Segja Fjármálaeftirlitið ekki skilja hlutverk sitt Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2016 13:45 Vísir/GVA Félag íslenskra bifreiðaeigenda segir Fjármálaeftirlitið ekki skilja í hverju gagnrýni félagsins á aðhaldsleysi stofnunarinnar með tryggingafélögunum felist. FME skilji ekki hlutverk sitt. FÍB skoraði á dögunum á Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, að grípa til aðgerða vegna milljarða arðgreiðslna til eiganda tryggingafélaganna. Í tilkynningu frá FÍB sagði að FME hefði lagt blessun sína á að bótasjóðir yrðu tæmdir og stungið í vasa eigenda. Fjármálaeftirlitið svaraði gagnrýninni og sagði fyrirhugaðar arðgreiðslur í samræmi við lög. Þó væri ámælisvert að hve litlu leyti tryggingafélögin hafi útskýrt ástæður greiðslnanna. „FME telur að tryggingafélögin hafi ekki staðið sig sem skyldi við að réttlæta óeðlilegar arðgreiðslur. FME skilur ekki að það er ekkert að réttlæta. FME skilur ekki að gagnrýnin snýst um andvaraleysi stofnunarinnar þegar kemur að hagsmunum almennings. FME vanrækir þetta hlutverk sitt.“ Þetta kemur fram í nýrri yfirlýsingu frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda sem Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri, skrifar undir. Þar segir að FME ráðleggi tryggingartökum að skipta um tryggingafélag séu þeir ósáttir við arðgreiðslur. FÍB bendir á að þrjú stærstu félögin sem séu með um 90 prósent markaðshlutdeild sæti gagnrýni fyrir arðgreiðslur. „Hverju breytir fyrir viðskiptavin að fara frá einu slíku yfir í það næsta? Ljóst er að FME er ekki í tengslum við raunveruleikann.“Ekki óskyldir hlutir Þá segir einnig að eftirlitið láti eins og iðgjaldatekjur og fjárfestingatekjur tryggingafélaganna séu óskyldir hlutir. Það sé rangt. „Tryggingafélögin ávaxta fyrirframgreiddu iðgjöldin og þannig verða fjárfestingatekjurnar til. Sú ávöxtun á að vera í þágu viðskiptavina, en ekki bara eigenda félaganna. Samt telur FME þörf á iðgjaldahækkun af því að „tryggingahlutinn“ sé rekinn með tapi þó fjármálahlutinn skili hagnaði, rétt eins og hann sé óskyldur tryggingum.“ FÍB segir heildarafkomuna skipta máli þegar þörfin fyrir hækkun sé metin. „FME stendur með fyrirtækjunum gegn hagsmunum neytenda þegar það leggur blessun sína yfir iðgjaldahækkun hjá tryggingafélögunum sem taka á sama tíma milljarða króna í arð.“ Þá segir að FME hafni því að viðskiptavinir tryggingafélaganna eigi bótasjóðina og segi þá þar með í eigu félaganna sjálfra. FÍB segir það ganga gegn skilgreiningu tryggingafélaganna sjálfra. Þau hafi haldið því fram að sjóðirnir séu eign tjónþola og séu skuld við þá sem eigi eftir að lenda í tjónum.Sofandi á verðinum Auk þess heldur FÍB því fram að Fjármálaeftirlitið undirstriki sofandahátt síðust sex til sjö ára með því að segja ekki hafa lagaheimild til að skipa tryggingafélögunum að ráðstafa arðs til tryggingartaka sem byggt hafi upp bótasjóðina. Eftirlitinu hefði löngu átt að vera ljóst að sjóðirnir yrðu óþarfir með nýjum reiknireglum sem hafa verið innleiddar. „Þegar árið 2011 uppfylltu öll tryggingafélögin nýju kröfurnar. Þá þegar gat FME farið að vinna með tryggingafélögunum að því að láta þau skila bótasjóðunum til viðskiptavina með því einfaldlega að nýta þá til að greiða tjón. Á móti hefði verið hægt að lækka iðgjöld og þannig hefðu viðskiptavinir tryggingafélaganna fengið sjóðina endurgreidda.“ „En líkt og fyrri daginn virðast hagsmunir viðskiptavina tryggingafélaganna engu máli skipta fyrir FME, þó svo að stofnunin hafi þá lagaskyldu að gæta þeirra. Þess í stað stendur stofnunin þétt að baki fjármálafyrirtækjum sem mergsjúga almenning í skjóli fáokunar.“ FÍB segist ekki ver að berjast fyrir sínum hagsmunum heldur hagsmunum almennings. Væri rétt að málum staðið þyrftu þeir þess ekki. Það sé Fjármálaeftirlitsins að gæta hagsmuna almennings gagnvart tryggingafélögunum. Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Félag íslenskra bifreiðaeigenda segir Fjármálaeftirlitið ekki skilja í hverju gagnrýni félagsins á aðhaldsleysi stofnunarinnar með tryggingafélögunum felist. FME skilji ekki hlutverk sitt. FÍB skoraði á dögunum á Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, að grípa til aðgerða vegna milljarða arðgreiðslna til eiganda tryggingafélaganna. Í tilkynningu frá FÍB sagði að FME hefði lagt blessun sína á að bótasjóðir yrðu tæmdir og stungið í vasa eigenda. Fjármálaeftirlitið svaraði gagnrýninni og sagði fyrirhugaðar arðgreiðslur í samræmi við lög. Þó væri ámælisvert að hve litlu leyti tryggingafélögin hafi útskýrt ástæður greiðslnanna. „FME telur að tryggingafélögin hafi ekki staðið sig sem skyldi við að réttlæta óeðlilegar arðgreiðslur. FME skilur ekki að það er ekkert að réttlæta. FME skilur ekki að gagnrýnin snýst um andvaraleysi stofnunarinnar þegar kemur að hagsmunum almennings. FME vanrækir þetta hlutverk sitt.“ Þetta kemur fram í nýrri yfirlýsingu frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda sem Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri, skrifar undir. Þar segir að FME ráðleggi tryggingartökum að skipta um tryggingafélag séu þeir ósáttir við arðgreiðslur. FÍB bendir á að þrjú stærstu félögin sem séu með um 90 prósent markaðshlutdeild sæti gagnrýni fyrir arðgreiðslur. „Hverju breytir fyrir viðskiptavin að fara frá einu slíku yfir í það næsta? Ljóst er að FME er ekki í tengslum við raunveruleikann.“Ekki óskyldir hlutir Þá segir einnig að eftirlitið láti eins og iðgjaldatekjur og fjárfestingatekjur tryggingafélaganna séu óskyldir hlutir. Það sé rangt. „Tryggingafélögin ávaxta fyrirframgreiddu iðgjöldin og þannig verða fjárfestingatekjurnar til. Sú ávöxtun á að vera í þágu viðskiptavina, en ekki bara eigenda félaganna. Samt telur FME þörf á iðgjaldahækkun af því að „tryggingahlutinn“ sé rekinn með tapi þó fjármálahlutinn skili hagnaði, rétt eins og hann sé óskyldur tryggingum.“ FÍB segir heildarafkomuna skipta máli þegar þörfin fyrir hækkun sé metin. „FME stendur með fyrirtækjunum gegn hagsmunum neytenda þegar það leggur blessun sína yfir iðgjaldahækkun hjá tryggingafélögunum sem taka á sama tíma milljarða króna í arð.“ Þá segir að FME hafni því að viðskiptavinir tryggingafélaganna eigi bótasjóðina og segi þá þar með í eigu félaganna sjálfra. FÍB segir það ganga gegn skilgreiningu tryggingafélaganna sjálfra. Þau hafi haldið því fram að sjóðirnir séu eign tjónþola og séu skuld við þá sem eigi eftir að lenda í tjónum.Sofandi á verðinum Auk þess heldur FÍB því fram að Fjármálaeftirlitið undirstriki sofandahátt síðust sex til sjö ára með því að segja ekki hafa lagaheimild til að skipa tryggingafélögunum að ráðstafa arðs til tryggingartaka sem byggt hafi upp bótasjóðina. Eftirlitinu hefði löngu átt að vera ljóst að sjóðirnir yrðu óþarfir með nýjum reiknireglum sem hafa verið innleiddar. „Þegar árið 2011 uppfylltu öll tryggingafélögin nýju kröfurnar. Þá þegar gat FME farið að vinna með tryggingafélögunum að því að láta þau skila bótasjóðunum til viðskiptavina með því einfaldlega að nýta þá til að greiða tjón. Á móti hefði verið hægt að lækka iðgjöld og þannig hefðu viðskiptavinir tryggingafélaganna fengið sjóðina endurgreidda.“ „En líkt og fyrri daginn virðast hagsmunir viðskiptavina tryggingafélaganna engu máli skipta fyrir FME, þó svo að stofnunin hafi þá lagaskyldu að gæta þeirra. Þess í stað stendur stofnunin þétt að baki fjármálafyrirtækjum sem mergsjúga almenning í skjóli fáokunar.“ FÍB segist ekki ver að berjast fyrir sínum hagsmunum heldur hagsmunum almennings. Væri rétt að málum staðið þyrftu þeir þess ekki. Það sé Fjármálaeftirlitsins að gæta hagsmuna almennings gagnvart tryggingafélögunum.
Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira