Viðskipti innlent

Eignir Seðlabankans hækkuðu um 13,2 milljarða

Sæunn Gísladóttir skrifar
Heildareignir Seðlabanka Íslands námu 941,6 milljörðum króna í lok febrúar
Heildareignir Seðlabanka Íslands námu 941,6 milljörðum króna í lok febrúar Visir/Andri Marinó
Heildareignir Seðlabanka Íslands námu 941,6 milljörðum króna í lok febrúar og hækkuðu um 13,2 milljarða króna í mánuðinum.

Af heildareignum námu innlendar eignir 220,6 milljörðum króna og hækkuðu um 20,6 milljónir króna í mánuðinum. Erlendar eignir námu 721 milljörðum króna og hækkuðu um 13,2 milljarða í febrúar. Heildareignir utan ESÍ ehf. námu 826,7 milljörðum króna og hækkuðu um 13,3 milljarða króna í mánuðinum.

Skuldir Seðlabanka Íslands námu 878,3 milljörðum króna í lok febrúar og hækkuðu um 13,2 milljarða króna í mánuðinum. Innlendar skuldir námu 839,3 milljörðum króna og hækkuðu um 13,1 milljarða í mánuðinum. Erlendar skuldir námu 39 milljörðu króna og hækkuðu um 89,4 milljónir króna í febrúar. Stofnfé og annað eigið fé Seðlabanka Íslands nam 61,1 milljarði króna í lok febrúar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×