Viðskipti innlent

Stofna nýjan níu milljarða veðskuldabréfasjóð

Sæunn Gísladóttir skrifar
Landsbréf er dótturfélag Landsbankans.
Landsbréf er dótturfélag Landsbankans.
Landsbréf hafa lokið fjármögnun á nýjum veðskuldabréfasjóði, Landsbréfum-Veðskuldabréfasjóði slhf. Sjóðurinn verður ríflega 8,7 milljarðar að stærð.

Sjóðurinn er fagfjárfestasjóður sem mun fjárfesta í skuldabréfum með fasteignaveði. Áætlað er að fjárfestingar verði fimm til tíu talsins og er því gert ráð fyrir að einstakar fjárfestingar verði tiltölulega stórar og að sjóðurinn verði þannig öflugur aðili í langtímafjármögnun fasteigna. Hluthafar í Landsbréfum – Veðskuldabréfasjóði slhf. eru 16, segir á vef Landsbréfa.

Framkvæmdastjóri og sjóðstjóri Landsbréfa - Veðskuldabréfasjóðs slhf. er Ingvar Karlsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×