ segir Magnús.
Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira