Viðskipti innlent

Ráðin framkvæmdastjóri Alþjóðasviðs Viðskiptaráðs

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hulda Bjarnadóttir
Hulda Bjarnadóttir
Hulda Bjarnadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Alþjóðasviðs Viðskiptaráðs Íslands og tekur hún við af Kristínu S. Hjálmtýsdóttur sem nú gegnir stöðu framkvæmdastjóra Rauða krossins.

Alþjóðasvið er sjálfstætt svið sem tengist Viðskiptaráði Íslands sterkum böndum og mun Hulda stýra þeim 11 millilandaviðskiptaráðum sem þar eru starfrækt. Alþjóðasvið gegnir mikilvægu hlutverki við uppbyggingu viðskiptatengsla milli íslenskra fyrirtækja og erlendra.

Hulda hefur undanfarin fimm ár starfað sem framkvæmdastjóri FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu auk þess sem hún hefur setið í ýmsum félags- og fyrirtækjastjórnum. Hulda hefur víðtæka reynslu úr fjölmiðlum og jafnframt hefur hún unnið við ráðgjöf og kennslu í almanntengslum og viðburðarstjórnun fyrir innlend og erlend fyrirtæki. Hulda er með BSc í viðskiptafræði og MBA frá Háskólanum í Reykjavík.         






Fleiri fréttir

Sjá meira


×